Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Blaðsíða 22
inn leiddi það nú líklega í ljós, og . . . , Jóhanna skrifaði ýmislegt annað, því að hún var næstum því eins viljug með pennann og að nota talfærin — og hafði þó löngum þótt skara fram úr fjöldanum á því sviði. En þegar frá leið gerði þetta bréf þó Árnýju enn þá ó- þolinmóðari að bíða eftir barnsfæð ingunni. Og þegar Kristín var bú- in að vera tvo daga í viðbót við sæmilegustu heilsu, labbaði Árný heim til Margrétar Ijósmóður til að ræða „ástand og horfur“ í vanda- málinu: Kristín og fæðingin. I^jósmóðirin var orðvör kona, lét nægja að minna Árnýju á það. að ekkert vissi hún — Margrét — um þetta ástand Kristínar umfram það, sem allir sæju, að hún hefði gildn- að á vöxt, og virtist sér það nú stafa meðfram af fitusöfnun. Og hún vildi endurtaka þau tilmæli sín, að stúlká færi til læknis, því að hugsazt gæti, að þarna væri um annað að ræða en þær byggj- ust við. Árný varð fá við þessum ummælum, sem hún botnaði reynd ar ekkert í, en lét sér þó að kenn- ingu verða og fylgdi Stínu til lækn isins. Afleiðing þeirrar rannsóknar varð sú, að Stina var send með fyrstu ferð á sjúkrahús í Reykja- vík, og næsta bróf frá Jóhönnu flutti Árnýju þær fréttir, að Krist- ín hefði aldrei ófrísk verið en búið væri að skera hana upp við inn- vortis æxli, og væri hún nú á góð- um batavegi eftir þá aðgerð. Tónn- inn i bréfi Jóhönnu var allnapur og auðfundið, að hún þóttist hafa verið göbbuð illilega og iðraðist sárlega hinnar skeleggu ba'áttu sinnar í barnsfaðernismálinu En hún hafði ekki farið mjög dult með það og gat því búizt við háðglósum frá vinkonum sínum og fleiri. Hún fór hörðum orðum um „heimska sveitalækna" og t'rum- hlaup einfeldninga — þótt skyldir sér væru — sem gæti haft ískyggi- legar afleiðingar fyrir sig i félags- lífi borgarinnar. Hitt virtist snerta hana minna, að auk þess sem „frumhlaupið“ hafði' ýkzt og marg- faldazt i meðförum hennar, hafði hamingjusamt heimili splundrazt af þessum sökum — og það bein línis vegna aðgerða hennar. Ung ur maður hafði misst fóffestu í lífinu fyrir augnabliks yfirsjón og gengið vínguðnum á hönd, ung kona, sem ekki hafði enn þroskað nægjanlega með sér þann eiginleika, er umburðarlyndi nefn- ist, hafði, vonsvikin ofan af fyrir sér og börnunum, og tvö ung börn höfðu glatað einu veigamesta at- riðinu 1 heilbrigðu uppeldi — ör- yggi því, sem einungis hamingju- samt heimili beggja foreldranna getur veitt þeim. Árný lagði frá sér bréf Jóliönnu að loknum lestri þess og andvarp aði þreytulega. Hún hagræddi sér í stólnum sínum úti við gluggann og horfði út í rökkrið, sem byrjað var að hjúpa byggð og bæ. í þetta skipti langaði hana lítið til þess að leita á fund grannkvennanna til þess að ræða eigin hag og annarra, eins og hún átti vanda til í ljósa- skiptunum. Henni var órótt innan brjósts og var ekki fyllilega búin að átta sig á þessum ósköpum. 1 hennar huga togaðist á sársaukinn út af ásökunum Jóhönnu, ánægjan yfir því að fá Stínu bráðlega hrausta heim, kvíðinn yfir kjafta- slúðrinu í þorpinu — og svo varð henni litið á kommóðuna við vegg inn á móti. Hún var hálffull af barnafatnaði sem til einskis hafði verið aflað. Og þá kom það upp í huga Árnýjar, sem raunverulega var þar ríkast, vonbrigðin og tóm leikinn. Litli, hlýi barnskroppur- inn, sem hún hafði hlakkað til að vefja að hjarta sér, hafði verið hugarburður einn. Dagarnir fram undan hurfu út í grátt tilbreyt- ingarleysið — grárra og ömur- legra en sjálft rökkrið fyrir utan rúðuna hennar. Ljósið í herberginu sínu gat hún tendrað að vild til þess að bægja rökkrinu burt, en um bjarmann af eldi ástar og um- hyggju til handa litla barnabarn- inu var henni neitað, — og nú varð það þyngst á metunum. Varö drottning Framhald af 1139. síðu. kát og góðviljuð og elskuleg í um- gengni, treysti sér ekki til að horf- ast í augu við þá eymd, sem hún fékk ekki bætt. Hún hætti að sjá nema það, sem hún vildi sjá. Vin- ir hennar gættu þess að segja Lausn 47. krossgátu ekki nema það, sem hún vildi heyra. Frægasta dæmið er ferð hennar til Svartahafs að skoða landsvæðin, sem hershöfðingjar höfðu unnið handa henni. Einn þeirra var Potemkin, eldheitur að- dáandi og um tíma elskhugi henn- ar. Hann þaut á undan skipalest fyrirfólksins, og eins og gamli, góði, stígvélaði kötturinn sagði hann við bændurna á árbakkanum: „Þykizt vera hamingjusamir, annars drep ég ykkur“. Ljótustu húsin voru rifin, önnur máluð, og þegar skip Katrínar kom í augsýn, sá hún fólkið dansa sveitadansa af miklu fjöri, blóm- um skreytt. Ó, hvað það er ham- ingjusamt, hugsaði hún, og gleymdi því, að nærri allir þegn- ar hennar voru ánauðugir og gengu kaupum og sölum lágu verði. Fjórir eða fimm nýir þjón- ar kostuðu minna en neftóbaksdós ir eins og þær, sem hún sendi er- lendum vinum sínum, baráttu- mönnum mannúðarstefnunnar i Evrópu. Guð er of hátt uppi, drottning- in of langt í burtu, stundi sárpínd alþýðan og fyrirgaf báðum. Og Katrín lifði siðustu ævidagana í sátt við sjálfa sig og tilveruna. Um- kringd glaðværri hirð fann hún sér margt til dundurs. Hún skrif- aði leikrit, sem leikin voru. Hún hélt glæsilegar veizlur. Og hún valdi sér hvern fríðan yngispiltinn af öðrum til fylgilags og lét þá gleðja sinn gamla líkama. Eftir eitt ár eða tvö leysti hún þá út með dýrum gjöfum og bað þá koma aldrei framar sér fyrir augu. Og hún stjórnaði fyrsta bókmennta tímaritinu í Rússlandi. 1150 T I M i IV N — SUNMUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.