Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 2
>qtur í skjánum Þegar norðaustanþræsingar koma á auða jörð, versnar skyggni hér Við Faxaflóa til mikilla muna. Loftið fyllist móðu, og yfir austur- fjöllunum hvilir mógrár mökk- ur. Það er mistur, segja menn og kæra sig kollótta. Hver skyldi nenna að velta vöngum yfir svo algengu fyrirbæri? Einhvern tíma rignir, og þegar styttir upp á ný, verður loftið aftur tært og skir- dræpt og skyggni betra en í nokkru öðru landi í Norðurálfu. Alla jafna ofbjóðum við ekki heilafrumunum með þenkingum um orsakir og afleiðingar þeirra fyr irbæra, sem við verðum vitni að, nema þá helzt, ef þau snerta sjálf- an helgidóminn, „buddunnar ldf- æð“. En það verður þá Idka að vera buddan okkar sjáltfra. Þó að mistrið sé gróðurmold landsins á leið á haf út — jarðvegur, sem myndazt hefur á þúsundum árum að ganga úr vistinni fyrir fullt og allt — það raskar ekki ró okkar til neinna muna, þessara jafnlyndu manna. Við vitum reyndar öll, að gróið land er ekki nema brot aí því, sem það var, er menn settust hér fyrst að. Um það eru til sagnfræðileg- ir vitnisburðir og margs konar heimildir skráðar, og vísindalegar rannsóknir hatfa staðfest þetta á seinni árum. Holtin hér í kringum Reykjavík eru óhugnanlega nakin og engin þurrð á berangri í Mos- fellssveitinni. Með rannsóknum á jarðlögum hafa sönnur verið færð- ar á, að svo var ekki í fyrndinni, og það hetfur meira að segja tekizt að leiða að því fullgild rök, hvenær birkiskógur eyddist á þessum svæð um og uppblástur hófst. Sennilega hefur mest kveðið að eyðingu skóga og uppblástri lands á hinum fyrstu öldum íslands- byggðar. Líkur benda til þess, að bændur hafi sums staðar beinlín- is brennt skóga í grennd við bæi sína, og fljótt hefur landið látið stórlega á sjá við skógarhögg og ágang útigangspenings, sem fjölg- aði með vaxandi byggð. Jatfnvægi hins óbyggða lands var raskað. En eyðingin hélt áfram, slikir sem búskaparhættir voru, og öld eftir öld gekk á hið gróna land, otftast hægt og bítandi, en stund- um með ofsalegum hætti. Guð- mundur bóndi Árnason á Múla á Landi dó árið 1950. Hann talaði við mann, er mundi það, er sam- felldur skógur, sem aðeins gengu inn í tveir sandgeirar við Skarðs- tanga, var milli Þjórsár og Rang- ár, allt frá því sunnan og vestan við Búrfell og fram á Merkurbrún. Annar bóndi, Ólafur Sigurðsson í Húsagarði, sem lézt árið 1933, hafði sjálfur farið á þessa mörk í bernsku með föður sínum til skógarhöggs eða kolagerðar. En Landsveit er það byggðarlag á landinu, er sætt hefur hvað hræði- legustu búsifjum af völdum upp- blásturs. En nú segja menn kannski: Þetta var nú hér áður fyrr, þegar menn fóru svo níðangurslega með löndin. Og víst var þetta „hér áð- ur fyrr“. En með því er ekki öll sagan sögð. Líkur eru til þess, svo sterkar að nálgast vissu, að enn sé gróðurlendið að minnka. Á síðustu áratugum hefur gróðurtorfan ver- ið að flettast af afréttunum upp atf Árnessýslu, þar sem steinar með moldarlit hafa borið órækt vitnj um jarðvegsfokið á þeim slóð um. Fyrir ekki ýkjalöngu voru uppblástursgeirar að saga sig fram af brúnum Haukadals. f grennd við ýmsa kaupstaði, þar sem menn eiga margt sauðfé, er landið í örtröð og jafnvel heil fjöll eins og moldarhaugar á að líta í þurrviðri á sumrin. Víða leikur grunur á, að afréttir séu ofsetnir á sumri nog búi jafnvel við þann átroðning, að framtíðarnot þeirra kunni að vera í bráðri hættu. Jafn- vel í heimahögum sumra jarða eru sýnileg alveg ótvíræð merki mik- illar afturfarar. Við skyggnumst undan hattbarð inu og sjáum, að það er mistur í lofti: Bölvað sandfok er austur undan núna. En synd væri að segja, að menn geri sér tíðrætt um það, hvaða háski þetta er. Þó er þetta eitt hinna stóru mála, sam bærilegt við viðgang fiskistofn- anna í sjónum við strendur lands- ins. Og hér getum við ekki kennt útlendingum um skakkaföllin. Hér eigumst við einir við, og ef við horfum á það aðgerðadaufir, að jarðvegurinn fjúki á haf út og gróðurlendið fari minnkandi, þá eru sökudólgarnir engir aðrir en við sjálfir. Fyrri kynslóðir léku landið hart aí illri' nauðsyn og lítilli þekkingu. Þeir beittu það miskunnarlaust vegna fóðurskorts, hjuggu skóg- ana til þess að geta soðið .matinn og eldað Ijáina og ritfu upp hrís og kvist í kringum verstöðvarnar, Framhald á 70. síðu. Víða um land má siá, hvernig veður og vindar eru að afmá margra metra þykkar gróðurtorfur. Þessi er ofan af 'Hóisfiöllum. 50 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.