Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 19
Faxaflóa. En mér rann öll reiði, þegar ég sá hvar sængurfatapok- inn drúpti þögull í einu horni sláturhússins, en koffortið mitt mölbrotið í miðju og bundið sam- an með snærisdræsum. „Hann var lítið geinn fyrir drukkinn ogekki dnasmaður heldur." BJÖRN DANÍELSSON: Nætursvefninn varé ekki alltaf eins mikill. Enda er bmI svefn að gera, ekkert me* umh gera heldur, þegar ásrcín f« «ldj um sálina, hold og taugar. — Þá er hún nóg viðurværi. Þannig streymdi þetta sumar áfram, þykkt og heitt, mótt og- æst og fullt af fyrirheitum. Foreldrum hans fannst vlst ekki mikið um þetta stúss, en þau létu kyrrt liggja. Leið svo fram til gangna, að ekkert bar til tíðinda öðru merk- ara. Heyin komust í hlöður og tóftir, og síðasta rakið var tekið í poka og hrífur og önnur amboð sett inn í skemmu. Svo fór hann auðvitað í göng- urnar. Þær stóðu f heila fimm daga, og hann hlakkaði til heim- komunnar allan tímann. Það stóð heldur ekki á kossum og þess leið- is, þegar hann hitti hana góðu sína kvöldið, sem gangnamenn komu ofan. Daginn eftir var svo réttardag- urinn. ★ Ákveðið hafði verið að halda ball í samkomubúsinu að kvöldi réttardagsins, og þangað streymdi unga fólkið. Auðvitað fóru þau þangað bæði. Hann hafði að vísu nagandi kvíða undir bringspöiun- um, vegna þess að seinni hluta dagsins hafði einhver fjárans Reykjavíkurbíll komið að réttinni, og með honum voru strákar, sem hún þekkti. Og honum fannst sem .... ]N - SAGA í GÖMLUM STÍL - Þið, sem búið við Hlíðarstíginn, hljótið að muna eftir honum. Ekki vegna þess, að hann væri svo stór, myndarlegur eða aðsóps- mikill. Onei. Hann var tæpur með- almaður á hæð, gekk álútur, vana- lega með hendur á baki. Oftast var hann í gömlum og slitnum vinnufötum, venjulega bláum. Þau voru sjaldan hrein. Hattkúf hafði hann, ljótan og upplitaðan, og oft- ast héngu tjásulegir lokkar niður á ennið — fram undan hattbarð- inu. Ef maður mætti honum og kast- aði á hann kveðju, tók hann að vísu undir, en leit tæpast upp, og ef hann gerði það, var augnaráð- ið flóttalegt og skimandi. Sjaldan sást hann vel rakaður, nema á helztu tyllidögum. Úfnir brodd- arnir stóðu út í loftið, og kring- um munninn og niður hökuna voru þeir aðeins dekkri en ann- ars staðar, sem virtist stafa af ó- hóflegri neftóbaksnotkun. Var það sá eini munaður, sem hann veitti sér. Hann var ókvæntur og barnlaus, en sú saga gekk í plássinu, að endur fyrir löngu hefði hann átt sitt ævintýr. Þá var hann ungur og snotur maður. Það var óra- löngu fyrr en hann flutti á Hlíðar- stíginn. Þá átti hann heima upp í sveit, var einkasonur bóndans á Eyri og stóð til, að hann tæki við jörð og búi af foreldrum sínum. Að vísu var ekki við miklu að taka. Efnin voru aldrei mikil, en þau höfðu haft vel fyrir sig og aldrei verið upp á aðra komin. Þá var það, sem hún kom, kaupa konan að sunnan. Hún kom að vísu ekki að Eyri, heldur að Mel, næsta bæ. Það var örstutt milli bæjanna, og tún og engi lágu sam- an. Þess vegna var það ofur eðli- legt, að ungu hjúin hittust fljót- lega, enda varð það svo. Henni leiddist víst, stelpunni. Á Mel var ekkert af ungu fólki, sem hægt var að eiga samleið með. Þar voru bara hjónin og krakkar innan við fermingu. Þess vegna æxlaðist það einhvern veginn þann ig, að hún fór að gera sig líklega við unga manninn á Eyri. Hann var blessaður sauður og sakleysingi og tók öllum blíðuhót- um með hrifningu og þakklæti, sannfærður um, að þarna hefði hann nú hitt elskuna sína, eina og sanna. Allt þetta sólríka sumar lifði hann sem í draumi. Sérstaklega varð síðsumarið gjöfult, þegar kvöldin urðu rokkin, og þau kann- ski samferða eins og af hendingu, þegar komið var heim af engjun- um, Þá var ekki örgrannt um, að hvislað væri mörgu loforði, bæði heitu og stóru. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 67

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.