Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 14
stýri og Björn Eymundsson við hlið hans, vita Hornfirðingar, að öllu er óhætt, þótt sjór sé viðsjáll> Úti fyrir Hornafirði var þung alda, og Esja gamla vaggaðist á söltum báruföldum austan við Sker. Reynt var að leggja vélbátn- um að skipshliðinni, en gekk frem ur illa. Lagi var sætt við að flytja póst og farþega milli vélbátsins og skipsins og þurfti mikla að- gætni, svo að ekkert slys yrði. En allt tókst þetta án nokkurra óhappa, sem vafalaust hefur mátt þakka snilldarstjórn þeirra, sem á bátn- um réðu. Ég hafði merkt koffort- ið mitt og sængurfatapokann „far- þegaflutning“ til þess að forðast óþarfa útgjöld og sparaði mér með því nærri tuttugu krónur. Slíkt var algengt á þeim órum. En meira öryggi var í að kaupa farangur sinn í frakt. Ég beið á þilfari Esju, þar til ég sá farangur minn í skipstalíunni. Svo reið alda und- ir bátinn og lyfti honum svo hátt, að ég sá skrúfuna þurrka sig úr sjó, ólag reið yfir, en farangurinn komst inn á þilfarið, blautur og hrakinn. Mig iðraði þess þegar, að hafa ekki keypt hann í frakt og hugðist gera það á næstu höfn, en það varð aldrei annað en ráða- gerð, því að ég hrökklaðist þegar undir þiljur og átti þaðan ekki afturkvæmt vegna sjóveiki fyrr en ég kom til Húsavíkur. Þegar til Húsavíkur kom, var allþungur sjór af norðaustri, og Esja lagðist úti á víkinni alllangt frá landi. Engar hafnarbætur voru komnar á Húsa- vík og höfnin óvarin fyrir haföld- unni, sem byltist óhindruð inn að SIGURDUR BJARKLIND — lét ekki skólastráka ráða skipa- afgreiðslu á Hósavík. strönd Skjálfandaflóa og myndaði þar hvíta brimskafla. Esja lá þarna alllengi án nokkurs sambands við land, og voru ýmsir farnir að halda, að áfram yrði haldið án viðkomu á Húsavík. Laust fyrir há- degi kom þó lítill vélbátur úr landi og tók farþegana, sem til Húsavíkur ætluðu. Voru það nærri tuttugu piltar og stúlkur af Aust- ur- og Norðausturlandi, allt vænt- anlegir nemendur við Laugaskóla. Á Húsavík var yfirstandandi verk- fall, og slík var harkan þar þenn- an svala haustmorgun, að bannað var að flytja nokkrar vörur úr skipinu nema þær, sem fahþegar gætu sjálfir tekið með sér. Á bryggjunni stóð kaupfélags- stjórinn, Sigurður Bjarklind, og skipaði fyrir verkum. Ég mun hafa verið einna elztur í hópi nemenda, og brátt hóf ég samningaviðræð- ur við kaupfélagsstjórann um að fá lánaðan bát hjá kaupfélaginu og manna hann skólapiltum frá Laugum til að sækja flutning okk- ar út í skipið. En kaupfélagsstjór- inn var ósveigjanlegur og sagði, að hér réði Kaupfélag Þingeyinga skipaafgreiðslu, en ekki farþegar, og brátt sigldi Esja út flóann í átt til Akureyrar. Sú var bót í máli, að strandferðaslhpið Súðin var á austurleið og átti að mæta Esju á Akureyri. Hringdi ég nú þegar til kunningja míns þar og bað hann að fara í lest Esju og fá allan farangur okkar Lauga- manna fluttan yfir í Súðina. Var það gert með aðstoð skipsmanna, EINAR OLGEIRSSON — áttl Haraldi á Einarsstöðum i Reykjadal tíf aS launa. Þá var enn sá timl að menn komust I mannraunir i verkalýðsbaráttunni en þrátt fyrir samvizkusama leit, fannst ekkert af farangri mínum, enda munu vömr frá Hornafirði hafa lent neðst í lest skipsins. Ég skal alveg sleppa því hé-r, að lýsa hugrenningum mínum, þar sem ég stóð á hlaði Laugaskóla, sviptur aleigu minni, að undan- skildu sumarkaupinu, rúmlega fjögur hundruð krónum. Mér var skapi næst að hverfa burtu úr iskólanum þegar á haustnóttum, en ég ákvað þó að þreyja við þröngan kost og bíða átekta. Margt getur skemmti- iegt skeð í Þingeyjarsýslum var sólfar og blíða fyrstu dagana eftir að við komum norður, og voru það mik- il viðbrigði fyrir okkur, sem kom- um þangað úr niðdimmri Aust- fjarðaþokunni og einu mesta rign- ingarsumri þessarar aldar á Aust- urlandi. Enn v«r rúm vika til skólasetn- ingar, og notuðum við þessa daga til að hjálpa til við ýmis störf, sem leysa þurfti af hendi, áður en skólinn tók til starfa. Nokkrir skólapiltar kölkuðu innan gömlu sundlaugina, sem þá var í norð- austurhorni kjallarans, ýmsir tóku upp kartöflur úr garði Áskels Sig- urjónssonar í brekkunni fyrir of- an Ástarbrautina, og aðrir slátr- uðu hestum, söltuðu kjöt í tunn- ur, gerður slátur og ótal margt fleira, en inni ómaði skólinn af fótataki fólks, mettuðu vinnugleði, undir stjórn Katrínar, systur Karls alþingismanns Kristjánsson- ar á Húsavíkv En Katrín gekk undir því virðingarheiti að vera nefnd „ljósmóðir“ skólans vegna eftirlits með steinolíulömpunum, því að rafmagn var enn ókomið þangað. Brátt varð endir á sólfarinu og blíðunni í Þingeyjarsýslum, og tvo síðustu sumardagana var brostin á stórhríð með frosti og fönn. Þá klæddust sumir skólapiltanna stormúlpum og lambhúshettum og brutust út í hríðina til hjálpar við að bjarga fé í hús á bæjunum í kring. Vegna veðurofsans varð að fresta skólasetningu fram á fyrsta sunnudag í vetri. Alltaf var ég öðru hverju að spyrja skipaafgreiðsluna á Húsavík um farangur minn, án þess að hafa nokkur upp úr þvi, og helzt leit út fyrir, að þetta hefði lent i vota Í2 flHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.