Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 10
Ihundrað og sex árum, upphaf hins nýja myndlistarlífs. En nú var Sigurjón Jóhannsson pop-málari búinn að læða inn hjá mér vissri myndrænni forvitni út fyrir takmörk blárra fjalla. Og skyndilega var ég kominn í snert- ingu við atburðarás, sem allir kannast við, þú ert kynntur fyrir áður ókunnum manni (eða í þessu tilfelli fyrirbæri) íog allt í einu sérðu nafn hans í hverju blaði, þó þú hafir aldrei tekið eftir því áður. Nema það, að ég hef ekki fyrr kvatt Sigurjón en hér í bænum er opnuð, ekki málverkasýning, heldur ljósmyndasýning, sem höfð- ar að yfirgnæfandi leyti til form- skyns áhorfandans. Það vantaði bara, að ég færi ekki þangað! Ljósmyndarinn, Leifur Þorsteins son, bláeygur, ennisbjartur, 34 ára Reykvíkingur, er varla sú mann- gerð, sem almenningur er vanur að gefa listamannsnafnið. Hann vinnur alla vikuna frá morgni'til k’völds við að taka auglýsingaljós- myndir og framkalla þær. Allir héldu, að eina áhugamál hans þar fyrir utan væru vélar. Kunningj- arnir og jafnvel eiginkonan henda gaman að því, að bezta sunnudags- skemmtun hans sé að leggjast und ir litla, franska bílinn sinn, Sítr- ónuna, tína hann allan suridur í smáparta og setja hann aftur sam- an. Og enginn veit, hvort það er hann eða tíu ára gamli sonurinn, sem hefur meira gaman af stóru leikfangajárnbrautinni, sem smátt og smátt hefur lagt undir sig heilt herbergi í íbúðinni. Þeir feðgar hafa smíðað undir hana geysistórt krossviðarborð, þar sem þeir gera hæðir og brýr og raða upp pínulitlum húsum, og meira að segja ljósmerkjum, sem kvikna og slokkna í alvöru. Jæja, en svo er það með þenn- an mann, að sem hann,hefur lagt bílnum sínum einhvers staðar í bænum og stígur út, kannske til að hitta atvinnurekanda, sem þarf að fá góða mynd af sápustykki eða lýsisflösku, þá getur það hent hann að sjá allt í einu tvo hús- gafla bera þannig hvorn við ann- an, að hann fær ekki við sig ráð- ið fyrr en honum hefur tekizt að festa þá á . filmu. Og hafi hann einu sinni tekið það í sig, þá get- ur hann ekki hætt, fyrr en hon- um finnst hann hafa náð þeim þannig á filmuna, að þeir spegli þau áhrif, sem hann varð fyrir, þegar hann sá þá fyrst. Það getur tekið margar klukkustundir, og marga metra af filmu, en það skiptir hann ekki máli. „Starfsbræður mínir eru marg- ir hissa á mér“, segir hann. „Þeir flýta sér út úr bænum um helg- ar til að ná myndum af fjalla- tindum eða gullnu sólarlagi, þeg- ar ég er að lóna kringúm gamla húskofa. Þá kemur upp í mér þrjózkan, og ég hugsa sem svo, að ég skuli sýna þeim, að þök og gluggar eru líka töfrum gædd, ef rétt er að þeim farið. Ég veit ekki nema þessi sýning mín stafi meðfram af löngun til að halda þessu sjónarmiði fram. Og gó, -■ s' Strákarnir með þríhyrnda Indíánatjaldið mynda skemmtiiega a ndstæðu við stóra, kuldalega fieti húsanna i bakgrunninum. Þv( miSur sljókka andstæðurnar I prentunlnnl. 58 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.