Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 8
„Það var erfiSast alls í gönguferðinni að komast að þessum sérkennilega drangi." inn, og komum til baka mjög lyst- ug, að ágætum morgunverði í ekíðaskálanum. Þar voru smurðar ihanda mér fáeinar brauðsneiðar til þess að maula um daginn. . . Við lögðum af stað um tiuleyt- ið, og í hópnum var drengurinn fimm ára gamall með móður sinni. Tveir piltar og tvær stúlkur tóku sig fljótt út úr, því að þau ætl- uðu að klífa þann tind Kerlingar- fjalla, sem hæstur er. Við hin ská- &neiddum hlíðar fjallsins, þar sem snjórinn náði lengst niður, í fylgd með fararstjóranum. Eftir skamma ■göngu blasti við nýtt umhverfi. Milli fjallanna, sem voru flekk- ótt af' snjó, risu gufumekkir upp úr heitri og litauðugri jörð og Vöfðust um dalverpin eins og þoka. í læk, sem við fórum yfir, var volgt vatn. Gufa þeyttist með hvæsi og sogum upp úr ryðrauðri þúfu. Gult augað, sem hún streymdi upp um, minnti á kan- ínuholu, og brennisteinsþefinn 'lagði langar leiðir að vitum okk- ar. Leirinn var volgur og svo seig- ur, að erfiðleikum var bundið að komast yfir eitt af þessum rauðu flögum. Mest bar á ljós- brúnum lit í þessum litauðugu dal- verpum — fagurskærunr. undir bláu heiði og miili hvítra fanna. Litbrigðin voru margvísleg, og sums staðar var jarðvegurinn bæði svartur og dökkgrænn... Við gengum allan daginn 1 glaða sólskini — yfir fannir í hlíðum, eftir hraunhryggjum og um grýtta hálsa. Hvergi sást runní eða nokk- ur gróður, sem næði upp yfir steinana. Loftið var svo tært, þar sem ekki lagði upp gufu, að ekk- ért fór forgörðum af sólarhitan- um. *nvel hjarnbreiðurnar geisl uðu honum frá sér. Þykkar þeys- urnar voru allt of heitar, og þess vegna fórum við úr þeim og bund- um þær um mjaðmirnar með því að hnýta saman ermarnar að fram an. íslenziku stúlkurnar, sem van- ar eru svölu loftslagi, voru ekki í öðru að ofan en brjóstastúkun- um einum og kipptu sér ekkj frek- ar upp við það að ganga þannig, nálega berar, en kvenfólkið á bað- ströndum okkar í efnisrýrum bað- fötum sínum. Líkt og kynsystrum þeirra annars staðar á Norðurlönd um var þeim nálega helgiathöfn að láta sólina skína á bert hör- undið. Við mötuðumst þar sem útsýn var fögur um gufudali og fanna- hliðar og héldum síðan áfram, þar til við komum að rauðgulri hlíð, sem alsett var augum, er engin gufa streymdi lengur upp um. Seinna komum við að djúpu gljúfri, þar sem furðulegir kletta- drangar sköguðu upp í loftið eins og vígtennur. Um gilið hlykkj- aðist á milli steina, og niður í hana fossuðu lækir hér og þar. Héðan var viðsýni mikið, og handan dalsins var riakið, litskrúð ugt fjall. Fjallið var snarbratt nið- ur í dalbotn, en í miðri hlíðinni reis hár steindrangur. Að þessum einkenrtilega drangi áttum við að ganga, sagði leiðsögumaðurinn. Hann hélt þó, að það væri ofviða litla drengnum, sem hafði haldið f við okkur allan daginn og aldrei kvartað, þótt honum skrikaði fót- ur eins og oft henti okkur öll. Þau mæðginin sveigðu því fyrir fjallið niðri í dalnum. Það var erfiðast alls í þessari gönguferð, að komast að drangin- um einkennilega. Fjallshlíðin var skriðurunninn og hvergi fast fyrir fæti. Við kjöguðum þetta í hægð- um okkar í sporaslóð, svo að ekki ylti grjót undan fótum þeirra, sem á undan fóru, á hina, er neðar voru. Þessi furðulegi drangur reyndist úr hraungrýti, um það bil sextán metrar á hæð... Leiðsögumaðurinn sagði, að við hefðum gengið þrjátíu kílómetra. Litþ drengurinn var dauðuppgef- inn, enda hlýtur hann að hafa geng ið meira en tuttugu og fimm kíló- metra. Það var laglega af sér vik- ið. Öll vorum við þreytt, en þetta var eftirminnilegur dagur. Á heimleiðinni þurftum við lí.t- ið að klifra. -Leið okkar lá um heiðaland, sem teygði sig á milli grýttra auðna, og þar sást hvergi trjákenndur gróður. Lækjarbakk- ar voru víða prýddir fegursta mosa, sem ég hef augum litið. Breiðurnar voru svo sem þuml- ungur á þykkt og liturinn fagur- grænni en nokkur grænn litur, sem kenndur er við írland. Þetta var eins og flos á hörðum virkj- Framhald á 69. síðu. 56 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.