Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 16
EGILL FRÁ VÍÐIKERI — bíleigandi og herbergisfélagi greinar höfundar. Á samveruárum þeirra not- uðu menn hvorki snjókeðjur né frost- iög á bíla í vetrarferðum í Þingeyjar- sýslu. varið ráðnir ^til þess að flytja kækninn út í Breiðumýri. Frá skól anum niður að Reykjadalsá er.ekki nema steinsnar, en vegurinn þang- að hallandi og viðsjáll, þegar á nonum er ís og fönn. Hemlar voru vitanlega engir á sleðanum og var þvi sterk taug fest aftur af hon- um, og skyldu piltar búnir mann- broddum halda í taugina og hemla fftir þörfum. Brátt birtist læknir, klæddur þykkum loðfeldi. Haltr- aði hann niður stigann af miðhæð skólans. Nú bárust þær fregnir út úr skólanum, að læknirinn væri svo illa haldinn af fótarmeini sínu, að hann treystist ekki tii að ganga niður útitröppurnar, og skyldi því sleðinn fluttur inn í ytri forstofu. Hljóp þá einhver galsi í skólapilta, sem töldu karl- mennsku læknisins ekki vera á marga fiska eða fullmikið gert úr fótarmeininu. Báru þeir nú sleð- ann inn í innri forstofu, fast að stiga miðhæðar. Nú taldi læknir virðingu sinni misboðið og varð all gustmikill. Sparkaði hann í sleð ann með heila fætinum og skipaði að fjarlægja hann úr innri for- stofunni. Var svo gert, og settist Iæknir þar í sæti sitt, en piltar báru hann út. Þegar niður af tröppum skólans kom, var þegar gripið til hemlataugarinnar til að koma i veg fyrir slys, en á hana var raðað öllum rólfærum skólapiltum, nærri sjötíu að tölu, og héldu þeir hver í annan eins GUÐMUNDUR FRÁ GNÚPUFELLI — kom úr kafinu meS sjóhatt og gler augu á viðkunnanlegum stað. Einbjörn í Tvíbjörn, en margradd- aður karlakór song: „Táp og fjör og frískir menn“. Skyldi fátækur skólapiltur ekki hafa gleymt raun um sínum á slíkum stundum? Enn er mér líka í minni, þeg- ar Guðmundur frá Gnúpufelli réðist í að flytja á völl fjóshaug- inn á Litlu-Laugum og klæddist við það tækifæri olíubuxum, kápu, vaðstígvélum og sjóhatti. Þegar Guðmundur hafði lokið þessu verki, kom hann klæddur þessum skrúða eftir brautinni milli skól- anna og mætti þar hópi glaðværra skólapilta, sem sögðu, að nauðsyn- legt væri að þvo mykjuna af mann inum. Nú var sundlaug skólans í kjall ara austan megin, og voru náms- meyjar beggja skólanna þar í sund námi, þegar Guðmund bar að, og stóð vænggluggi sundlaugarinnar opinn, til að veita inn hreinu lofti. Þrifu nú skólapiltar Guðmund á loft, báru hann inn um gluggann og köstuðu honum í laugina, þar sem hún var dýpst. Flestar námsmeyjar forðuðu sér á þurrt land með skelfingarópum, að einni undanskilinni. Hafði hún verið að iðka baksund og sá efcki tilræðið í tæka tíð. Hvar Guð- mundi skaut upp, þegar hann kom úr kafinu með sjóhatt og gler- augu, má ég efcki segja frá, því að það þykir ekki hæfa að segja á prenti. En stúlkan, sem baksund ið þreytti, hefur hlotið að hafa óvenju sterkt hjarta, fyrst hún fékk ekki slag, enda lifir hún enn og kvað vera blómleg húsfreyja norður á Tjörnesi. En sundlaug- ina varð að tæma og sótthreinsa. Það var líka nokkur glaðværð á ferðum daginn, sem Jóhannes „sævetta" kom í skólann til okk- ar og spáði í spil fyrir alla, sem þess óskuðu. Tók hann fyrir það tvær krónur á nef, sem var all- mikið fé meðan tímakaupið var aðeins sextíu aurar. Ég held þó, að Jóhannes hafi ekki verið mik- ils metinn spámaður í átthögum sínum í Þingeyjarsýslu. Hann var fremur óglæsilegur í útliti og blestur á máli og hafði fengið auk- nefni sitt af því, að hann sagði jafnan: „sæ vettu góinn“, er hann ávarpaði fólk. Jóhannes var marg- reyndur maður, sem meðal ann- ars hafði komizt í kast við drauga- bíl, sem ók Ijóslaust í náttmyrkri um þvert og endilangt Aðaldals- hraun og sat um að villa vegfar- endur. Kvenfólk hataði Jóhannes eins og pest og kvaðst hafa var- azt allar tálsnörur, sem það hafði lagt fyrir sig um dagana. Hjóna- bandstilboð hafði hann fengið mörg, en hafnað þeim öllum af stakri háttvísi. Ég var einn af þeim, sem lét Jóhannes spá í spil fyrir mig, og galt ég honum fyrir það tvær krónur. Valdi hann mér til eigin- konu fagra og föngulega mey í heimabyggð minni. Var það hjarta drottningin í spilinu, en sjálfur var ég hjartagosinn. í fyrstu lotu var laufgosinn milli mín og hjarta drottningarinnar, og líkaði okkur Jóhannesi það ekki vel. En Jó- hannes kunni ýmsa galdra, sem mér voru framandi, og þegar hann lagði spilin i annað sinn, kom hann laufgosanum af sér í stokkinn. Og nú var hjartadrottn- ingin alveg við hliðina á mér og brosti elskulega til mín. Og enn lagði Jóhannes spilin á borðið og með lágkortunum úr spilinum tókst honum að seiða fram fimm agnarlitla krakkaanga. Það var ekki fyrr en löngu seinna, nánar tiltekið eftir að börn okkar hjón- anna voru orðin sjö, sem ég fór mjög alvarlega að efast um spá- dómsgáfu Jóhannesar sævettu. En þá stundina, sem hann spáði ungu fólki í Laugaskóla lífshamingju, milduðust margar mannraunir. 64 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.