Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 20
sem tæpast sást í gegnum, þnátt fyrir Ijós á smálampa, sem stóð þar úti í horni og sendi daufa, njósnandi geisla gegnum hávað- ann. Og með hjálp þessa daufa bliks sá hann, hvar hún þeyttist áfram í fanginu á einum stráknum að sunnan. Þetta var annað reiðarslagið. Og hið þriðja lét ekki lengi standa á sér. Þegar hann sá sér færi, er hún losnaði andartak, gekk hann til hennar og bauð henni upp. —Já, elskan, en þú kannt ekki að dansa, þú hefur sagt það sjálf- ur, sagði hún, og var aftur komin út á gólfið með delanum, þar sem þau dönsuðu og slógu fótunum upp í loftið, alltof hátt fannst hon- um, af almennilegri stúlku. Hann var enginn bardagamað- ur. Þetta reið honum að fullu. Samt fór hann ekki. í einhverri örvita þrákelkni hélt hann áfram að fylgjast með. Hann bjóst alltaf við, að hún mundi koma, bráð- um, og þess vegna beið hann. En hún kom ekki. Hún settist stundum við borð með þessum strákum, og hann sá ekki betur en að hún léti þá hella vini í glas- ið sitt. Og hún dansaði við þá til skiptis, aðallega einn 'þeirra. Þau dönsuðu fram hjá honum, litu á hann og pískruðu. Síðan hurfu þau út í nóttina og týndust. Og nú hætti hann að fylgjast með. Hann fór heim og átti enga stúlku. Hann sá eftir henni, ósköp mik- ið, en hræddastur var hann við fólkið í sveitinni, sem mundi hæð- ast að honum. Þau sáust nokkrum dögum síð- ar, og hún lét sem ekkert hefði í skorizt, en hann sagði ekki neitt. Nú var hann harður og stoltur og vildi ekkert við elskuna tala. Skömmu seinna fór hún burt, suður. En hann hélt áfram að vera heima, allt haustið og allan vet- urinn og miklu lengur. Hann varð ósköp fámáll, að vísu hafði hann aldrei verið neinn málskrafsmað- ur, en nú sagði hann varla orð og fór ekkert út af heimilinu. Ef hann hitti jafningja sína, áttu þeir til að spyrja hann svona hinsegin: — Hvernig er það með stelp- una að sunnan, ertu búinn að lána hana? Og stundum kölluðu þeir hún gæfi sig fullmikið að þeim. Samt voru þeir óprúttnir í tali og jafnvel hálffullir, eða svo sýnd ist honum. En kannski voru þetta fjarskyldir Síttingjar, og varð þá að láta kyrrt liggja, enda mátti hann hafa sig allan við að draga, því hann var einn um það að mestu. Faðir hans hafði farið sem réttamaður í aðra sveit. En þegar kvöld var komið og hann búinn að reka fé þeirra feðg- anna heim, gleypti hann í sig mat- inn. Hann kiæddist í spariflíkurn- ar og gréiddi sér og snurfusaði framan við spegilinn. Síðan snar- aðist hann af stað á ballið, og auð- vitað kom hann við á Mel, svo hann gæti orðið elskunni samferða. En þá dundi á honum fyrsta reiðarslagið. Hún var nýlögð af stað á ball- ið — í bílnum — með delunum að sunnan. Og honum fannst krakkasmánirnar, sem sögðu hon- um fréttirnar, brosa eitthvað sivo neyðarlega og meinfýsið, að hann komst strax í slæmt skap. Og ekki batnaði heilsan, þegar hann var loksins kominn á samkomustað- inn. Hvarvetna heyrðist ískur og pískur, hlátur, hávaði og fylliríis- söngur, og grenjandi harmónika tengdi allt saman. Hann var lítið gefinn fyrir drukkinn, og ekki dansmaður held ur, nema rétt svona á ungmenna- félagsböllum, þar sem allir þekkt- ust og enginn var að stríða. Hann olnbogaði sig samt áfram gegnum forstofuna og inn í salinn. Þar var allt í fullu fjöri, og dansinn dun- aði með ósköpum, svo að hann varð hálfruglaður i ríminu, stöðv- aðist við dyrnar og starði inn í þennan óskapnað, sem iðaði fyrir sjónum hans, án þess hann gæti greint nokkuð sérstakt til að byrja með. Loftið var mettað róbaksreyk, „En ég var einu sinni kaupakona á Mel“ sagði konan og dró seiminn. «8 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.