Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 7
Helgi Kristinsson: RÚSSNESKUR KÓSAKKADANS Er kvöldar á sléttunum, kveikjum við bál og kverkarnar vætum og hressum þreytta sal r ■■ f Til ásta f>á laðar oss ungra meyja fans, í eldskini fölu þær stíga villtan dans. ÞRJÁR SÖNGVÍSUR Og nóttin svo líður við ást og glasaglaum. — Vor gæfa er hverful og ævitíðin naum. > UM SKAMMA STUND - BRIM (Tileinkað stúlku, sem hryggbraut höf. flissandi 1964). Þín ekkasog rjúfa rökkurþögn, svo reika fer hugur meö kvíöa og hrylling um heljarslóð víða. Hvort boöar þú farmanni banastund og bugar hans þrek af grimmri lund, eða ertu gegn vá hann að vara? — Ó, véittu mér ró þinna svara. Um skamma stund vort æskuyndi hlær, en ellin jöfnum skrefum þokast nær, því skaltu meðan létt er spor og lund í leik og dansi eyða hverri stund. Því enginn kallar augnablik úr aldasjóð. — Með öldungsblóð má dapur hugur þrá og sakna. í dag þér gleðibikar borinn er. hann boðinn aldrei framar verður þér. ur, las ég í blöðunum, að þetta Ihafði í raun og veru gerzt — ná- ifevæmlega eins og mig dreymdi það.“ íslendingum þykir gaman að segja drauma sína..... Á Hvítárvatni var jaki á floti. Jökullinn hafði kelft eins og þeir segja —stórt flykki hrapað úr honum niður í vatnið, og nú sveimaði það þarna. Ég hafði ekki búizt við, að sjá slíka sjón óra- leiðir inni í landi. „Ég minnist þess“, sagði leið- sögumaðurinn, „að fyrir þrjátíu árum voru margir jakar á vatn- inu. M var jökullinn stærri. Það sést utan í fjallinu, hvar jökull- inn hefur legið. Veður fer hlýn- andi hér á íslandi.“ Handan Hvítárvatns fórum við yfir Svartá. Sléttlendið, sem við komum nú á, teygði sig upp að flötum fjöllum. Eri hér beygðum við út af veginum og stefndum til Kerlingarfjalla... Klukkan var um átta, og það var skýjað. Sólin gægðist þó fram úr skýjarofi og varpaði gullnum lit á nakta tinda dökkra fjalla. Hér og þar um örfoka landið voru gulgrænar mosabreiður. Langt í norðri glitti í sporð ann- ars jökuls. Og nú kom á í aug- sýn — það var eins og silfur- strengir hrísluðust um svarta grjótauðnina. Við fylgdum ánni, og þegar við komum upp á brekkubrún, sáum við búðirnar í Kerlingarfjöllum. Skíðaskáli með svo bröttu þaki, að hann líkist bókstafnum A, stóð þar á skjólgóðum stað í dalverpi neðan við skíðaslóðirnar. Nær veg inum var skálinn,|sem við áttum að gista í. Allir flýttu sér út úr bílnum og seildust eftir farangri sínum uppi á þakinu. Það var nfst- andi kalt að koma út úr hitan- um í bílnum. í einu herbergi skál- ans, sem mér hafði verið sagt, að væri harla íburðarlaus, voru rekkjur meðfram veggjum og borð á gólfi. Þar var þægilegt fólk, sem kveikti þegar á lampa og olíuvél — méðal þess Haraldur Haralds- son, húsameistari úr Reykjavík, sem iðkaði fjallgöngur næstu daga. Ég fór niður í skíðaskátoiin, og kom þaðan aftur með mat, sem mér hafði verið ætlaður, og kaffi- fcönnu. Þessu deildi ég með sænsku stúlkunni. Þetta var greind stúlka, gulfreknótt í and- liti, hugfangin af náttúrunrii og sagðist oft hafast við ein sín liðs í kofa í skerjagarðinum úti fyrir Leginum. Hún hét Britta Lind- blad. Þegar við höfðum satt hungur okkar, fórum við niður í sfeíða- skálann. Hann var prýðisgóður og hitaður með vatiji úr laug, sem var skammt frá. Þar sat ungt, syngjandi fólk með gítara sína á gólfinu, og þar var dansað af slíku fjöri, að allt lék á reiði- skjálfi. Ef ég hefði verið yngri og ætlað mér á skíðaslóðir í Mið- Evrópu í stað þess að fylgja straumnum suður á Majorka (ég hef ekki stigið á skíði í tuttugu ár), hefði ég breytt áfcvörðun minni og kosið Kerlingarfjöll á íslandi og skíðaskólann þar, sem stjórnað var af þrem ágætum mönnum, sem allir kenndu íþrótt- ir í skólum landsins, auk einnar bóklegrar greinar: Valdimar Örn- ólfsson frönsku, Eiríkur Haralds- son þýzku og Sigurður Guðmunds- son sögu. Sumarlangt er nóg af snjó uppi í hlíðum Kerlingarfjalla, þótt ganga verði nokkurn spöl, sem ekki er bílfær. Okkur var nógu hlýtt, og við sváfum ágætlega í svefnpokunum í skála Ferðafélagsins, fórum á fætur klukkan sjö og brugðum okkur í bað — í ánni. Þetta var fagur sólskinsmorgunn, andvarinn fremur hressandi en hann væri napur. Sænska stúlkan kom á vettvang, og við gengum upp á fjallsöxlina, þar sem sá yfir dal- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 55

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.