Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 18
áður komið til hugar. Sveitapilt- arnir, sem komu I Laugaskóla á þessum árum, voru ekki mjög lífsreyndir menn, og sú regla gilti hjá skólastjóra okkar, að láta sér- hvern þeirra ráða krossgátur sínar sjálfan. Glíma mín í leit að far- angri mínum var einn þátturinn í því uppeldi. Laugardagurinn leið, og enn var sofið í gisnu loftherbergi i gisti- húsinu. Á sunnudagsmorgun var ekkj um það villzt, að vegir yrðu ekki bilfærir þann dag, en við átt um að koma í kennslustund í skól anum klukkan átta næsta morg un. Það varð þvi að ráði, að við skildum bílinn og útvarpstækið eftir á Húsavík, en öxluðum byrð ar okkar og legðum af stað gang andi suður i Laugar. Frá Húsavík að Laugum munu vera um fjöru tíu kílómetrar. Veður var orðið úrkomulítið, en sunnanstormur í fangið og hálka á vegum mikil. Heldur mun þetta hafa verið fyr irhyggjulítið ferðaleg. Enginn var á almennilegum gönguskóm, /eng inn hafði brodda á fótum eða staf i hönd. Án matar var farið frá Húsavík, og enginn nestisbiti var með í ferðinni. Ekki er ég viss um, að við höfum alltaf farið beina leið, þri að við reyndum að forð ast svellgjána og leituðum að auðri jörð, fjarri þjóðvegi. Dags birtan entist okkur stutt, svo að ég kann fátt af örnefnum að segja. Ég var þarna alveg ókunn ugur. Þó minnist ég að hafa far ið fram hjá bæjunum Saltvík og Laxamýri, en þar var Jón Þor bergsson að láta ærnar sínar á beit, og i dagsskímu fórum við í gegn um Aðaldalshraun og þar niður í einhverja leyninga, sem hraunið virtist auðugt af. Á Garði í Aðaldal áttum við skólabróður frá vetrinum áður. Sá hét Heimir Sigurðsson, og var ætlunin að nema staðar hjá honum og hvílast þar stutta stund. Við hittum Heimi á beitarhúsum, stuttan spöl frá bænum, og tjáðum honum, að við værum að örmagnast af hungri, en heim á bæ hans færum við ekki, nema hann ábyrgðist okkur spi-kfeitt hangikjöt að borða. Heimir fylgdi okkur til bæjar og bauð okkur inn í þverhús, sem hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja. f öðrum enda þess var litið eldhús með kolakyntri elda vél. f hinum endanum var svefn hús fólksins og tókum við okkur þar sæti á rúrnum, sem stóðu und- ir lágri súð sitt við hvorn vegg á húsinu. Meðan við hvíldumst þarna, sagði Heimir okkur kátleg- ar sögur, sem léttu okkur lund ina, og þreytan hvarf. Brátt kom húsfreyjan, Bergljót Benediktsdótt ir frá Auðnum í Laxárdal, inn með lítið trog, fullt af hangikjöti, rauð seydda pottbrauðsköku og smjör sköku á fjöl, en á eftir var okk ur borið skyr og rjómi. Ekki minn ist ég þess, að okkur væru bornir neinir lausir diskar eða hnífapör, en við röðuðum okkur kringum trogið og mötuðumst úr því með vasahnífum okkar. Engir veiziu- siðir voru þarna viðhafðir, en gest risni fólksins yljaði okkur inn að hjartarótum. Þarna tóku hraust ir og matlystugir sbólapiltar hressi lega til matar síns og skiluðu víst litlum leifum. Þessarar máltíðar minnist ég með meira þakklæti í huga en nokkurrar annarrar mól tíðar, sem ég hef annars staðar neytt. Er við fórum frá Garði, var myrkur að skella á, en veðrið var milt. Fram í Laugaskóla komum við seint um kvöldið, þreyttir og fótsárir, og trúað get ég, að við höfum átt húsmóðurinni I Garði í Aðaldal það að þakka, að ferð okkar endaði giftusamlega. Egill í Víðikeri var fyrirliði þess arar ferðar. Hann fór fyrstur af stað frá Húsavík um morguninn, var leiðsögumaður okkar um dag inn og varð fyrstur í hlað í Lauga skóla um kvöldið. Nú er hann lagður upp í aðra för, sem okkar allra bíður að leiðarlokum. Ég ef ast ekki um, að honum endist vel þrek á þeirri göngu. Á næsta degi átti ég símtal við afgreiðslu ríkisskipa í Reykjavík og fékk þar þær fréttir, að í pakk húsi afgreiðslunnar væri að veikj ast ómerkt og illa leikið koffort og sængurfatapoki. Mér tókst að sanna eignarrétt minn á þessu öllu, þar sem í því voru föt og náms bækur með nafni mínu. Otvarp Reyk^avík Sunnanáttin hélt áfram að fara mjúkum vindum um þingeyska dali og heiðar. Brátt leysti ísa af vegum og eftir fáa daga ók raf virkinn af Húsavík gamla Ford Egils ^Tryggvasonar í hlað á Laug um. Útvarpsstöngin stóra var reist sunnanvert við skólann, og útvarps tæki sett í suðautsurhorn A-deild- arinnar. Að kvöldi 21. desember 1930 barst fyrsta reglulega útvarps sendingin á öldum ljósvakans út um íslenzkar byggðir, og kom fram í fyrstu dagskránni þingeysk ur bóndi, Hallgrímur Þorbergsson á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem las sögu Jónasar Hallgrímssonar um það, þegar drottningin í Eng- landi fór að heimsækja kónginn í Frakklandi, og kóngurinn í Eng- landi og drottningin í Frakklandi, ásamt heimilisfólkinu öllu horfði hugfangið á, hvernig kóngurinn í Frakklandi og drottningin í Eng- landi fóru að því að leiðast heim túnið, sem var flughált og slétt eins og Hólmurinn í Skagafirði. Þá var mörgum Þingeyingum glatt í sinni, er þeir kynntust mætti þessa undratækis, og sumir sögðu, að vel hefði mótt heyra norður yfir heiðar, þegar Hallgrímur á Halldórsstöðum var að taka í nef- ið frammi fyrir hljóðnemanum i Reykjavík. En meðal hlustendanna í A-deildinni sat skólapilturinn úr Hornafirði og nærri gleymdi raun um sínum í fögnuði kvöldsins. Svo komú útvarpstruflanir til sögunnar og rufu allt samband á útsendingu ríkisútvarpsins. Þá lék strákurinn úr Hornafirði Gamla Nóa einhent á orgelið í A-deild- inni, en Kristjana kennslukona hallaði eyra sínu upp að útvarps- tækinu í þeirri von, að þetta gæti verið byrjun á messu hjá séra Bjarna. Einhverja næstu daga barst mér sú fregn, að koffort mitt og sængur fatapoki stæðu í eigin persónu f sláturhúsinu hjá Breiðumýri. Kaup félagið á Húsavík hafði ráðstafað þessu þangað, mér að kostnaðar- lausu. Nú var víst rokin úr kaup- félagsstjóranum þar þykkjan og þverúðin frá haustnóttum, og Ein- ar Olgeirsson kominn til Akureyr- ar og hættur að kynda verkfalls- glóðina'á Húsavík. Ég hélt þennan dag hátíðlegan með því að fá leyfi úr skólanum eftir hádegi. Bragi Sigurjónsson lánaði mér Laxa, gamla vagn- hestinn á Litlu-Laugum, ásamt kerru, út í Breiðumýri. Þótt dagur væri stuttur, sendi sólin nokkra geisla yfir heiðarnar í kring þenn- an dag. Þegar ég stóð frammi fyrir farangri mínum, var ég að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti að lesa honum lexiu fyrir allt gabbið og gjálífið að yfirgefa mig og þjóta suður í þéttbýlið og glauminn við 66 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.