Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.01.1968, Blaðsíða 15
/ Mannfagnaður é Laugum í Þingayjarsýslu. Af þessum h úsum mun ekki hafa verið búið að reisa annað árið 1930 en burstahús kvennaskólans. Aðalskólahúsið sést ekki á myndinni. gröf eða gufað upp úr lest skips- ins. Verkfallið á Húsavík lék mig og farangur minn allhart, þó hélt ég lífi og limum. En vetur- nóttahríðin var þó nærri búin að fara enn hrjúfari höndum um mann þann, sem skipulagði Húsa- víkurverkfallið. Var það ungur Akureyringur, sem síðar átti eft- ir að koma nokkuð við sögu ís- lenzkra stjórnmála. Hann hét Ein- ar Olgeirsson. Þegar Einar hafði lokið erind- um á Húsavík, lagði hann af stað landveginn til Akureyrar og varð samferða einhverjum piltum úr Þingeyjarsýslu. Munu þeir hafa farið á bíl eins langt og komizt varð, en snjór var kominn á heið- ar og vegir þar ekki bílfærir. Var þvi bíll yfirgefinn, þegar bílfæri þraut, og lagt upp gangandi í átt til Eyjafjarðar. Þegar upp á Vaðla- heiði kom, var brostin á stórhríð og gönguþrek Einars þrotið. Sam- ferðamaður Einars, Haraldur Jóns- son frá Einarsstöðum í Reykjadal, þá nemandi í Laugaskóla, tók Ein- ar Olgeirsson á arma sína og bjarg aði honum til byggða í Eyjafirði. Oft geta lítil atvik orðið snar þátt- ur í örlögum heilla þjóða, og ekki er ég í neinum vafa um, að hefði skólapilturinn frá Laugum ekki bjargað Einari Olgeirssyni til byggða í Eyjafirði í þetta sinn, hefði saga íslenzkra þjóðfélags- mála getað snúizt á aðra sveif en orðið hefur. Norðlenzku stórhríðarnar geta stundum orðið æði harðar og misk unnarlausar og lagt farartálma á vegi fólksins, sem þennan lands- hluta byggir. Því til sönnunar skal hér sögð örstutt saga úr skólalíf- inu: Það var einhvern tíma snemma vetrar, að illviðrl höfðu geisað í marga daga og hlaðið niður fönn. Rauðir hundar höfðu stungið sér niður í skólanum, og fóru einhverjir fylgikvillar í kjöl- far þeirra, svo að vitja varð lækn- is. Héraðslæknir var þá Haraldur Jónsson, af ýmsum kallaður íbsen, búsettur á Breiðumýri. Af einhverj um ástæðum hafði læknirinn meiðzt í fæti og átti mjög erfitt um gangvist. En þar sem vegir voru hvorkj bilfærir né hestfær- ir, var gripið til þess ráðs, að sækja lækninn á skíðasleða. Var það fremur auðvelt verk, því að milli Breiðumýrar og skólans eru ekki nema þrír til fjórir kílómetr- ar. Það var laugardagur með logn- kyrru lofti en mikillj fönn. Kennslutíma pilta var að mestu lokið um hádegi, nema í smiða- deild, en þar komust ekki að nema fara í gönguferðir í nágrenn inn var ónothæfur vegna harð- fennis og ekkert athafnasvið úti nema fara í g‘nguferðir í nágrenn ið eða þá að hressa sig ofurlitið á snjókasti. Þegar nemendur komu úr borðsal frá hádegismat, stóð skíðasleði fyrir dyrum úti. Á hann var festur lítill kassi og loðskinn ofan á til að hlýja setuna. Fjórir af færustu piltum skólans höfðu Nemendur á Laugum 1930 á gönguför að Brúum. Fremsfur fer „afinn' í skólan- um, Halldór Jónsson frá Völlum i Svarfaðardal. Fjórði maður fyrir aftan hann með enska húfu og göngustaf, er Konráð kehnari Erlendsson. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 63

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.