Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 10
dag suður að Bóndhólsskarði, sem er í fjallgarðinn á móts við Þeista- reyki, en þar er gangnamannakofi, og þar átti að gista næstu nótt. Hjarn var yfir öllu, og sá ekki á dökkan díl nema einstaka kletta, sem upp úr stóðu. Var því lítil von 'kinda, því þótt einhverj- ar hefðu verið á þessum slóðuiin. mundu þær ekki vera uppistandandi, enda urð- um við ekki varir við neitt lífs- mark nema hrafna. Skíðafæri var það hart, að skíðin mörkuðu ekki í snjóinn. Héldum við svo suður heiðina og gekk greiðlega. Þegar suður á móts við Bóndhólsskarð kom, stanzaði ég og beið eftir þeim, sem austar voru. Komu þeir von bráðar. Hiittum við svo aðra þrjá, sem næstir voru við okkur að vestan héldum svo upp í skarð- ið, og var þá farið. að snjóa í logni. En fram að þessu hafði ver- ið fjallabjart, en þykkt loft. Gerð- um við ráð fyrir, að hinir, sem vestan fjalla voru, væru komnir í kofann á uridan okkur, því að þeir áttu styttri leið. Þegar við komum þangað, var þar þó enginn maður, en þangað voru komnir nokkrir nestismalir," svo aðsjáanlegt var, að menn höfðu komið þar. Skildum við ekkert í, af hverju þetta stafaði. Við vorum þyrstir af göngunni, svo að við fórum í brunn, sem er fyrir neðan kofann að svala þorst- anum. En ekki vorum við fyrr komnir inn í kofann en brast á stórihrið. Skömmu seinna komu þrír menn, sem farið höfðu í Mælifells- haga sem fyrr getur. Voru þeir með nokkrar kindur, og settum við þær í kofann. Gátu þeir sagt okkur, hvað tafði hina. Um morg- uninn voru tveir ménn sendir frá Sæluhúsmúla með allt nestið á skíðasleða, og áttu þeir að fara beint á Þeistareyki og ekkert að hugsa um fjárleitir. Höfðu þeir lent í hrauni og brotið sleðann, svo að honum .varð ekki lengra komið, tóku svo það, sem þeir gátu borið, en það, sem eftir var, voru hinir að sækja. Þetta var um klukkustundargangur hvora leið, og lientu þej-r þess veg-na í byln- um. Komu þeir samt litlu síðar. Stórhríðin hamaðist á kofanum alla nóttina, og varð okkur ekki svefnsamt, því að kait var í hon- um. Þó munum við hafa sofið eitt- hvað, en urðuim að fara á fætur til að berja okkur til hita. Gerð- um við ráð fyrir, að við myndum verða yeðurtepptir næsta dag og þangað til upp birti. En klukkan að ganga tíu um morguninn, birti hríðinni upp. Var þá sn-arlega búizt til ferðar. Voru nú allir komnir að undanskildum einum manni, sem aldrei kom. — Þeir sem vantaði um monguninn, þeg- ar fyrst var sent í leitirnar, komu stuttu síðar — höfðu gist í Brekkna koti, sem er nokkru sunnar i Reykjahverfi en við vorum, og farið norðaustur heiði. Nokkur trippi voru á Þeista- reykjum, sem nú átti að taka. Bað gangnaforinginn Ingimar Stefáns- son í Hellulandi að sjá um flutn- ing á nesti og trippareksturinn, og mátti hann taka hvaða mann, se-m hann vildi sér til aðstoðar. Kaus hann mig. Aðrir tveir áttu að sjá um kindurnar. Við Ingimar settum a-llan flutn- ing í poka, bjuggum til langsekki, sem við settum svo á trippin, og bundum undir kvið. Rákum við svo allt stóðið, og gekk það sæmilega, þótt eitthvað hafi þurft að laga á fyrsta kastið, því að ekki voru hrossin vön böggum. . Gert hafði töluverðan nýjan snjó um nóttina, svo að skíði gengu ekki, því að þá þekktist ekki skíða- áburður, sem nú er notaður. Urð- um við því að kafa snjóinn, og var það þæfingsófærð. Nokkrar kindur f-undum við uim dagmn á svokölluðum Röndum, svo að kindurnar urðu alls nítján, jafn- margar og mennirnir, sem í göng- unum voru. Sóttist f-erðin hægt vegna færða-rinnar, 'Við hittumst allir við Gæsafjöll og urðum allir samferða að Geita- felli í Reykjahverfi. Þá bjó í Geita- felli Sigfús Björnsson, faðir þeirra Bjöms magisters og Halldórs ska-tt- stjóra. Hið fyrsta, sem Sigfús sa-gð’ er við höfðum heilsað honum var: „Eruð þið allir“? Verstu hr-íð hafði gert í byggð, og þá vissu allir, að verri hafði hún verið á afrétti. í Geitafelli skildum við eftir hross og fé, en allir, sem gátu, reyndu að ná hei-m til sín, því að við vi-ssum, að fólk mundi vera orðið hrætt um okkur. F-rá Geitafelli var um tveggja tíma gangur í góðu færi h-eim til mín. En nú var versta færð, þúfna- fyllir af snjó, og gangfæri upp á það versta. Heim kom ég klukk- an eitt u-m nóttina. Man ég ekki eftir að hafa verið þreyttari í ann- að sinn, búinn að kafa ófærð frá því klu-fckan að ga-n-ga t-íu um m-o-rg uninn. Tíðarfar til áramóta var sæmilegt, og um jól og nýár voru stillur og frostlítið. Þá var á Breiðumýri í Reykjadal sláturhús, útibú frá Kaupfélagi Þingeyinga, þar sem slátrað var fé úr upp- svei-tum Þingeyja-rsýslu. Kjöt va-r þá allt saltað í tunnur til útflutn- ings, og va-r það flutt á hestvögn- um til Húsavíkur. Tóku menn að sér að flytj-a kjötið, eftir því sem þeir höfðu hentugleika á. En vegna ótíðarinnar um haustið, höfðu flutninga-r tafizt. Sigimu-ndur heitinn í Árbót, föð- urbróðir minn, hafði tekið að sér að flytja nokkurt magn af kjöti, en átti e£tir að flytja sextán tunn- ur. Nú fengu allir, sem áttu kjöt- flutning eftir, ströng boð frá K.Þ. að flytja kjötið, því að von va-r á skipi til Húsavíkur til þess að taka það. Fékk hann því mig og tvo aðra með sér með hest og sleða, og fórum við 2. janúar í Breiðu- mýri til að sækja kjötið. Var sleða- færi svo gott, ísar og hjarn. að við tókum allt kjötið á fjóra sleða, fjórar tunnur á sleða, en hver tunna var tal-i-n ver-a þrjú h-undruð og tuttugu pund. Venja var að hafa þrjár tunnur á vagni eða sleða. Frá Breiðumýri fórum vig fyrsta daginn heim, annan daginn til Húsavíkur og þriðja daginn til baka heim. Þegar til Húsavíkur kom var skipið, sem átti að taka kjötið, á höfninni, svo að ekki mátti tæpara standa. Daginn, sem við fórum heim frá Húsavik, var þíða, en daginn eftir var komin norðanstórhríð, og stóð hún í marga daga með 20—25 stiga frosti. Þegar upp stytti. sást hvergi í auðan sjó fyrir öllu Norður- landi. Var hálf ömurlegt að líta til hafsins — all-t samfelld hvít breiða — óendanleg. Þá var unnið að kolanámi á Tjörnesi, og va-r kolunum ekið á sleðum eftir ísnum til Húsavíkur. Stillur voru oft eftir að ísinn varð landfastur, en þó gerði stór- hríð á milli. En f-rostið var mikið, fór yfir þrjátíu stig, og m-un hafa farið í þrjátíu og sex stig á Gríms- stöðurn á Fjöllum. Vandræði voru með geymslu á matvælum, því að fá hús voru upp- hltuð þá til sveita. Varð víða að höggva með öxi súrmat úr tunn- um, því að það botn-fraus í þeim. 154 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.