Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 19
riði Halgrímsson á Eyri og Ás- mundur, faðir Ingibjargar, sem kom vinnukona að Döium 1859. Ingibjöng þessi ílentist í Álfta- firði og giftist þar 18. október 1849 Filippusi Eiríkssyni frá Vet- urliúsum. Var hann kominn af séra Saió- moni presti í Berufirði, Björns- syni. Þau hafa víst verið fátæk, eins og fleiri á þessum tímum, voru vinnuhjú á ýmsum bæjum í Álftafirði, bjuggu al'drei, en eign- uðust sjö börn og leniti eitthvað af þeim austur á firði, Tvö dóu ung. Ein dóttir þeirra, Agnes, gift- ist Bjarna Háifdánarsyni, ættuðum sunnan af Mýrum, og bjuggu þau í Stekkjahjáleigu, en fóru þaðan 1886 að Bakka á Mýrum og áttu þá þrjú börn á tífi. Árið eftir að Ingibjörg kom að Dölum, kemur önnur Guðrún, dótt ir hannar, að Dölum sem fóstur- barn til þeirra Jóns Guðmunds- sonar, bónda þar, og Valgerðar Bjarnadóttur. Guðrún þessi Filipp usdóttir var fædd 3. desember 1847 á Kambeyrarstöðinni í Hofs- sókn. Hún ólst svo upp í Dölum hjá Jóni og Valgerði. Þegar hún er um tvítugt, eignazt hún dóttur með húsbóndanum. Hann er þá sextíu ára gamall og kona hans á lifi. Barnið var Ingibjörg, kona Árna á Eyrarstekk. Hún fæddist 16. janúar 1867 í Dölum. Það var efcki furða, þótt svona barn gleymdist. En þar sem ég veit, að svona hneyksilar ekki svo mjög nú, þarf hún ekki að vera falin leng- ur. Hún var hálfsystir Þorbjarg- ar, móður Jóns Ólafssonar, rit- stjóra. — Guðrún Filippusdóttir dó 24. febrúar 1882 í Merki í Fáskrúðsfkði. Ingibjörg og Árni giftust 21. júní 1887 og áttu etíefu börn, eitt dó fimm ára gamalt á Sævarenda, var í fóstri hjá Jóni, föðurbróður sínum, og hét Ásdís. Ötí þessi börn þeirra, sem ég þekkti og hef spurn af, eru dugleg og góðir þjóðfélagsþegnar, glaðvært og ynd isleigt fólk, og oft hef ég hugsað til þess, að gaman hefði verið, ef þetta frændfólk mitt hefði feng- ið að vera kyrrt á Eyrarstekk, að •alast upp í návist þess. Sjórinn hefur höggvið stórt skarð í þennan hóp, þvi að tveir eða þrír synir þeirra, sem atíir voru sjómenn, hafa drukknað. — Geta má þess vegna þeirra, sem TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ ekki til þekkja, að sonarsonur Árna og Ingibjargar er Jón Jóns- son fiskifræðingur. ★ Ég man, að oft kom árabátur innan frá Búðum, þegar óg var lítffl drengúr og á honum aðeins einn maður. Er mér alltaf minn- isstæður þessi árabátur, því að óg tók eftir því, að sá, sem á hon- um var, reri öðruvísi en aðrir. Hann reri löngum og seinum ára- togum, en bátnum miðaði samt ó- trúlega fljótt áfram. Þegar að landi kom, steig upp úr honum frekar títffl maður vexti, ekki þrekinn og ekki sem maður segir krafta- lega vaxinn. En hann var það, sem hann sýndist vera. Seinna heyrði ég það sagt eftir Þorsteini, afa mínum, að þessi maður hefði verið bezti ræðari, sem hann hefði haft með sér. Árabátarnir voru íþróttavettvangur hans tima. En Mtið fór þá fyrir verðlaunaveiting- um eða heiðursmerkjum. Þessi maður var Erlendur Jóns- son frá Eyri. Hann var þá venju- lega að sækja sér mjólk á flösku út að Eyri og fór oft í þessum ferðum sínum upp í Eyrardal til þess að leita að viðartáguin, sem hann riðaði úr körfur, þá list kunni hann vel. Voru til á Eyri margar slíkar körfur, sem hann gaf okkur, og fórum við í marga berjaferðina með þassa kjörgripi. Ég man ekki Erlend nema gaml- an mann, en okkur krökkunum fannst hann stundum hægfara. En honum lá ekkert á, hann dó held- ur ekkd úr flýtiski'ankleika nútim- ans löngu fyrir aldur fram. Hann dó á Búðum upp úr 1940, þá kom- Lnn hátt á áttræðisaldur. Mér verður Erlendur alltaf minn isstæður, og hef ég sjaldan aéð jafn góðmannlegan og barnslega hýran svip á manni. Kona Erlends var Málfríður Sveinsdóttir frá Kömbum í Stöðv- arfirði, og voru þau barnlaus, en ólu upp Helga, frænda hans, Árna- son. Móðir hans var Sigríður Helga dóttir frá Eyri, Indriðasonar. ★ Jón Jónsson frá Eyri bjó fyrst á Sævarenda í Fáskrúðsfirði, svo á Sævarborg. Var fyrst heitbund- inn Sigríði Björgu Halldórsdóttur, bónda á Sævarenda, Jónssonar. Hún dó áður en þau giftust úr berklum, og voru þau barnlaus. Jón giftist svo 2. október 1891 Guðfinnu Halldói'sdóttur frá Sæv- arenda (systur Sigríðar Bjargar). Þeirra börn voru: ' 1. Sigurbjörg, f. 26. ág. 1892 á Sævarenda — dó þar 24. des. 1894. 2. Guðjón, f. 12. jan. 1894 á Sævarenda. \ 3. Sigríður Ásdis, f. 15. ág. 1895 á Sævarenda. 4. Hatídór, f. 6. des. 1896 á Sæv- arenda — dó á Sævarborg 29. marz 1897. 5. Halldór, f. 9. april 1898 á Sævarborg. Guðfinna Halldórsdóttir dó á Sævarborg 9. júni 1899, en Jón giftist i annað sinn 25. október 1902 Arndisi Guðmundsdóttur. Hún kom 1901 frá Grindavík bú- stýra til Jóns að Sævarborg. Var ættuð þaðan að sunnan. Þau Jón foru til Ameríku 1903, voru búin að eiga eitt barn á Sævarborg, en það dó áður en þau fóru, en áttu fleiri börn í Ameríku, en með þeim fóru öll börn Jóns af fyrra hjónabandi. Jón dó fyrir mörg- urn árum, en Amdís var á tífi í fyrra, svo að ég vissi til, kom- inn hátt á níræðisaldur. Eftir að Jón og Arndís fluttust vestur, hafa þær atítaf skrifazt á, Arndís og Guðlaug, móðursystir mín, svo að það er ekki gleymt, þetta frænd- fólk okkar. Guðlaug dó í haust sem leið, en ég vona, að eitthvað ættmenna haldi bréfaskriftunum áfram í hennar stað. En ekki get- ur farið hjá því, að þetta fólk gleymist okkur hér, þegar timar tíða. ★ Indriði Jónsson var eina gam- almennið á Eyri, þegár ég var að alast upp. Hann bjó á Eyri alla sína ævi. Byggðj sér bæ á ein- hverjum víðsýnasta stað á Eyri, á háhotíinu Þá var orðið þríbýli á Eyri. Bjuggu sitt á hverjum bæ, systkinin. Indriði þurfti ekki að fara lengra til þess að sjá fegurð heimsins. Hún speglaðist fyrir framan hann á þeim stað, sem hann stóð á. Sá líka þaðan yfir atían Fáskrúðsfjörð, frá innstu döl um út á yztu nes, Skrúð, Andeyj- ar, allar ár og læki báðu megin fjarðar, nema yzt á Suðurbyggð. Ef hann hefði verið skáld, veit ég, að hann hefði skilið eftir sig alla þessa fegurð í kvæðum, ekki síður en frændur hans frá Kolfreyju- sbað. En hann skyldi ekki eftir 163

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.