Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 25.02.1968, Blaðsíða 12
Maður sá, sem sagt verður írá 1 þessurn þætti, hét fuilu nafni Vii'hedim VaJdimair Hansson, en var i dagJiegu tali jafnan kailaður Villi Hansarson, og verður svo gert í iþessum þætti. Viii.i fæddist á Hali'bjarnarstöð- um á Tjörnesi 7. febrúar 1854. Faðir hans var Hans Níels Níels- ®o»n, kaiUaði sig Níelsen, og fékkst hann við verzlunarstörf framan af ævinni og var verzlunarstjóri urn skeið. Móðir hans hét Hólm- fríður Guðmundsdóttir, Sveinsson ar frá Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi. Á unga aldri fluttist Villi með foreldrum sínum að Bangastöð- um, sem er yzti bær á nesinu austanverðu og tilheyrir Keldu- neshreppi. Þar andaðist móðir hans, og var Villi þá sextán ára giamali. Árið eftir fór hann í vinnu mennsku að Lóni í Kelduhverfi. Villi kvæntist aldrei, en var hér og þar, mest í Axarfirði og Keldu- hverfi, fyrst sem vinnumaður, en sdða-r lausamaður. Lengst var hann til heimilis að Lækjarseli í Ax- arfirði, fyrst hjá þeim hjónum Sigurði og Kristínu, sem þar bjuggu, og síðar þeim Birni, syni Siigurðar, og konu hans, Viiborgu Guðmundsdóttur frá Grjótnesi, og með þeim mun hann hafa fiutzt að Grjótnesi vorið 1906. Þegar Villi var á barnsaldri, varð hann fyrir því óhappi, að brennast svo illa, að honum var vart hugað líf. Mun hann hafa dottið í sjóðhei-tt vatn. Læknir sá, sem græddi hann, lét svo um mælt, að honum yrði varla sjúk- dómshætt upp frá því, ef hann lifði þetta af. Reyndist það og svo, að honum varð sjaldan misdægurt og tók hann ekki farsóttir, þótt hann væri á heimilum, þar sem þær geisuðu. Vílla er svo lýst, að hann hafi verið hraustmenni, hægur og stillt ur í finamkomu, greindur vel, trúr og ábyggilegur í öllu starfi og við- skiptum. Smdður var hann og hestamaður og nokkuð ölkær hin síðari ár, vinsæll og vel látinn. Eftir að Villi gerði9t lausamað- ur, voru srníðar hans aðalatvinna. Fór hann þá á milli bæja og vann að smíðum á heimilum, húsabygg- ingurn og fleira. Þóttu það jafn- an þarfir menn, er að slíku unnu, og voru eftirsóttir. Ratvís var Villi með afbrigðum og þótti næstum óskeikull á því sviði. Vil ég tilfæra hér eina sögu því til sönnunar. Eitt sinn að vetrarlagi var Villi við smíðar á prestsetrinu Skinna- stað í Axarfirði. Þar voru þá til heimilis Þórður læknir Pálsson og frú hans. Meðan Villi dvelst þar, ber svo við, að Þórðar er vitjað austan úr Þistilfirði. Milli sveit- anna, Axarfjarðar og Þistilfjarðar, er heiði alllöng, svonefnd Axar- fjarðarheiði, og var yfir hana að fara. Daginn, sem búizt var við lækni aftur, vestur yfir heiðina, brestur á aftaka stórhríð, þegar kom fram á daginn. Hélzt hún það, sem eftir var dagsins, og næsta dag. Verður nú kona Þórðar mjög ugg- andi um mann sinn, ef hann skyldi hafa lagt á heiðina, en um það varð ekki vitað, því að þá var ekki kominn sími. Á miðri heiðinni var sælu'hús og þótti mönnum ekki örvænt, að þeir læknir og fylgd- armaður hans kynnu að hafa náð í það, ef þeir hefðu lagt á heið- ina. Býðst Villi til að fara austur í sæluhús og vita, hvers hann verði vísari. Segir nú ekki af ferð hans fyrr en hann kemur austur í sælu- hús og eru þeir læknir og fylgd- armaðuí hans þar við góða líðan. Hafði Villi þar skamma viðdvöl, en hélt til baka aftur og náði heilu og höldnu niður í Skinnastaði. Þótti för ha-ns hin frækilegasta. Eitt sónn skeikaði Villa þó með ratvtsina. Komst hann þá í raun allmikla, ■ enda bar hann merki þeirrar ferðar æ síðan. En sú saga er á þessa leið: Vetuirinn 1880—81, frostavetur- inn svonefnda, var Villi við smíða- nám í Efiri'hólum í Núpasveit hjá Þórarni Benjamínssyni, sem þar bjó þá. Þá var póstleið frá Efri- hólum út yfiir svokallaðan Hóla- stig, um Grashól tii Raufarhafnar. Er það löng leið og slæm að rata í dimmviðrum, því að lítið er um kennileiti. Svo bar við í skammdeginu, að ViUii réðst tii að fylgja pósti út yfir Stíginn. Ekki er annars get- ið en þeim gengi vel út yfir, og leggur Villi af stað inn yfir Stíg- inn aftur daginn eftir. Brestur þá á hann grimmdar stórhríð, og lend ir hann framhjá bænum Efrihól- um og sömuleiðis bænum Kata- stöðum, sem stendur nokkru neð- ar. Berst hann út á svokaliaðan Klapparós, sem sprettur upp rétt sunnan við túnið á Katastöðum, og fellur til sjávar um einn kíló- metra sunnan við bæinn Brekku. Blotnar Villd þarna í fætur, en hefur sig þó til lands og heldur nú niður með ósnum, þar til hann bemur að netja'hjöllum frá Brekku, sem voru þar niðri undir sjónum. Þar sezt hann að og gengur þar um gólf um nóttina. Morguninn eftir er farið að hleypa út sauð- um frá Brekku, sem voru á beit- arhúsum niðri við sjóinn. Heyrir Villi þá hundgá og nær ti'l sauða- manns og fer með honum heim i Brekku. ar Villi nokkuð kal- inn á tám, en óskemmdur að öðru ieyti. Ekki lét Vili'i þetta á sig fá, en fór heim í Efrihóla og tók til við smíðanámið. Eftir áramót gekk hann svo inn á Húsavík, og þar voru teknar af honum þær tær, sem kalið höfðu. Þóttj_ Villi sýna hina mestu karlmennsku í þessu öllu. Hestamaður var Villi, eins og áður er sagt, og sóttist eftir góð- um hestum. Eigmaði'St hann tvö hross, sem þóttu bera af öðrum hrossum hér um slóðir og þó víð- ar væri leitað. rr SÖGUMAÐUR: STEFÁN KR. VIGFÚSSON 156 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.