Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 2
I Þýtur í skjönum Við höldum þjóðhátíð ár hvert hi'iin 17. júní — á afmælisdegi frelsistbetjunnar frá Hrafnseyri. Þá liefur miðbærinn allur verið gerður að einu sölutorgi, þar til i fyrra, að breyting varð á, og dansað á götunum í nóttleysunni eins og frægt er orðið iangt út fyrir landsteinana. Framvegis mun þó Laugardalurinn eiga að verða aðalvettvangur þessarar hátíðar. Giaðværð og fjör ber sízt að lasta, og að ósekju megum við ís- lendingar varpa fyrir borð þó noikkrum farmi af tregðu og hlé drægni, að minnsta kosti margir hverjir. Það er svo sanmarlega ekki nema ánægjulegt, gott og heilbrigt, að fólk gleðjist og fagni og syngi og dansi undir berum himni eina júnínótt. En þvi miður verður tæplega á móti því borið, að i nokkurt óefni hefur stefnt með þjóðhátíðina á undanförnum árum. Hún hefur oftlega tekið á sig næsta leiðinlegan svip, þegar fram á kvöldið kom og nóttina með stórfelldum drykkjuskap og ófögrum iátum eins og verða vill, þegar ölvun er áberandi í marg- menni Svo hefur þetta ekki alltaí ver- ið. Fyrstu árin fóru þessar þjóð- hátíðir vel fram, en það er á seinni árum, að sótt hefur í ann- að horf. Orsökin kann að vera sú, að sljóvgazí hafi sú tilfinning fólks þegar þessar þjóðhátíðir urðu ár- legur viðburður, að þá sami iiia dirykkjuskapur og dólgslegt at- ferli. Þjóðhátíð er ekki nein kjöt- kveðjuhátíð, þó að hún eigi vissu- lega að hafa á sér yfirbragð gleði og fagnaðar, þegar ekki er vá fyr- ir dyrúm í þjóðlífinu. En orsök þess, í hvaða átt hef nr stefnt með þjóðhátíðina, getur líka að einhverju leyti verið sú, bvernig til hennar hefur verið sitofnað. Það hefur viljað við brenna á hinum seinni árum, að verulegur hlnti þeiirrar skemmti- atriða, er efnt hefur verið til af háifu forstöðunefndarinnar, hafa ekki verið af þvi tagi, að þau glæddu þær kenndir, að þennan dag bæri fólki að gæta virðingar sinnar. Þar hafa þvert á móti oft vaðið uppi fáfengileg skrípalæti og flónskufyndni, ef fyndni skal kallast. Það skal enn tekið fram, að með þessum orðum er ekki verið að amast við glaðværð, held- ur hinni ömurlegu örbirgð andans, sem oft kemur svo berlega í Ijós hjá þeim, sem takast á hendur að miðla fóiki skemmtan, þar sem fíflskan virðist svo gjörn á að troða sér í sæti gamanseminnar. Sú var tíðin, að lokadagurinn var ein samfelld martröð í Reykja- vík Lýsingar á því má lesa í Reykjavikurblöðunum frá aldamót unum. Nú virðist víða um iönd, ekki sízt í hinum marglofaða, vest- ræna 'heimi lýðræðisins, mjög grunnt á uppþotum og óeirðum. Þetta fyrirbæri hefur ekki náð hingað. Jafnvel í verkfallinu í vet- ur var gætt þeirrar stillingar, að ekki bólaði á neinu þess konar. Hitt vitum við þó ekki nema jarð- vegur kunni að vera fyrir slíkt. Fréttir af slíkum atburðum í öðr- urn löndum hafa hér vafalaust á- hrif, og spellvirkin, sem hér eru þráfaldlega unnin á eignum manna, vekja grun um það, að hér séu hópar, sem ekki létu á sér standa, ef eitthvað slíkt bryt- ist út.:,Ef lokadagssvipurinn frá aidamótumum heldur áfram að færasf á þjóðhátíðina, gæti hæg- lega komið til ískyggilegra atburða af Mtilfjörlegu tilefni. Fyrir nokkrum árum voru upp- þot á gamlárskvöld nálega árleg- ur liður í áramótafagnaðinum. Með skynsamlegum úrræðum var þessu komið af. Hér eiga auðvitað ekki við sömu aðferðir. En það eru vafaiaust til úrræði til þess að stemma stigu við því, að á ó- gæfuhlið sigi með þjóðhátíðina. Þar er helzt til ráða að neita sér um skrípalætin og gera hana að hátíð þjóðlegs metnaðar, svo sem eðlilegt og rökrétt er um þjóðhá- tíð — gera hana að þjóðfagnaði, sem allir mega finna, að ekki hæf- ir að setja á blett með óviður- kvæmilegu háttalagi. Það er hlut- verk forstöðunefndarinnar að sníða henni búning, og' hún getur að sínu leyti lagt mest að mörk- um til þess að gefa henni þekki- legra svipmót en hún hefur haft sum árin. Ef forgöngumennina brestur, ekki vandfýsni og hug- kvæmni til þess áð Ijá henni fyrir sitt leyti virðulegan svip, án þess að þrengj i að heilbrigðri og æski- iegri glaðværð, er hins iíka að vænta, að aimenningur kunni vel að rr.eta slíkt. Mistök eru mannleg, og ekki stoðar að sakast um það, sem um garð er gengið- En það er óafsak- anlegt að vilja ekki snúa við, þeg- air í ljós koma mistökin. Það á að vera okkur kappsmál, að þjóðhá- tiðin í Reykjavík fái aftur á sig eins grómlaus'an blæ og hún hafði í upphafi. J.H. Prentarar og blaðamenn við Sunnudagsblaðið óska lands- mönnum gleðilegs sumars 290 TlMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.