Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 13
Synir Jóhanns bera voru báSir mjög gerviiegir menn, miklir vexti og fríðir sýnum, Bjarni öllu hærri, en Gísli þreknari. Var það margra manna mál, að þeim kippti í kynið að atgervl, og var Gísli talinn sériega líkur föður sínum. Um tíu ára aldursmunur var á þelm bræðrum. Gísli er til vinstri, en Bjarni til hægri. Friðriks, banamanns Natans Ketils sonar. Varð Gísli einn þeirra, er þrauikaði af hinn ægilega hörm- unga'vetur á Nýja-íslandi við Winmi pegvatn árið 1875—1876, en hörf- aði fljótlega brott þaðan og gerðist eftir nokkurn flæking, einn hinria fyrstu landnema í Hallsonbyggð í Norður-Dakóta, milli Svoldurs og Fjallabyggðar, og átti að konu Matt hildi, dóttur Niss Petersens, bónda á Njálsstöðum á Skaga- strönd, rak sveitaverzlun og flutt- ist að lokum vestur á Kyrrahafs- strönd. Vegnaði honum ekki nema miðlungi vel ves-tra og mun jafn- an hafa verið fátækur maður, en þó hvatti hann vandafólk sitt þess að fara að dæmi hans og flytjast búferlum til Norður-Dakóta. Fáum árum eftir vesturför Gísla færðu Jóhann og Guðfinna bú sitt vestur fyrir Þorvaldsfjall að Skarði á Vatnsnesi, þar sem þau bjuggu síðan til ársins 1883, að þau fóru einnig vestur um haf með ungt barn, sem Jóhann liafði eignazt fram hjá konu sinni, ásamt Bjarna Jóhannssyni, sem þá var kominn lítið eitt yfir tvítugt. Sett- ust þau einnig að í Hallsonbyggð i grennd við Gísla og fóru með honum vestur að Kyrrahafi, þar sem Jóhann Árnason átti elliár sín með síðari konu sinni, Elísabetu Jónsdóttur, sem ef til vill hefur einnig verið húnvetnsk. Jóhann beri mun hafa verið mað ur barngóður, þótt það yrði hlut- skipti hans síðari hluta ævinnar, að flest börn flýðu hann með hljóð- um. nema óvitar væru. Enda þótt hann fengi ekki sýnt sonum sín- um þann ræktarhug, sem honum hefur verið eðlilegur, þótti hon- um vænt um þá, og þeir þoldu að sýnu leyti mikla önn fyrir hann og höfðu sáran vorkennt honum auðnuleysið allt frá bernskuárum, er þeir hafa kannski feng’ð að vitja hans með ömmu sinni. þur sem hann lá í híði sínu í skemm- unni á Vigdísarstöðum. Var þeim ætíð hugleikið að létta honum raunir hans, þótt þeir féngju elrki að gert. Gísli hafði dvalizt áratug í Vest- urheimi, þegar vandafólk hans af- réð að fara að dæmi hans, og jafn- an haft annað veifið spurnir af hög um föður sins. Nú hafði hann skrif að Bjarna, bróður sínum, ottar en einu sinnf og beðið hann að hlut- ast til um það, að faði’ þeirra slægist í vesturfarahópinn, svo að hann þyrfti ekki lengur að hrekj- ast á vergangi. Þótti honum ekki örvænt, að til hins betra brygði um hætti hans í nýju umhverfi, fjarri öllu, sem á daga hans hafði drifið. En ekki var á visan að róa, þar sem Jóhann var. Enginn vissi, hvar hann var niður kominn, þótt lík- indi þættu til. að hann væri ein- hvers staðar sunnav lands. Leið svo fram undir vor 1883, að Bjarna tókst ekki að haía spurnir af ferð- um föður síns. Einhvern tima hinar fyrstu sun arvikur gerði Jngimundur bónc\ Jakobsson á Ctibhksstööum ferð sína til Reykjavíkur Vissi Bjarni af fyrirætlun hans og íékk honum í hendur bréf, sem hann bað hann að koma t veg íyrir föður sinrs, ef hann gæti spurt hann uppi á ferð sinni. En svo fór, að Ingi- mundur hitti eksi neinn, sein vissi, hvar bera man.nsins var að leita Þótti Ingimundi það illt, þvi að bæði uilni hann þura feðgum að hittast, ig þar að auki viss: hann, að mörgum manninum í Kirkju- hvammshreppi myr.di þvkja nokk uð við ldggja, að Jóhann bæri ekki undar, í þetta skipti. Varð það því þrautaráð Ingimundar að lýsa eftir honum í blöðum. Þegar Þjóðólfur barst út um landið með fyrstu póstferðu-uun eftir lokin, gat að lita í honum svolátandi á- varp frá bóndanum á Útibliksstöð- um: „Ég vil biðja hvern þann mann, er veit til ferða Jóhanns Bjarna- sonar frá Vigdísarstöðun. á Vatns- nesi, er lengi hefur verið á ferða- lögum syðra, að láta Jóhann vit.a frá Bjrrna, syni hans, sem nú er T I M 1 N N — SUNN«JDAGSBLAÐ 301

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.