Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 10
/ stjórnarforsetinn. „Ætlið þér að telja mér trú um, að öll fjárveit- ingin hatfi farið til þess?“ „Ónei, ekki beirit í torgið,“ kvak- aði forintuhirðirmn í Tandræðum. „Til hvers þá?“ „Eehhh........‘ ' „Áfram með það. Eittnvaö meira en stama.“ „Ef satt skal segja. . . ., þá hafa veiziurnar tekið sinn toll“. „Veizlurnar," mælti Paradi og glenrti upp skjána eins og hann hefð’ aldrei smakkað ætan bita á ævi sinni. Og undan hinu vaxtar- prúða yfirskeggi hans flæddi bros- ið um andlitið eins og ungar und- an vængjum móður sinnar. „Því er ekki að neita, félagi Par- adi — veizlurnar." Gjaldkerinn kínkaði kolli. „Hversu margar veizlur hafa verið haldnar síðan við hrundum Ko^útáætluninni af stokkunum?“ „Tuttugu og tvær, á tvö þús- und forintur hver.“ „Þá erum við sokknir," stundi bæjaryfirvaldið. skelfdur vegna þunga þeirr-ar ábyrgðar, sem hann bar á öllum þessum veizlum, af hvaða tagi sem voru. „Við getum ekki fengið líkneskju, sem kostar minna en áttatíu þúsund forintur, þótt hún svo væri gerð úr blá- grýti “ Honum kom til hugar að segja af sér embættinu og taka á sig sök á veizlunum. „Hvað getum við reist á miðju Kossút-torginu fyrir 2.500 forint- ur?“ spurði hánn sjálfan sig, Vik- ari og alla tilveruna. „Hvað? Kann- ski Herendvasa með áletrun til Kossúts hljóðandi um ódauð'legt þakklæti borgarinnar?" Vikari svaraði engu, hann var ■svo miður sín, að hann gleymdi í margar sekúndur að depla aug- unum. Allir vita, hvernig háttað er í litlum bæjum. Hin dýpstu leynd- -armál síast út meðal fólks — ekki síður en í stórborgunum. Jæja, þótt Kosgombok sé hvergi til, er hanr í engu frábrugðinn öðrum stöðum. Dagimn eftir kunni það maður manni að segja, að hér yrði engin Kossút-stytta reist, því að bæjarráðið hefði étið peningana. Efcki skal ég rekja slóð þessa orð- róms, en aðéins geta þess, að inn- am nokikurra klukkustunda birtist steinsmiður bæjarins, Gergely Ko- vatsoezy, 1 skri'fstotfu bæjanstjórn- airforseta og heitsaði honum sem hér segir: „Það þarf engin orð um þetta að haía, félagi Paradi. Ég veit um allt saman. Þið eigið aðeins 2.500 forintur upp í Kossút-styttuna.“ Forseti bæjarstjórnar reis ú sæti og hugðist fleygja innrásar- manni þessu.m á dyr með eigin hendi, en nimn lági, gildi, rauð- hærði og freknótti steinsmiður hélt áfram eins og ekkert væri: „Ég er kominn til þess að bjóða bænum hjálp mína.“ „Hvað?“ „Með þessa Kossút-áætlun,“ hélt Kovatsoczy áfrarn kuldalega. „Sann leikurinn er sá, að ég get útvegað bænum líkneskju af Kossút Tyrir þessa upphæð.“ „Þér?“ sagði bæjarstjórnarfor- setimn, og krepptur hnefi hans opmaðisit ein-s og landfestarlás á skipi, sem lætur úr höfn. „Kossútstyttu?“ „Já, einmitt.“ „Fyrir 2.500?“ „Hárrétt “ . „Ég býst við þér'haldið, að við getum sett gipshöfuð af Kossút hér á mitt tongið, og látið við það sítja9" „Alls ekki höfuðið eitt. Líkn- eskja í líkarrfsstærð.“ „Líkamsstærð?“ „Já. Og ekki úr gipsi.“ „Heldur hverju?“ „Marmara." „Ef þér hættið ekki að gera gys að mér, skal ég hjálpa yður út fyrir dyrnar." Engin breyting var sjáanleg á freknóttu og rólegu andliti s-tein- smiðsins við þetta óráðshjal vondr- ar samvizku. „Ekkert handalögmál hér, félagi Paradi. Ég hef sagt það, sem ég ætlaSi að segja. Líkneskja í fu'llri stærð af Kossút úr hreinum marm- mara fyrir 2.500 forintur. Gangið að því eða hafnið þér því?“ Paradi gamla fannst svo mjög til um sjálfstraust og öryggi stein- smiðsins, að hann afréð að heim- sækja Kovatsoczy í vinnustofu hans í útjaðri bæjarins. „Það er víst, að þér séuð ekki að gera að gamni yðar?“ mælti Paradi, e-r steinsmiðurinn opnaði hliðargrindina og rak burtu stór- an, hvítan fjárhund, sem ruddist til þeirra. „Ekiki ég“. „Og þéir teljið unnt að setja hana upp á torginu í næstu viku?“ spurði forseti bæjarstjórna.r með óttablandinni lotnimgu. „Nánar tiltekið í byrjun næstu viku“. „Þá hlýtur hún að vera næstum f'ullgerð?“ „Lítið eftir annað en lokafrá- gangur“. Þeir gengu fram hjá legsteinum og krossum ,á ýmsum stigum smíð- arinnar inn í insta horn vinmustof- unnar. Þar opnaði Kovatsoczy ryðgaðan hurðarlás og sparkaði hurðinni opinni. „Þarna er hún‘V sagði hann og benti inn eftir óræstilegri rusla- kompunni á hvíta marmarastyttu, sem sneri baki að dyrum. Bæjarstjórnarforsetinn þaut til að sjá líkneskjuna að framan. Hanr, rak upp óp, eins og fjár- hundurinn hefði læst tönnunum í ökla hans. „Hamingjan hjálpi þér, Kovats- oczy. Þetta er ekki Lúðvík Kossút — það er Franz Jósef“. „Það er rétt“. „Styttan, sem stóð fyrir framan menntaskólann fyrir stríð“. „Það e-r hún“. „Hvernig náðuð þér í hana?“ „Þér munið, hvernig þeir fleygðu öllum afturhaldsstyttum á sorphaugana hjá klaustrinu, þegar stríðinu lauk? Ég fann þær þar — þær lágu undir skemmdum. Hans hátign innan um hinar. Svo draslaði ég honum hingað, hélt kannski, að hann yrði nothæíur til einhvers einhvern tíma seinma“. Paradi virti Mkneskjuna vand- lega fyrir sér. „Þarna leidduð þér mig laglega á glapstigu Svo þetta er bara gamla styttan af Frans Jósef“. „Ennþá er hún það“, sagði stein- smiðurinn kaldur eins og gúrka. „En að tveim dögum liðnum verð- ur hún orðin af Kossút“. „Þessi?“ „Vitanlega. Allt og sumt, sem með þa-rf, eru dálitlar breytingar“. Steinsmiðurinn var orðinn ákafur. „Klæðnaðurinn getur verið ó- breyttur. Til allrar hamingju hef- ur myndhöggvarinn mótað hans hátign í borgaralegum fötum og á þeim þarf litlar umbætur að gera. Amdlitið veldur engum vandræð- um heldur. Sjáið þér til“, — hann benti á höíuðið. „Ég stytti skegg- ið otfurlítið hérna og lagfæri kampana þarna og þarna. Hárið meitla ég til eins og þartf og hinn aldraði heiðu'rsmaður verður svo 298 11 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.