Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 11
líkur Lúðvík Kossút, að hver ein- asti myndhöggvari í Búdapest öf- undar mig af honum“. Forseti bæjarstjórnar hlustaði með glampa í augum og sá mynd- breytinguna fyrir sér í huganum. Hann strauk um mjúkt yfirborð iíkineskjunnar. Marmari. Þetta igæti bjargað bænum, — og hon- um sjálfum ekki síður. „En verður þetta mögulegt", spurði hann alvarlega, „að gera þenna ónefnda að Lúðvik Koss- út?“ ■ „Þér getið verið alveg rólegur, félagi Paradi. Ég hef tuttugu og 'fimm ára reynslu að baki. Munið þér eftir Alapi lögregluforingja? Nú er hann orðinn að englum tveim á gröf biskupsins. Haldið þér, að engir séu snjallir listamenn nema þeir í Búdapest? Þeir eru nú líka til í Kisgombok, sem vita lengra en ref þeirra nær“ „Segjum það þá, allt í lagi“, mælti formaður rannsóknarráðs- ins og varp öndinni. „Haldið áfram, herra Kovatsoczy. Kannski það heppnist". Með það rétti hann steinsmiðn- um höndina, og steinsmiðurinn leit upp til himins. Honum datt í hug, að nú ætti kannski loksins fyrir honum að liggja að öðlast ó- dauðleika hér á jörð, eftir að hafa eytt svo til allri ævi sinni við að 'höggva legsteina. Víst gat þetta bundið endi á öll vandkvæði: Fyrir einar 2.500 for- intur var unnt að reisa líkneskju á Kossúttorgí — og það meira að segja marmarastyttu. En svona ein falt er lífið nú ekki. Paradi frændi var samvizkusamur maður. Og naumast var hann eini maðurinn í Ungverjalandi, sem hneigður var fyrir veizlur og skálaræður. Svo áhyggjufullur var hann út af frarn tíð fólks síns, að ekki var hann fyrr genginn út úr vinnustofu steinámiðsins en efi tók að ásækja hann. Gat verið svona auðvelt að breyta Frans Jósefi í Lúðvik Koss- út? Myndu fáein meitiilshögg nægja til að gera harðstjóra af Habsborgaraætt að frelsishetju? Nei,' sagði hann við sjálfan sig. Það var óhugsandi. Það hefur tek- ið mig heila sex áratugi að verða það, sem ég er. Og mi-kið hefur sonum mínum og sonasonum geng ið hægt að verða guðsbörn. Hafði hann gert rétt, þegar hann gek-k að tilboði stemsmiðsins? Hafði hann ekki verið að svíkja Kossút, hafði hann ekki varpað skugga á orðstír þessa ma-nns með því að bendlá hann við Franz Jósef? Hann var í þvíláku upp- námi, að hann gat naumast ein- beitt sér að mokkrum hlut, ekki einu sinni hinni yfirvofandi vígslu- athöfn á Kossúttorgi. Þriðju róttina, sem hann átti í þessu einvígi við samvizku sína, dreymdi hann, að komið væri að því að afhjúpa Kossútstyttuna. Torgið sindraði í sólarljóma. Þús- undir áhorfenda gleyptu í sig h-vert orð af vörum ræðumanns- ins, sem vitaskuld var hann sjálf- ur. Hljómsveit bókara hafði sam- einazt sinfóniuhljómsveitinni í Kis- gombok, og loftið titraði af tón- um lofgerðaróðsins til Kossút. Fán ar blöktu í blænum, og á þeim voru áletranir eins og: Vér tæm- um glös vor til heiðurs félaga Par- adi. Nokkru eftir að hjúpurinn hafði fallið af styttunni, hófst leiðinlegri hluti athafnarinnar. Hin göfuga mynd Kossúts gnæfði á miðju torg inu, og þúsundir handa lyftu glös- urn, sem voru barmafull af viskíi og sóda. Andartaki síðar höfðu þau verið kneyfð í botn undir dynjandi fagnaðarlátum. Þá kom hreyfing á Kossút. Hann steig eitt skref áfram og veifaði öldungs- hönd sinni til þess að þakka mann- fjöldanum hyllinguna. „Þakka ykkur, þakka ykkur, Ungverjar1', mælti hann með grautarlegum þýzkuhreim. „Þetta er allt ágætt. Wunderschön. Lengi lifi hið austuríska og ungverska keisaradænii“. Þegar Paradi vaknaði, þerraði hann svitann af enni sér og klædd- ist í snatri. Formleg afhending styttunnar hafði verið ákveðin klukkan níu í vinnustofu Kovats- oczys Hann náði þangað á slaginu Nefndarmenn voru allir þegar komnir. Faðir Kerpely úr sátta- nefndinni lýsti yfir því, að hann væri agndofa yfir hinu frábæra listaverki. Ritstjóri Kisgombokhnef ans sagði, að loksins væri þá til sú stytta af Kossút, sem öll þjóð in gæti verið hreykin af. Samu Dercske skólainieistari gat þess, að sköpunarsnilli Kovatsoczkys væri helzt ekki hægt að lí.kja við neitt annað en fornlist Grikkja. Þegar Paradi kom, hafði aðdá- unin á listave'rkinu liáð hámarki. „Látið oss nú heyra, hvað þér leggið til málanna“, mælti ritstjór- inn, þegar hann hafði heilsað bæj- airstjórnarfo'rsetanum. Paradi frændi starði og starði. Og því lengur sem h-ann horfði, þess ljósara varð honum, að stytt- an var vissulega nauðalik Kossút. Siá tími var liðinn, er hún var Franz Jósef, keisari. Setjum svo, að líkneskja okkar sé ekki eins fögur og sú í höfuð- borginni, hugsaði hann. En við eigum þó að minnsta kosti mynda- styttu. Og hér skal verða haldin veizla, því við höfum sigraz-t á aft urhaldinu Með þessari styttu höf- um við ekki einasta eignazt Koss- út, heldur höfum við einnig losað ok'kur við Franz Jósef. Undir niðri var honum þó ekki ró-tt. Hann sagði við konu sína og skælbrosti:/ „Það virðist svo, að sextíu ár sé ekk; nógu langur tími til að skaoa mann. En hvað get ég gerU Ég var aðeins skapaður af guði, en ekki af iiafnistórkostlegum mynd- höggvara og Kovatsoczy“. Jóhann Bjarnason þýddi. Menn hverfa af sjónar sviðinu, — fróðleikur fýh ist Það eina sem qetur varðveitt hann, er hið rit aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetta • nuga, þegar þeir komast /fir fróðleik eða þekkingu, >em ekki má glatast. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 299

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.