Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Page 7
vænleg, blíðlynd og góð og hét Þorgerður Jó'nsdóttir (Halldórsson ar, Fálssonar), verið komið fyrir í Hvammi. Það er næsti bær við Haukagil, örstutt bæjarleið á mrUi. Svo er það seinni hluta dags þann tóifta desember 1871 í svælings- byl og slæmri færð, að bóndinn í Hvamimi kemur að Haukagili, isegir, að nú hafi Þorgerður tekið léttasóttina 'og biður Ingibjörgu, eiginkonu barnsföður hennar að fcoma og taka móti baminu. Það sé ekkert hægt að komast í þess ari færð og veðri. Og það verður úr, að hún fer. Ingibjörg amma sagði mér þetta sjálf og það með, að hún hefði í raun og veru ekkert af sér vitað alla leiðina, aðeins séð í einhvern svartan vegg, hvert sem bún leit. En þegar hún kom í hlað- ið í Hvammi og heyrði hljóðin, sem þangað bárust, rankaði hún við sér og vissi, hvert hún var fcomin og til hvers. Síðan gekk allt, sem kallað er, vel og drengurinn fæddist þann 13. desember. En hin — unga, jóðsjúka kon- an, sem inni beið, hvað hugsaði hún, hvernig varð henni við? Um það heyrði ég aldrei. Var nokkurn tíma spurt um, hvað þær hugsuðu, Iþsssgír ungu, hriá«u eg safehiteu dægrastyttingar stórbændanna? Þetta er mikil skírlífisætt, máttu balda! En Ingibjörg amma elskaði pabba eins og sinn eigin son. Enda var hann stórgáfaður og fallegur maður. Já, ég ætlaði að rifja upp það, sem amma sagði mér frá Reykja- Vík, eins og hún var um 1850. Hún var á heimili frænfcu sinnar, Sigríðar Jónsdóttur Vídalín, ekkju Siguæðar landfógeta Thorgrímsen. Hjá þeim var Jón Sigurðsson í fcosti á sumrin, þegar hann kom til þings. Það var alltaf sagt „for- setinn“ og „frú Ingibjörg." Ég verð að skjóta hér inn í, að ég held efcki, að forsetinn hafi staðið einn í sinni baráttu. Við höfum haft bölvaða þrælkunina í blóðinu i margar aldir, en það er sauðsvörtum aimúganum til sóma, hvað hann átti þar mikil ítök. Amma leit tafcmarkalaust upp til þeirra. Hvað gjafirnar, sem þau færðu Thorgrímsens-fóMnu fiá Kaup- mannahöfn voru valdar af mikilli huguisemi og smekkvísi! Einu sinni var verið að bera inn diskana, þegar yfirvinnukonan tók disk af undirvinnukonunni með þessum orðum: Sórðu, hvað súpan er illa síuð, manneskja! Það er jurtablað þarna á barminum á disknum forsetans. Hvað heldurðu, að hún fni Ingibjörg hugsi, ef hún sér þetta? Takið eftir, frú Ingibjörg, ekki forsetinn, enda hefði honum ví'st verið sama. Amma kom til Reykjavíkur að vestan og fannst margt skrýtið í bænum. En það var svo sem margt skrýtið* fyrir vestan líka. Á einu heimili við Djúp var ka'ffihitun hagað svo: Fyrst var hellt upp á handa húsbændunum, næsta uppá helling fékk formaður báts, sem þarna var gerður út, þar næsta uppáheliling börnin húsbændanna, svo vinnumenn, þá vinnukonur, þá flökkukindur, ef einhverjar voru. Síðast kom röðin að niðursetunum. Og alltaf var hellt upp á sömu baunirnair. Jæja, en það var þetta með bæjarbraginn í Reykjavík. Sigurð- ur Breiðfjörð var þá nýdáinn. og ekki háitt skrifaður hjá fína fólk- inu. Nú voru hvorki afi né amma mjög hrifin af rímum, en amma var ófeimin við að halda fram kveðskap Sigurðar. Fóstra hennar, frú Thorgrímsen, gerði lítið úr. Einn dag er frúin lasin, leggur sig og sofnar, og þegar hún vaknar aftur, Hður henni miklu betur og segir: „En hvað þessi blundur hressti mig!“ „Jó,“ segir amma mín, „það hef- ur farið fyrir yður eins og stendur i vísunni: Ó, hive blundui- aumstaddan unaðsmundum vefur, það er undur, hvernig hann heillastundir gefur. „Þetta er alveg satt. Eftir hvern er þessi fallega v4sa?“ svarar frú Thorgrfmsen. „Sigurð Breiðfjörð,“ segir amma. Og frúin féllst á, að margt væri laglegt eftir hann. Mig minnir, að hús Thorgrím- senshjóna hafi staðið við Austur- völl. Það er hreinasta skömm að ég skuli aldrei hafa gáð að því, eins og ömmu þótti vænt um þessa fóstru sína, en svona er það, stund- in sem er að líða á alltaf svo mik- ið erindi við mig, að ég gleymi öðru. En; meðan Alþingi stóð og forseti var heima áttu óteljandi menn af öllum stöðum og stétt- um erindi við hann. Meðal ann- ars margir bændur, sem voru þá í ferðum í Reykjavík og tjölduðu. Þeir voru náttúrlega misja'fnlega, já, og mest illa klæddir. Forset- inn neitaði engum um viðtal, og kom vinnukonunum þar með í nokkurn vanda, því ekki var til þess ætlazt, að hver sem væn kæmi inn í búsið, að minnsta kosti alls ekki framdyramegin. En hvar átti að draga markalín- una9 Þær tóku það ráð að l'áta fótabúnað skera úr. Þeim er voru vel skóaðir var boðið um firarn- dyrnar, en skinnsokkalýð bleypt inn bakdyramegin. En forsetinn talaði eins við alla, hvernig sem skæðin voru. Mér datt í hug seinna, þegar ég sá fornkvæði Jóns Sigurðsson- ar og S. Grundtvigs, hvort Jón hefði ekki fengið eitthvað í þá bók með viðræðum í Thorgrfmsens- húsi. Það var mikil stéttaskipting í ÍReykjavílk þeírra dagia. Eimdi lengj eftir af þeirri venju, að stúlkur af „betri“ heimilum mættu ekki láita sjá sig á götu með vinnu- fconunum, né heldur koma á dans- leiki, þar sem vinnukonur dönsuðu. Sigurður afi og Ingibjörg amma gátu vissulega talið sig í hópi „betra fólks“, en amma hafði ó- venjulega næman skilning á kjör- um og högum lítilmagnans. Eina vísan hennar er gerð til að hugga lítið og munaðarlaust bam. Barn- ið hafði fengið lítið, mislitt meðala- glas, og var fjarska glatt yfir þess- ari gjöf. Einhver nærstaddur gat ekki unnt munaðarleysingjanum þessarar litlu gleði og tók að stríða þvi, tómt glaskríli væri ekki til að gleðjast yfir. Og barnið fór að gráta. Örnmu hitnaði svo innan rifja, að hún kvað: Glasið lítið ekki er, ef það mýkir trega. Bið ég, að það þlessist þér, bamið elskulega. Þetta er kannski efcki mikill skáldskapur, en betra ort en óort. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 295

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.