Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 17
Þær eru orðnar tangþreyttar á því að bíða meS þrá í brjósfi og hendur í skauti eftir þeim manni, sem frelsi þær frá tilgangsleysi einverunnar. Þess vegna hafa þær snúið sér til hjúskaparmiðlunar Altmanns í Hamborg, er hefur þær á boðstólum og leitar þess manns, sem svipað er ástatt um. svimaði af einskærri gleði, þegar honum varð hugsað um allan þann sæg. sem streymdi zum Standes- amt fyriir tilverknað hans og gervi- heilans við Hanns-Henny-Jahnn- Weg í Hamborg. Hann gekk þess ekki dulinn, að þjóðirnar hlutu mörg svöðusárin í styrjöldum, eink Uin þær, sem Iutu i Iægra haldt en hvílík guðsblessun, að til skyldu vera ráð að græða sárin og svæfa harmana og hugga ekkjurnar. Undir þessum orðræðum öllum hafði herra Waldteufel öði‘u hverju gotið augum á hringinn á baug- fingri mínum. Hann visSi, að hér rœddi hann við heilbrigðan, sem ekki þurfti læknis við. En það dró ekki úr ákefð hans við boðun fagn aðarerindisins. Þetta var maður, sem lifði og hrærðist í því starfi, er hann hafði tekizt á hendur. Seinna heyrði ég álengdar, hvernig hann flutti mál sdtt, þar sem veiðilíkur voru: Kostenlos und unverbindlieh, gratis und ohne jedes Risiko, mátti biðja Altmanns- stofnunina að ráðgast við gervi- heilann góða. Og nú voru á lofti syrpur af myndum af fríðleikspilt- um, barngóðum og geðspökum og líklegum til að fara vel í rúmi. Við auðheyranlegt andóf harðnaði ræðan: Það var ekkert vit i því að slá hendinni á móti gæfu sinni, þegar hún beið á næsta leiti: Heute, hier und jetzt, reicht Ihnen das Schicksal die Hand. Sohlagen Sie ein! kommenheit in der Wahl des ide- alen Partners, dass ein noch höh- eres Mass an Harmonie kaum noch denkbar ist. — Gerviheili, maður, sagði hann, — hér sjáið þér, hvað þeir hafa sagt um okkur: Heilbronner Stimme og Nurnberger Zeitung. Og Neue Ruhr — Zeitung: Eine elektronische Datenverarbeitungs- masohine mit der Erfullung des Traumes nach dem Gliick . . . . Hámark tækninnar í hjúskapar- miðlun, lífsnautn og hamingja á færibandi, öryggi til handa ein- mana fólki. Fjörutíu af hundraði allra, sem gerviheilinn velur, eru komnir í farsælt hjónaband inn- án skamms tíma. Sem ég heiti Heinrich Waldtéufel. Þessi ágæti erindreki lét dæl- una ganga langa stund með öll- um þeim sveiflum og hnykkjum, sem heyrðu til slíkri ræðu. Hann margítrekaði, hvílíkur gæfumað- ur hann væri að hafa komizt í þetta starf. Hann dró jafnvel í efa, að trúboðarnir í Afríku létu jafn- 'mikið gott af sér leiða og hann, og kvaðst hann þó vera trúmað- ur og sækja kirkju sína í Ham- borg, þegar hann gæti því við komið sökum annríkis. Áður fyrr hafði hann selt þvottavélar og kæli skápa og raunar einnig fengizt við kjötverzlun um skeið, og þótt hann hefði haft mikla ánægju af því, kornst það ekki í hálfkvisti við þá Mfsfyllingu, er hann hafði öðlazt við hjúskaparmitttimina. Hann T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 305

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.