Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Side 4
Áttatíu og fjögra ára gömu! mynd af íslenzkum bóndabæ, mann- félag í hnotskurn, sjálfsfullnægjandi heild með hlutverkaskiptingu, ólíkum persónuleikum, niðurbældum ástríðum. Fólkið stendur á hlaðinu cins og leikendur á sviði, en tjaldið er löngu, löngu fallið. Við fengum sonardóttur stórbóndans á prins-Albert-frakkanum ti! að lyfta því á ný... Rætt við Svövu Jónsdóttur frá Haukagili — Segðu, að ég sé að verða sjötug. „Þegar ég man fyrst eftir mér, ótti ég heima í Selhólum.“ Svona minnir mig, að Sigurbjörn Sveins- sion byrji sína yndislegu bók, Berniskuna. En þegar ég man fyrst eftir mér, átti ég heima á Hauka- gili í Hvítársíðu hjá afa mínum og ömmu, í Suðurhúsinu, þar sem 'þau voru að nokkru sjálfra sín. Þegar ég fer að muna vel eftir þeim voru þau komin hátt á átt- ræðisaldur, afi, Sigurður Jónsson, fæddur 1830, en amma, Ingibjörg Árnadóttir, Geirssonar góða Vida- láns, var fædd 1831. E'kki var ofsögum sagt af þvi, að ég bjó við mikla ástúð, eftirlæti og áhyggjuleysi á þeim árum. En langt er síðan ég skildi, að hjá afa og ömmu, sem slepptu mér lengi vel ekki úr augsýn, lifði ég í hiUigarheimi horfinnar aldar. Ég mótaðist svo mikið af gömlu hjón- unum, að ég gæti alveg eins ver- ið fædd árið 1802 þess vegna. En mú á ég sonardóttur fædda 1967, svo að þú sérð að kunningjar miinir hafa verið á ýmsum aldri. Og þú skalt ekiki trúa neinum, sem segir: Heimur versnandi fer. Það var miklu, miklu erfiðara að lifa hér áður fyrr. Ég get sagt þér eitt Mtið dæmi í sambandi við hana mömniu, Guðnýju Jónsdóttur. Foreldrar hennar bjuggu á Múla stöðum í Flókadal og áttu fjögur börn, mömmu yngsta. í nóvember, árið sem hún er þriggja ára, drukknaði faðir hennar. Þeir voru níu, sem fórust á bátnum, afi elztur, 56 ára. Það hefur ekki ver- ið skriíuð sannari lýsing á því en í Vistaskiptum Einars H. Kvarans: „Með honum fóru öll úrræði í sjó- inn nema sveitin.“ Eftir þetta hörmulega slys spyr enginn að því, hvo,rt ekkjan treysti sér að þræla svp mikið með að- stoð bairnaajll, að þau gætu öll verið samamá jörðinni. Hún hafði verið talin tveggja manna maki við útivinnu — þau afi voru upphaf- lega fátæk vihnu'bjú. Nei, eftir hátíðir er bara komið, búið skrifað upp, ekkjunni sagt, að hér verði haldið. uppboð í vor og börnunum komið fyrir á sveit- arinnar kostnað, — ja, þetta var siðurinn. .... Þegar þessi sýstkini voru orðnar gamlar og lífsreyndar manneskjur, þá kom þeim saman um, að þeirira gleði hefði farið i sjóinn með föðumum, og aíit, sem var „maninsæmandi“. Sjáðu, þegar hann drukknar er elzti btóðirinn fermduir og búinn að taka út nokk- urn vöxt og er heldur í stærra lagi, næstelzta systirin er í meðal- lagi, en mamma og næstyngsta systirin eru skelfilegar pinur, um 150 sentimetrar á hæð. Þó voru þær ekki sveltar viljandi, það var bara þessi hræðilegi munur. Og mamma óx upp og varð vinnukona á Akranesi, og þar kynntist hún pabba. Hann var óg- urlega fallegur maður, sem ástin blómstraði kringum. Satt að segja var ég ekki sérlega velkomin í heiminn. En vorið sem afi hætti að búa, 74 ára gamall, fluttist pabbi heim að Haukagili . til að taka við jörðinpi, og þá fylgdumst við mamma með honum. En það snýst svo,' að um haustið fór mamma aítur. Hún átti þá enga nótt vísa og skildi mig eftir í fanginu á ömmu ... Ja, hún varð vinnukona í Reykja- vik Hún kom aftur og sótti mig, þegar amma var dáin, Seinna sagði hún mér, að árin, sem ég var á Haukagili, hefði hun aldrei sofnað ári þess að biðja.guð um að fá að hafa bannið sitt bjá sér. En ég var bara krakkakjáni og það tók tíma fyrir mig að kynnast og læra að meta þessa ókunnugu konu, sem allt í einu var orðin 292 T í M I N N —■ SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.