Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Qupperneq 6
mamma mín. Jú, gamlar konur mega segja einstaka sannleiks- korn. En við skulum ekki fara til Reykjaivíkur strax, heldur skoða okkur betur um hjá afa og ömmu. Eigum við ekki að skoða gömlu Haukagilsmyndina? Áttatíu og fjögurra ára gömul mynd af íslenzkum bóndabæ, mannifélag í hnotskurn, sjálfsfull- nægjandi heild með hlutverka- skiptingu, óUkum persónuleikum, niðurbældum ástríðum. Sigfús Eymundsson tók mynd- ina sumarið ici84 og yzt til vinstri er Sólveig kona hans, og er hún utan þessarar sögu. Næst kemur Ingibjöirg amma mín. Þetta er eina myndin, sem til er af henni, en þá hefur endilega orðið að hoppa kettlingur upp í fangið á henni um leið, og hún metið meira að hlynna að honum en taka sig út. Hún yar fingerð og hefði sómt sér hvar sem var. Og hjá henni stendur Sigurður afi, í prins Albert-frakka úr íslenzku vaðmáli, sein orðið var grænt af el'li, þegar ég man eftir. Húfan er líklega úr svörtu lambsskinni. Fjarska glæsilegur maður. Svo kemur lítil stúika, Margrét Helga- dóttir, síðar miðkona Einars Ingj- aldssonar á Bakka á Akranesi, en dó af barnsförum. Pabbi sá mikið eftir henni og orti eftirmæli um hina. Þau voru á líkum aldri, en hann var ekki á myndinni, hann var að sækja hesta. (Sigríður hálf- systir hans. giftist þetta vor, þá átján ára' gömul, og er flutt í Borgarnes ásamt uppeldissystur sinni, Kristínu Jónsdóttur Sveins- sonar. Kristín.var áreiðanlega kær- ust ömmu og afa af öllum þeim möigu börnum, sem fyrr og síð- ar voru á Haukagili, og Sigríður leit á hana sem systur sína og kallaði hana aldrei annað. Yngsti sonur Kristínar er Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli.) Þá , eru það vinnumennirnir. Helgi ’kaupamaður og svarti hvolp- urinn hans, næst Pétur Illugason kaupamaðui af Seltjarnarnesi, ým- ist kallaður Pétur stóri eða Pétur sterki. Þriðji er Jón Sveinsson fjár- maðnr, og traustasta stoðin undir búi afa. Góðir fjármenn voru eftir- sóttir vegna „enska gullsins11, sem fékkst fyrir kindumar, pg Jón var einstakur. Til dæmis má segja frá því, að á veturna, þegar pest- in var komin í féð og lágu á hverj- um morgni ein eða fleiri dauðar ær í húsunum, tók Jón svo nærrí sér að ganga til fjárins að hann hafði allt á hornum sér og var varla mönnum sinnandi. Hjá Jóni er Bjarni sonur hans. Lengst til hægri eru vinnukon- urnar. Fyrst Þóra, þá Málfríður stóra Benjamdnsdóittir. Hún er með skott húfu, því hún var í bænum, í mjólkinni, hleypti skyr og bjó til _osta. og þá tilheyrði að vera dálít- ið uppábúin. Þá er Vigdís Jónsdóttir frá Norð- tungu, þarna tvitug stúlka, en gift- ist seinma Sigmundi í Görðum á Akraneisi og varð mikil ættmóðir. Fjórða er Guðný. Hún kom átján ára að Haukagili og dó þar um sjötugt. Ömrnu þótti vænzt um hana af öllum sínum hjúum, því hún gerði öll þau verk, sem hin vildu ekki vinna — var í fjósinu á vetrum, malaði korn í þungri steinkvöirn og sat hjá kvía-ánum á sumrin með smalatik, sem hún vildi aillitaf hafa kjömmótta. Tíkin er þarna á myndinni hjá henni. Guðný var fyrsta manmeskja, sem ég sá deyja. Hún var mér afskapleiga góð, en þótti mikill galli á mínu uppeldi, að amma fékkst ekki til að flengja mig. Hún átti sárfáai' kindur, sem hún sendi ullina af í kaupstaðinn á vorin. Þá lét hún all'taf kaupa eitthvað handa mór, yenjulega fallegt rauitt sápustykkr Miðað við efni hennar hef ég ekki fengið stærri gjiafir um ævina. Hún hafði verið alin upp við ó- skaplega kröpp kjör; og hún gift- ist aldrei. En áður en hún /kom átján ára að Haukagili hafði hún átrt barn, en misst það einhvem veginn kornumgt, ég held það hafi dáið. Á þeirra tíma mælifcvarða tald- ist Haukagil til efnabæja. Fyrsta orgelið, sem í sýsluna kom, á ó- breytt bændaheimili, held ég áreið anlega, að hafi verið hjá afa. Hann spiíaði lög. eftir Jónas Helgason og þá bræður. Hann las afar mikið, og átti heilan vegg af bókum. IJann keypti Þúsund og eina nótt, held ég, árið sem hún kom út. Og oft þegar ég er að skoða bæk- urnar, sem Sigurður Benediktssion ætlar að bjóða upp, þá er eins og ég fái sting í brjóstið, ég sé bók, sem ég man svo fjarska vel eftir úr Suðuirhúsinu. Afi var einn úr stórum systkina- hópi á prestsetri fyrir norðan, Veikindi móðurinnar og fleiri erf* iðleikar vörpuðu skugga á, og þunglyndi sótti að þessum systkin* um, þótt þau .virtust glaðvær.-Að- eins einn bræðranna hóf lang- skólanám, en Ienti í pereatinu og var meðal hinna fáu, sem ekki * áttu afturkvæmt í skólann. Afi þurfti snemma að fara að sjá fyrir sér sjáifur, og lærði söðlasmíði í Reykjavík, en bókfýsi hans var mjör áberandi. Ég var fimm ára minnir mig, þegar hann missti sjónina á einu sumri. Skrifaði bréf um vorið, en sá ekki aðgreining dags og nætur um haustið. Það gekk mér til hjarta, þegar hann staulaðist blind- ur fram í stofu að spila og raula á orgelið, venjulega einhverja lof- dýrð til sólarinnar. Hann hafði áður oftsinnis sagt: „Hefði ég ekki trúað á Krist, hefði óg orðið sól- dýrkandi.“ Blinda afa var fyrsta sálræna á- fallið, eins og það myndi heita á nútímiamáli, sem ég varð fyrir. Ég fór dag eftir dag á ákveðinn stað upp með bæjarlæknum til að biðja guð að gefa honum sjónina aftur, þá þekkti ég ekki efann, og var alltaf jafnsannfærð, þegar ég hélt heimleiðis, að nú hefði ég hlotið bænheyrslu, og bærinn mundi kveða við af fögnuði og undrunarópum yfir kraftaverkinu, sem hafði gerzt, En bærinn og Suðurhúsið heilsuðu eins hljóð og þegar ég fór, en skugginn varð þyngri, þá spurði ég víst í fyrsta sinn. hvers vegna, ó, hvers vegna. Þau töluðu mikið við mig, afi og amma, kannski vegna þess, að þeim fór af ýmsum eðlilegum á- stæðum fækkandi, sem þau höfðu við að tala. Og um hvað töluðu þau. Ja, um bækur og menn, amma einkum um menn, afi um bækur. Amima, ja, raunverulega var hún ekki mín rétta amma. Ung vinnukona á bænum hafði fallið fyrir afa og þótt hún skildi pabba eftir og færi til Ameríku með ágætum manni og fjórum börnurn þeirra, þá er ég ekki viss um, að hún hafi nokkurn tíma gleymt afa. Hún kom aftur til íslands fjörgömul, eins og fáguð og skírð af áratuga sorg ... Af fæðingu pabba er sérkenni- leg siaga. Þegar Ijóst var, að hverju dró, hafði vinnukonunni, sem var mamn 294 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.