Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 18
Útsýn frá Melrakkanesi suður yflr Álftafjörð. Ljósmynd: Páll Jónsson. PÁGUR OG STEINUNN Á MELRAKKANES1 Mirrai gamals fólks er undarleg ruslakista. Sé hún opnuð og rusl- að til í henni, kemur margt í ljós, er lengi hefur legið gleymt og graf ið, en er þó bæði forvitnilegt og ánægjulegt, er það kemur aftur í leitirnar. Þannig er það, er ég rifja upp endurminningar mínar, að i hugann koma ýmsir atburðn frá löngu liðnum dögum, og ég sé fyrir mér karla og könur, jafnvel heil heimili. Sumar myndirnar ei-u skýrar, en aðrar óljósar — sumar eru gleðigiáfi, en aðrar dapurleg- ar. Það er margs að minnast, þótt ekki sé r'arið lengra til síðustu aldamóta. Við skulum bera niður árið 189Q. er ég fluttist nýfermdur .frá Bæ i Lóni að BragðavöHum I Geit- hellnahreppi. Um sama leyti hófu þar búskap á Melrakkanesi hjón- in Dagur Jónsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Bragðavellir og Melrakkanes eru nábýlisjarðir og eiga sameiginlegt afréttarland, svo og göngur haust og vor, og heim- ilisfólk á þessum bæjum hafði einnig margt saman að sælda á vetrum, þegar tíð var góð og féð gekk sjálfala. Kynnin voru marg- vfsleg og með ýmsu móti Bæði fæddust þau hjón, Dagur og Steinun.n, í Geithellnahreppi og ólust þar upp, komin af ágætu bændafólki. Dagur fæddist á Mel- rakkanesi hinn 8. ágúst 1874, en Steinunn á Geithellum 11. desem- ber 1872. Poreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson og Helga Magnúsdóttir. Ekki er æiér kunn- ugt um, hvort þau foreldrar henn- ar hafa ætlað sér að hefja búskap á Geithellum, en vorið 1873 flutt- ust þau að Starmýri, þar sem þau bjuggu til vors 1884, er þau fóru búferlum að Melrakkanesi með dætur sínar, er þá voru orðnar þrjár — Steinunn, Helga og Sig- þóra. Fyrir á Melrakkanesi voru systur tvær, Sigríður ekkja og Þór- katla, ógift í sjálfsmennsku eða vinnukona hjá systur sinni. Mel- rakkanes var óðal þeirra f ættir fram. Á uppvaxtarárum Steinunnar voru fráfærur á hverjum bæ, og vandist hún þvi snemma fjár- gæzlu, bæði sumar og vetur. 4uk útistarfanna vann hún að búverk- um öðrum og sinnti meðal annars tóvinnu og vefnaði. Var hún ein fíntættasta spunakona, sem ég hef séð band eftir. Hún spann, óf og saumaði sjálf brúðarföt sín, peysu og pils, og lengi átti hún hespu- brot, afgang af uppistöðu þess vef j ar. Það var einhver fínasti þráð- ut, sem ég hef séð. Þvi miður glat- aðist þetta hespubrot — það hefði þó sannarlega mátt geymast sem sýnishom og vitnisburður handa Helgi Einarsson á Melrakkanesi segir frá 306 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.