Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 14
ráðmn til Vesturheims á yfirsfcand- andi sumri, að t-að er hans inni- leg bón ti! föður síns, að hann vilji unna honum viðtals við sig á næstkomandi Jónsmessu að Ytrj- Völlum á Vatnsnesi, með því að Bjarnj á nauðsynjaerindi við hann frá Gísla, bróður sínum, er Jó- hann mun geta ráðið í, hvers kyns muni vera. Ég er með ánðandi bréf íii Jó- hanns, er ég var beðinn að koma til skila, ef ég frérti til ferða hans á leið minni, en með þvi að mér hefur engin fregn af honum bor- izt, tek ég þennan útvegir.n og btð alúðlega hvern, er þessa auglýs- ingu les, að benda Jóhanni á hana, því honum stenrlur á miklu, að hann geti fundið son sinn“. Þess finnst hvergi getið, hvar Jóhann var staddur er honuin bár ust skilaboðin, og varla hei'ur það orðið fyrr en ie<nt í maímánuði eða jafnvel í byrjun júnímánaðar. En hann hefur brugðið fljótt við og hafið för sina norður, og að Ytri-Völlum náði hann á tilsettum degi. Engin tilviljun hefur það verið. að fundur þessi var lagður á heim- ili oddvitans, og hafa sveitarfor- sprakkar hugsað gott tii þeirrar glóðarinnar að losna við Jóhann úr landi og jafnvol verið tilleiðan- legir að leggja honum ti.I nokkurn farareyri. Að minnsta kosti hefur nú ekki legið fast fyrir það fé, sem hann átti enn sjálfur í fórum Vigfúsar. En Jóhann reyndist ekki sérlega leiðitamur fremur en fyrri daginn. Hann hafði engan hug á því að komast úr landi, og kom einn í stað, hvernig sem Bjarni, sonur hans, og sjálfur oddvitinn lögðu að honum. Það var eins og höggvið væri í klett að nefna slíkt. Og ekki batnaði, þegar talinu. var vikið að því, að hann þægi að minnsta kosti einhvern styrk, sem synir hans buðu fram handa hon- um í ellinni. Það lét bókstaflcga eins og argasta guðlast í eyrum góðra gjaldþegna í sveitinni, ei Jóhann svaraði þvi til „í margra áheyrn, að sín skylda væri að hjáipa sonum sínum, ef hann gæti, en hitt væri í alla staði rangiátt og ótilhlýðilegt, að hann á nokk- urn hátt íþyngdi þeim“. Og^ekki var sagan öll. Það gekk staflaust um sveitina næstu daga og vikur, að svo hefði lokið fuitdi þeirra feðga, að allslaus flakkar- inn „hefði i það sinn getað unnið son sinn“ til þess að þiggja af sér skilnaðargjöf, menn sögðu „pening eða silfur". Þar með var hneykslið fullkomnað. Jóhanri hefur að sjálfsögðu vilj- að kveðja son sinn, áður en hann hélt yfir veraldarhafið til svo fjar- lægrar álfu, að hún jafngilti töð- urnum að kalla gröf og dauða son- arin- En hann vildi lika nota tæki- færið til þess að ganga eftir efnd- um á því, sem Vigfús Guðmunds- son hafðj skjallega lofað honum árið 1881, úr því að hann var á annað borð kominn heim í fæð- inganhrepp sinn. En stundin var illa valin, þvi að Jóhann hafði tendrað reiði og heilaga vandtæt- ingu í hugum góðra manna með þvermóðsku sinni og ábvrgða-- lausrj meðferð fjármuna, og stoð- aði ekki, þo að hann veifaði skjal- inu góða. Kváðust þeir, sem fyrir svörum urðu, ekki færir til r.einna stórgjafa í vondu árferði enda aldrei ætlað sér að leysa hann út með digrum sjóðum. Eða eins og Jóhann hafði orðin eft:r þeim: „Þeir hefðu fengið mér þelta lof- orðsbréf einungis til þess að koma mér burt úr hreppnum í þnð sinn“. Svo kaldur gustur stóð aí fyr- irmönnum Hvammsbreppinga uin sólstöðurnar þetta 'mrið, að Jó- hann skildi þegar, að ekki myndi gagna að nauða í Ytri-Vallabónd- anum. Það var með öllu tilgangs- lausf að eiga við hann orðastað, og enginn vegur að þreyta hann. Svipaðar urðu viðtökurnar, þeg- ar Jóhann kom enn nor'ður árið 1885 til þess að ámálga þet.ta. Dag- ar náðarinnar virtust iiðnir. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ Gísli Jóhannsson frá Vlgdísarstöðum og kona hans, Matthildur Nissdóttir frá Njálsstöðum, með fimm börn sfn. Myndin var tekin í Cavalier á þeim árum, er Gísll var sveltakaupmaður í Norður-Dakóta, líkiega litlu eftlr 1890. 302

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.