Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 12
XX Jóhann gleymdi náttúrlega ekki því fyrirheiti, sem hann hafði feng ð í veganesti, þegar hann fór frá Ytri-Völlum árið 1879. Að tveim árum liðnum sást til lafalúða nokk ur« með furðulegan bagga á baki við vallargarð á Stóra-Ósi, og kenridi fólk þar för þess manns, 'i siém víðkunnastur var á íslandi ; allra Vatnsnesinga. Hélt hann rak- 'eitt að Ytri-Völlum til Vigfúsar, xldvita svc-itarinnar og fyrirsvars- í manns Kirkjúhvammshrepps um fjármál öli. Aldrei urðu fagnaðarfundir, bar sem Jóhann kom á bæ, og svo var ekki heldur, er þeir Vigfús hittust. Kom lí'ka fljótt á daginn, er Jó- hann vakti máls á gömlum loforð- um við sig, að sáttagjöfin var ekki geymd í handraða. Skildist komu- manni þá, að hann myndi iitxu nær en áður um fjárheimtuna og gerðist ærið þungbrýnn. JÓhanni datt þö sízt í hug að leggja árar í bát. Settist hann upp á Ytri-Völlum, og liðu svo margar vikur, að ekki varð séð á honum neitt fararsnið. Nauðaði hanu sí- felldlega á Vigfúsi um efndir á luf- orðinu góða, þá daga sem hann mælti annars orð frá vöruro, og stoðaði jafnlítið hvort heldur Vig- fús byrsti sig eða gerði sig blíðan. Skákaði Jóhann í því skjóli, að fjárhaldsmaður og oddviti fram- færslusveitar hans átti ekki hægt um vik að bægja honum burt. hót- aði málaferlum og hvers konar afarkostum, hratt frá sér -mat þeim, er honum var borinn, og steypti honum á gólfið, þegar verst stóð í bælið hans, og var í flestu hin mesta heimilisplága. Loks sá Vigfús sitt óvænna og aíréð að vinna nokkuð til friðar sér. Fékk hann „einn eða tvo af hreppsnefndinni með sér“ og samdi síðan í samráði við þá skjal nokkurt, þar sem Jóhanni var gef- inn ádrát.tur um átta hund’-að króna bætur. Til of mikils hefði verið mælzt að ætla Hvammsihreppingum að snara þessu fé út fyrirvaralaust að nýafstöðnum þeim vetri, er grin'.m istur hafði orðið á ævi þeirra, er þá lifðu — sjálfum Klaka Sá var- nagli var líka sleginn, að hann yrði „að bíða gjafar þessarar fá- ein ár meðan þeir væru að safna saman þessum peningum“, því að enn sem fyrr var látið í veðri vaka, að þá ætti að fá með frjáls- um framlögum hinna efnaðri manna í sveitinni. Fleiri skilmálar fylgdu þessu vilyrði, og er orða- lagið á skjalinu, sem sjálft er glatað, sagt hafa verið á þann vcg, „að svo framarlega sem Jóhann kæmi með skriflega sönnun fyrjr því, að hann ætti vísan samasr.að hér innan Húnavatnssýslu, og jafnframt skriflega ábyrgð áreiðan íegs manns fyrir því, að hrepps- nefndin hér í hreppi ekki þurf: á nokkurn hátt að skipta sér aí hon- um frekar um að minnsta kosti næstu fimm ár“, vildi Vigfús reyna að útvega það, sem tiltextið var. Jóhann var hrekklaus maður, og undirmál öll voru honum viðs fjarri. Honum þótti mikils vert um skjalið, senr Vigfús fékk honum í hendur, og raunar sem hefði hann himin höndum tekið. Létti hann við þetta í annað sinn þi'ásetu sinni á Yfri-Völlum, enda verðugt, að hinn örláti og sáttfúsi oddviti fengi hæfilegt ráði'úm til þess að safn:* peningunum. XXI. Nú víkur sögunni til þeirra Guð- finnu Gísladóttur, Jóhanns Árna- sonar og sona Jóhanns bera, Gfsla og Bjarna. Þau Guðfinna og Jo- hann höfðu flutzt að Dalkoti í Hlíð ardai, er þau fóru frá Vigdísar- stöðum vorið 1870, og var þá Gísli Jóhannsson átján ára piltur, þrek- vaxinn og knár, allra manna fríð- astur sýnum og í öllu hinn mann- vænlegasti. Þessi misseri tók að brydda á vesturfararhug á Vatnsnesi, og ár- ið 1874 réðst Gísli til vesturfarar með nágranna einum, Bjarna Sig- urðssyni frá Ratadal, er búið hafði um hríð í Hlíð. Áttu þeir báðir hairmaland að kveðja — Gísli sök- um föður síns og undarlegra hátta hams, en Bjarni, sem þó mun naúðugur hafa fylgt fjölskyldu sinni vestur um hafið, var bróðir J.H.rekur písíarsögu bera mannstns V 300 1 I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.