Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 19
ókomnum kynslóðum um verklag aWamótakvernianna, sem sátu jöfn um höndum við tóvinnu og gengu að fé á sumri og vetri. Það var metnaður þeirra kynslóðar að kunna sem flest verk — og kunna þau vel. Dagur Jcnsson ólst upp á Mel- rakkanesi. Þau Steinunn þekktust því fná tíu ára aldri og voru alin upp við lík skilyrði. Paðir hans var Jón smiður og bóndi Sigurðsson, Antoníussonar. Búskap sinn byrjuðu Dagur og Steinunn á hluta af Melrakkanesi vorið 1898 og giftust 16. júní það ár Þau eignuðust þrjá sonu — Guðmund, Þormóð og Jón. Dó Guð mundur eftir langa vanheilsu á Kristnesihæli, en Jón á leið til Danmerkur. Fyrst kynntist ég Degi á Vetur- húsum, er ég dvaldist þar. Þá var hann þar eða fluttist þangað vor- ið, sem ég fór þaðan. Næst sá ég hann ungan bónda á Melrakkanesi fyrsta vor mitt á Bragðavöllum. er ég á stekkiartímanum var sendur suður í Melrakkanes að huga að ám til fráfærna. Þá kom óg í fyrsta skipti til þessara mætu hjóna og borðaði fyrstu máltíð mína á heim- ili þeirra, nýjan kópasel, en þann mat bragðaði ég þá í fyrsta skipti. Þá var Guðmundur, sonur bemra, fárra mánaða gamall. Með þessu hófust kynni mín af 'hinu góða heimili þeirra. En upp úr þessu fór kynnisferðum þang- að að fjölga. Ég kom þangað i smaiamennskum og réttaferðum, og ég var lánaður þangað til ým- issa vika. Við þessi kynni laðaðist ég meira og meira að heimilinu, unz ég fluttist að Melrakkanesi vor ið 1906, þó ekki í Dagsbæ, heldur i bæ Guðmundar, tengdaföður Dags. Upp frá því urðu kynnin dagleg sem að likum lætur, þar sem bæirnir stóðu saman og ég gerðist sviii Dags Síðan vorum við í sambýli og nábýlj allt til dánar- dægurs þeirra hjóna. Ég minnist óendanlega margra ánægjustunda frá uppvaxtarár- um sona þeirra Dags og Steinunn- ar, einkum Guðmundar og Þor- móðs. Þá var ég enn ungur og gat tekið þátt 1 leikjum barna og ung- linga með óblandinni ánægju. Mér eru líka minnisstæðar göngur vor og haust, smölun og rúning og margt annað, og ég man bæði snjó og frost og glatt sólskin og blið- viðri i haustgöngum og ég minnist Bragðavellir. erfiðra daga í fjöruferðum, er við bárum blaut rekatré á bakinu og fengum bláa og bólgna bletti und- an þrúgandi þunga þeirra. Allt hafði þetta sínar margbreyti legu hliðar, og þó að oft væri erf- iði á menn lagt, fylgdu þvi líka margar ánægjustundir, er voru sem smyrs! í lífsins sár. Það gilti jafnt um imga sem aldna. Sérstak- lega eru fjöruferðirnar mér hug- stæðar sem illt verk, en allt um það lögðu allir sig fram af fúsum vilja og báru sinn hlut. Einhvers konar ánægja fylgdi þessum erf- iðu verkum, engu síður en þeim, sem léttari voru. Unglingunum fannst sér vegsauki að þvi að hafa tekið þátt í érfiðinu, jafnvel þótt þeim fylgdi áhætta, ef ill-a tókst til. Svo varð eitt sinn um vet-rartima er þáverandi búendur, bræðurnir Eyj ólfur og Björn Halldórssynir, fóru eina slíka ferð og höfðu með sér direng milli fermingar og tvítugs. Um morguninn var alheiðskírt cg lyngl v-eður, en þegar á daginn leið gekk yfir með stórviðri a-f norðvestri og snjókomu. Þeir bræð ur voru á leiðinni í land, þvi að þeir brugðu fljótt við, er þeir sáu, hvað að fór, og náðu landi við svo- kallað Ósnes, en það er skammt frá bæ á Melrakkanesi. Lögðu þeir þar upp ár-ar og ætluðu að ganga upp á klettana. En áður en þeir kæmust upp, rak á ofsarok, svo að Ljósmynd: Páll Jónsson. þá hrakti frá landi, og náðu því ekki aftur Hröktust þeir aftur út á fjöru, holdvotir af sædrifi, og urðu svo að yfirgefa þar bátinn og ganga suður alla fjöru, berandi drenginn, sem ófær var orðinn til gangs vegna þreytu og kulda. Þeg- ar þeir að lo'kum náðu heim til bæj ar á Þvottá, var drengurinn dáinn, en Eyjólfur svo þrekaður, að hann komst ekki heim um kvöldið eða nóttina, þo að veðrið lægði syo, að fært var rð pa'--'- fjörð Björn lagði einn af stað á vökunni og komst heim í Melrakka- nes undiT morgun. Man ég ekki, að ég heyrði þess minnzt, að Birni yrði meinx af þessu, en Eyjólfur lá vi-ku á Þvottá, áður en hann yrði ferðafær. Þannig lauk þeirri fjöru- ferð Og þó að Björn slyppi í það sinn við að gista hina votu gröf, átti hann þó eftir að hljóta slíkt hvilu- rúm, þótt eigi væri í Álftafirði. Hann fórst á Hamarsfirði eða eyja- sundunum, þá á kaupstaðarferð á báti frá Melra-kkanesi, ásamt fleiri mönnum. En ég minnist líka markháttaðra skemmtiferða inn til dala og út til sveita. Kannski var það smátt, sem til skemmtunar var haft, en skemmtun þó. Stundum var far ið á berjamó, en aðalskemmtiferð- ir sum-arsins voru þó dalaferðirn- ar, einkum inn á afrétt á Hamars- dal til þess að heyja í gangnakof- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 307

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.