Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 16
Lífshamingja á færibandi að stjórn gerviheila - „GRATIS UNÐ OHNE JEÐES RISIK0“ „Unter Millionen wartet auch Ihr kiinftiger Ehepartner.“ — Svo sagði hann við samferðafólkið. Skipið öslaði norður Eystrasalt meðfram ströndum Gotlands, þar sem gráir miðaldakastalar gnæfa við himin — hvítt ferlíki á bláu, lognværu nafi, og mannþröng á öllum þiljum. Ég hafði ekki veitt honum athygli fyrr en hann hlammaði sér í auðan legustói við hliðina á mér — miðaldra maður, hið bezta á sig kominn og ofur- litið farinn að grána í vöngurn. Og hét Waldteufel. Það voru kannski þúsund far- þegar á skipinu — ungir, að- gangsfrekir Þjóðverjar í stuttum skinnbrókum, miðaldra Finnar rneð svaðaleg ör, sem komu í Ijós, þegar þeir smeygðu sér úr skyrt- unum í sóiarhitanum, Svíar, sem voru of virðulegir til þess að bera á. sér skrokkinn, masandi Danir með ævisögu sína á takteinum. En þessi þýzki maður, sem hét skrítn- ara nafni en aðrir menn, skar sig iíka úr um annað: Hann var í allt öðrum erindagerðum á þessu skipi en hin mislita hjörð, sem um- kringdi hann. Þó að hann bæri það ekki með sér við fyrstu sýn, var hann méð sjálfa iífshamingju í fari sínu og bauð hana fala hverj- um, sem farið hafði á mis við hana Upp úr kafinu kom, að það vat starf hans og köllun að fara land úr landi og bjóða einmana fólki liðsinni sitt og þar með hlutdeild í unaðssemd lífsins. Hér var svo margt um mann- inn, og ég hefði liklega ekki veiti Waldteufel neina athygli, ef hann hefði haft meðferðis þykkan bunka af myndskreyttum óg litprentuð um bæklingum. Ofan til á forsíð- unni var mynd af ógurlegu mann- hafi, sem hlutað var sundur í átta dilka, en neðst í vinstra horni pilt- ur og stúlka, sém vfléttuðu saman fingur og studdu enni við enni. Upp af höfðum þeirra gengu tvær flaugar, bleikrauð og ljósblá, og skutu broddunum á ská upp í mannþröngina og bentu þar á sína hræðuna í hvorum hinna yztu dilka. Það fór ekki fram hjá þessum sölumanni lífshamingjunnar, að mér varð starsýnt á bæklingana hans. Hann hallaði sér ekki aftur á bak í legustólnum eins og leti- dýrin í kringum hann, heldur hófst hann allur í sæti sínu. — Nafn mitt er Waldteufet, sagði hann, — Heinrich Waldteu- fel aus Hamborg. Ég er umboðs- maður hinnar frægu Altmans- stofnunar, Europas grösste Ehever mittlung. Má ég bjóða yður að líta á? Hann rétti mér einn hinna hc- skrúðugu bæklinga sinna Til hliðar við piltinn og stúlk- una, sem fléttuðu saman fingur sína, voru fimm litprentaðar kringl ur — dimmblá, gul, grá, rauð og græn. Ég hélt fyrst, að þetta væri einungis skraut. En herra Wald- teufel lét mig ekki lengi vaða i villu: Þetta var psychologischer Farbtest, sagði hann, vísindaleg uppfinning hins mikla sálfræðing^ prófessors doktors M. Lúschers. Einmana sálir, sem þráðu ekta- maka, áttu að tölusetja þessar kringlur, eftir því, hvernig þeim gazt að litunum, og þar með var fenginn ’ykill að vitneskju um lyndiseinkunnir allar, hnelgðir og eigindir. Þegar þar bættist við dá- lítil skýrsla um aldur og fæðing- ardag, trúarbrögð, skólapróf, tekj- ur, hugsanleg líkamslýti, tóm- stundaiðju og nokkur fleiri atriði, var allt fengið, er stuðla mátti að æskilegu valr. Þetta hét Glucks- gutschein. Herra Waldteufel talaði hægt og settlega á meðan hann var að skýra þetta fyrir mér. En áður en varði tók honum að svella móður. Þetta var ekki heldur venjuleg hjúskap- armiðlun, sem pukrazt var með í stofuhorni — allt stærra í sniðum, heldur en hér á árunum hjá Karli Einarssyni Dunganon, greifa af St. Kilda. — Við höfum fjórtán þúsund manns á skrá, sagði hann, og nú tóku hendurnar að saxa loftíð fyr- ir framan r.efið á mér. — Trygg- lyndar stúlkur, ástríkar konur, myndarlegar húsmæður, efnilega pilta, efnaða menn — einmana fólk, sem þráir hjúskaparsælu og lífshamingju og finnur hana með aðstoð okkar. Tvítugt fólk, þrítugt, fimmtugt, sjötugt. Og það eru ekki skeikulir menn, sem velja mak- ana. Þetta er vísindastofnun með gerviheila i þjónustu sinni: Robot- er als Ehestifter. In Sekunden- bruchteilem hat eine kúhl komb- inierende Denkmaschine einem ein samen Witwer eine Frau und vier Halbwaisen eine Mutter geschenkt. Ég lét á mér skilja, að Þjóðverj- ar væru svo kunnir að nákvæmni, að þeir myndu manna sízt þurfa á slíkri vé] að halda. En handhafi hjúskaparsælu og lífsiham.ingju kvað það ofvaxið mannlegum heila, enda þótt þýzkur væri, að velja hinn æskilegasta maka af full- komnu öryggi úr fjórtán þúsund manna hópi á nógu skömmuin tima án slíkra tilfæringa. Yfirburð ir stofnunarinnar voru einmitt fólgnir í þvrí, að hún hafði tekið vísindin og tæknina í þjónustu sína á öilum sviðum: Unser Elek- tronengehirn aber ermöglicht eine absolut prázise Auswahl treffen. Wir garantieren eine solche Voll- MYNDIR HANDAN UM HAF 304 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.