Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1968, Blaðsíða 21
Geiíhellar í Álftafirði, Ljósmynd: Páll Jónsson. rauluðum við oft ættjarðarkvæði Steingriim.s, Jónasar, Kristjáns, Þor steins og Páls og fleiri skálda og Ihöfðum óbiandna ánægju af. Víst er það, að feginn vildi ég mega lifa þær stundir upp aftur. Dagur var líka prýðilegur verk- maður og búhagur sem kailað var. í búskapa’itíð hans var sá talinn búhagur, sem smíðaði amboð, skeif u>r og hestskónagla, setti upp reipi og reiðinga, gerði að tunnum og öðiru þess háttar og gat komið upp fjárhúsum og öðrum útihús- um Vrði of langt að telja upp aölt slíkt, er ómissandi var að kunna. En allt þetta gerði Dagur íram-an af bú-skaparárum sín- um, en fékkst minna við slikt. eft- ir að synir hans komust upp ,þvi >að aiiir voru þeir upplagðir smið- ir. Bæði voru þau hjón gestrisin með glaðværð og góð heim að sækja, enda oft gestkvæmt á heim Jli þeirra. Framan af búskaparár- unum var varningur mest fluttur á hestum úr kaupstað og í. Um- ferð var því oft talsverð, einkum vor og haust. Melrakkanes er þann ig sett, að þar v-ar nokkurn veg- inn mátulegur áfangastaður, hvort sem menn voru á leið til Djúpa- vogs eða að koma þaðan. Þangað voru um tuttugu og fjórir kíló- metrar. Þett-a breyttist svo, þegar vegir bötnuðu og einkum eftir að bíifært varð u>m sveitina, að allar gestakomur hurfu og í staðinn kom einangrun. Gamli tíminn var því kvaddur með söknuði, Þó að stundum hiytust snúningar og fyr- i-rhöfn af gestakomunni, einkum fyrir kvenfólkið innan bæjar, ef þeir voru blautir og illa til rei'ka. var slíkt iaunað með glaðvæt'ð góðra gesta, sérstaklega næturgest anna. Eins eða tveggja tíma H1 viðstaða til þess að h-víla hrossin notaðist ekki eins vel til skernmt- una?. Gestirnir höfðu bá allan hug- ann við að kornast áfram, og það vildi oft sannast, er skáldið kvað: Að komast sem fyrst og að komast sem lengst, er kapp þess, er langt á að fara. Þá v-ar Jíka stundum takmarkað- u>r timi-nn, sem unnt var að sinna gestunum, vegna anna Á þessum timum var líka taJs- vert flutt á sjó, einkum frá Mel- rakkan-esi og Starmýri. Þá losnuðu menn við að fara inn fyrir Ham- arsfjörð, og bátsiferðirnar voru fyr- irhafnarminni en að dragast með hesta í misjafnri færð. Þá var Álftafjörðurinn dýpri en nú, en föllum varð að sæta báðar leið- ir. En stundum voru líka hindran- ir af ísi, því að Álftáfjörð iagði oft að meira eða minna leyti, ef frostakaflar komu, er títt var á þeim árum, svo að sjóferðirnar gátu orðið dálítið slarksamar, þótt leiðarstyttir væri að þeim. Þá kom veturinn 1917—1918, er bæði Ál-fta fjörður og Hamarsfjörður vorú viakalau-sir frá þret-tánda og fram á góðu. Frostihörku-r voru miklár þann vetur og fannkoma og stórhríðar írá jólaföstukomu og fram á þorra. Það mun hafa verið nokkrum dögum fyrir jól, að Ólafur Thorla- cius læknir fór í sjúkravitjun suð- ur i Þvottá. Færð var ekki góð, svo að honum entist ekki dagurinn nema til suðurferðarinnar. Varð h-ann þvi að gista suður frá um nóttina, Morguninn eftir var kom- ið stólparok með fannkomu og bru-n-aifrosti, svo að ekki þótti fært veðui bæja á milli. Þetta hélzt í fimm eða sex daga. Þó komst TtMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 309

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.