Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Page 7
Snældustóll eða snældustokkur. Áhugl
yngrl kynslóSarinnar á þióSlegum grip-
um fer vaxandi. ÞaS er ekki slegiS
hendi móti rokk sem fermingargjöf, nú
eru snældustokkar einnig komnlr á
markaSinn.
Kría á steini. Hlaut verSlaun í sam-
keppni HeimilisiSnaSarfélagsins fyrir
nokkrum árum (Ágústa Snæland gerSi
úr þorskbeini).
Þótt Gerður hafi nóg aS gera
við verzlunina íslenzkan hei'milis-
iðnað og blaðið Huig og hönd, þá
hefur henni samt únnizt tími til
að leiðbeina konum dálítdð með
framsögn. Hún er sjálf listfengur
Ijóðalesari, og var tvisvar fjall-
kona á þjóðhátíðardaginn.
„Það háir konum“, segir hún,
„við félagsmálastörf, sem þær taka
vaxandi þátt í, hve þær eru feimn-
ar að tala nema rétt í sínu eigin
horni. Ég hef verið með níu til
fíu kvenna hópa, úr kvenfélagi
Langhoitskirkju og víðar, og hef
haft mjög gaman af því. Konurn-
ar hafia í upphafi verið rauðfiekk-
óttar í framan af feimni, en þeg-
ar farið er að athuga málið, hefur
komið í Ijós, að margar hafa
prýðisraddir. Þær háfa lesið kvæði
eða fttutt örstutt frumsamið efni.
Þær hafa orðið svolítið frjálsiegri
Oig hugrakfcari, þegar þær finna,
að þær geta staðið upp og tjáð
sig. En sjálf þykist ég vera hætt
öllu svona. Það, er svo oft, sem
maður þarf að velja eða hafna í
iífinu. Ég tók vefnað fram yfir
lleiklistartilraunir, og vef mér til
sáiubótar — þegar ég hef tíma.
Þetta er firnagömul list, og örlög
manna voru ævinlega ofin, ekki
satt. Það er skemmtilegt að setja
upp vef, og feikna gaman að
skjóta í skil og handfjalla skytt-
ur og skeiðar. Þunglyndið leggur
á flótta samstundis. Dönsk starfs-
systir hefur lýst þessu einkar
skemmtilega. Hún segir:
„Hversu dýrðleigt að sjá liti og
form gróa saman í heild. Óvið-
jafnanlega og blessaða daga á vef j-
arkonan, þrungna starfi, hamingju
og íhuigun.“
„Og eins og ég hef svo oft rek-
ið mig á,“ segir Gerður, „þá blund-
ar einhver sfcöpunarþrá í hverj-
um manni, og þeim opnast nýir
heimar, sem uppgötvar, að hann
hefur eigin höndum skapað fagr-
an hiut.“
Inga.
c>
Næsta sumar gangast heimilisiðnaðar-
féiög Norðurlanda fyrir sýningu á
smiðajárni á þingi f Sönderborg á
Jótlandi. Hér er íslemkur steikarteinn,
búinn til að tilhlutan íslenzka félags-
ins og seldur í verzlun þess. Á hand-
fanginu er gamall galdrast fur.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ