Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Qupperneq 2
r Þýtur í skjðnum í vikunni eítir Jónsmessu var fluttur sjónvarpsþáttur, sem hátt var hafinn yfir flest, sem þar er íramreitt að jafnaði — þáttur mgva Þorsteinssonar um gróðurfar og gróðureyðingu í landinu. Þar var á áhrifameiri hátt en nokkru sinni áður reif- að eitt þeirra mála, sem bein- línis varða örlög þjóðarinnar — að sinu leyti jafnmikilvægt og gengi iiskistofnanna á miðun- 'um við sírendur landsins. Það voru ekki nein gieðitíð- indi, sem Ingvi gat fiutt þjóð- inni: Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að gróið land er nú í hæsta lagi helmingur pess, sem það var á landnámsöid, og frá ári til árs gengur á gróðurlendið sök- um ofbeitar og uppblásturs. Þetta kailar á skynsamlegt skipu lag um nýtingu beitilanda. Það væri ásetningssynd, sem síðari kynslóðir myndu trauðia fyrir- gefa okkur, sem nú erum uppi, ef rányrkjunni og tortíming- unni yrði haldið áfram, þegar við vitum, hvert stefnir. og vit- um, hvað til ráða er. Aí rannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið, er í Ijós kom- ið, að það er rétt, ðem Ari Þor- gilsson sagði, að á landnámstíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru, nema votlendið, er þó var þá ekki jafnvíðáttumikið og seinna varð. Það er talið, að þetta hafi raskazt fljótlega eft- ir að búseta hófst i landinu, og þegar birkikjarrið, verndargróð ur landsins, var farið, hófst upp blástur og jarðvegseyðing, er hér varð þeim mun örari en í öðrum löndum sem jarðvegur- inn var hér stórkornóttari, auk þess sem tíðir stormar hröðuðu tortímingunni,- Sí og æ seig meira og meira á ógæfuhlið, unz svo er komið sem nú er. En forfeður okkar, sem horfðu á þennan afhrapa landsins, og áttu sök á honum, hafa þá af- bötun, að þeir vissu ekki, hvað þeir gerðu, og kunnu ekki held- ur nein ráð til þess að stöðva þessa óheillasögu. Ingvi Þorsteinsson er einn hinna ungu og dugmiklu vís- indamanna, sem þjóðin er svo gæfusöm að hafa eignazt á seinni árum. Undir starfi slíkra manna, sem vilja helga landi sinu iíf sitt og orku, jafnvel þótt launin séu allmiklu naum- ari en þeim stæði til boða ann- ars staðar, eiga íslendingar nú meira en fólk hefur almennt gert sér grein fyrir til skamms tíma. Starfsvettvangurinn er margvíslegur, eins og þær mennta- og vísindagreinar, sem þessir ungu menn hafa numið, en á verkum þeirra mun það mjög hvíla á komandi árum, hversu okkur vegnar í landinu og hverrar virðingar og viður- kenningar við njótum meðal annarra þjóða. Þess vegna skipt ir það sköpum, að þeir geti notið sin, fái það svigrúm og þann myndugleik í þjóðfélag- inu, sem nauðsyn krefst til þess, að þekking þeirra og vinna beri fullan ávöxt. Enginn er sá þverhaus, að hann beri lengur brigður á það, að fiskifræðingarnir viti viti sínu, þótt eigingirni og skammsýni, eða kannski öllu heldur óskammfeilni, valdi því, að stundum er það gert, er þeir hafa varað við, að gert sé. Sömu viðurkenningu verða þeir að hljóta, er stunda gróðurrann- sóknir og jarðvegsrannsóknir, og ráð þeirra og fyrirmæli ber að virða jafnmikils og stall- systkina þeirra, sem aflað hafa sér þekkingar á lífinu í sjón- um og iögmálum þess Vísinda- mennirnir eiga að vera hæsti réttur. um það, hvað bjóða má gróðurlendi landsins. Þá fyrst verður taflinu snúið við. Fyrr er þess ekki að vænta, að okku.r takist að stöðva- gróðureyðing- una og hefja gagnsókn. Ingvi Þorseinsson hafði stutt an tíma til urnráða í sjónvarp- inu og gat þvl ekki verið fjöl- orður. En hann benti á, að það væri eitt af frumskilyrðum gagnsóknar í gróðurmálum landsins að leita erlendis jurta, sem gagnlegar kynnu að reyn- ast. Vegna legu landsins í út- hafinu vaxa hér miklu færri jurtategundir en annars væri eðlilegt. Náttúruskilyrðanna vegna gæti gróðurríkið verið miklu fjölbreyttara. Það fylgir þessari jurtafæð, að okkur er vant fleiri jurtategunda, sem nota má til þess að hefta upp- blástur og græða auðnir. Þær verður að finna, sanna nota- gildi þeirra með tilraunum og stofna síðan til þeirrar frærækt ar, er nægja má. Ungmennafélagarnir fóstr- uðu fyrir fimmtíu og sextíu árum þá hugmynd að klæða landið. Þá skorti ekki eldihug, fórnfýsi eða ættjarðarást. En þeir höfðu ekki fræðilegan grundvöll undir fótum. Þess vegna auðnaðist þeim einungis að vinna fagurt vakningarstarf, en hlutu fæstir þau laun að sjá neit.t það gerast, er jafnað- ist við drauma þeirra á þessu sviði. Þó blessum við minningu manna ems og Gunnlaugs Krist mundssonar, sem réðst á sand inn með tvær hendur tómar. Nú er okkur í rauninni ekki lengur neitt að vanbúnaði. Við getum tekið vísindin í þjónustu okkar, ef við eigum aðeins brot af þeim stórhug og vilja, sem logaði í brjóstum þeirra, sem ungir voru, þegar öldin var ung. Móses karlinn leiddi þjóð út úr eyðimörkinni. Við höfum eignazt menn, sem reiðubúnir eru, í krafti þekkingar sinnar, að varna því, að gróðurlendi haldi áfrarn að breytast í eyði- mörk, og vinna aftur fleiri og stærri lendur, sem tapazt hafa, en hingað til hefur^ auðnazt. J.H. 530 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.