Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Side 3
Hvergi er meiri hjónamunur en meðal 'fiska og skor- dýra. Þar eru til risastór kvendýr, er eiga maka, sem er fimmtíu sinnum minni. Hjá sædjöflunum er svo háttaS, a3 hængurinn hængir eins og lítil varta utan á hrygn- unni. Fjöruspóinn er varla húsbóndi á sinu heimili. Þegar móð- irin hefur ungað út, flýgur hún suður á bóginn og eftir- lætur karli sínum að annast ungana. Dvergsnípan á Lapp- landi er þó enn hirðulausari móðir: Hún verpir bara'eggj- unum og fer svo. Glitormarnir á Norðurlöndum eru í rauninni kvendýr ;jf bjöllukyni. Séu þær látnar á rúðu, þegar rokkið er orðið, flykkjast að þeim lítil, svört karldýr. Ljósið laðar þau að. Bonellia heltir sævarbúi. Lirfurnar setj- ast á fullvaxið kvendýr og breytast þar í karldýr, sem lifa sníkjulífi. Lirfur, sem ekki finna neinn hýsil, verða sjálf- ar kvendýr. Kvendýrin eru stærri af því að hlut- verk þeirra er að verpa eggjum. Svo er um fiðrildin. Myndin sýnir, að meðal apríkósufiðrilda líkist kven dýrið helzt snigli. Einna nöturlegast er f jölskyldulíf köngulónna. Kví^ndýrin eru stund- -v m miklu stærri. Ein köngullóin kallast svarta ekkjan og ber nafn með rentu. Það komumst við brátt að raun um. ■f.w .. Karlinn er lítill og skritinn. Hann spýtir sæði sínu í net, en tekur síð- an netið í þreifihorn, sem líkist blöðru. Við mökunina dælir hann loks sæðinu úr þessu þreifihorni. ' wm Þegar kvendýrið hefur frjóvgast, ræðst það á karldýrið og étur það upp tii agna. Því aðeins sleppur karlinn lifs, að kerlingin grípi í löpp, sem slitnar af. En sjö fætur geta líka nægt. T í IVl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.