Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Side 5
Menn undu því illa, er kir'kjan var fokin. Menn fundu, ungir sem gamlir, að eittlhvað vantaði. Hvað Var það? Lfklega klukknahljómur inn og friðurinn og róin, sem gagntekur kirkjugesti í kirkju sinni við tilíhugsunina um tilveru uðs og gæzku hans. Nýja kirkju ráðu því allir og unnu með gieði að þvií að korna henni upp. Finna þeir nú giöggt, að þeir vilja ekki missa hana aftur. Það var eitt af mörgu, sem við dáðum séra Sigtrygg fyrir, að hann skyidi koma til safnaðarins svipað og áður og hafa um hönd guðsjónusíu á heimili í byggðar- íaginu í þau fimm ár, er þar var engin kirkja. Minnast má þess, áð á því ári, er kirkjan var reist, 1929, gaf Jón Oddsson skipstjóri, þá til heimilis í Englandi, nú í Reykjavík, um fimmta hluta kostnaðarins við að koma henni upp. Einnig gáfu þeir bræður frá Hrauni, Marzelíus og Guðjón Berniharðssynir, nýtt orgel fyrir vígsludaginn 1929. Innan safnaðarins hefur kirkjunni gef- izt fagurt altarisklæði, altarisdúk- ur, þríarma Ijósastjaki á altarið, dregill, mjög hlýlegur, á kirkju- ganginn, peningar og fleira. Einn- ig mestöll '’inna til viðhalds kirkju og kirkjugarði. Ljúft er að minnast Helga Guð- mundssonar á Brekku og Jóns S. Jónssonar á Sæbóli vegna mikillar vinnugjafar þeirra, kirkjunni til fegrunar, og ,til annarra kirkju- legra framkvæmda, svo og söng- stjórnar Jón-s og allrar umhirðu í fjörutíu ár Einnig hafa tvær ut- ansafnaðarkonur gefið sextán sálmabækur til minningar urn ömmu, afa og föður sinn. Allt bend ir í sömu átt: „Kirkjan mín heima og það, er þar fór fram, er mér svo mikils virði, að henni vil ég gefa með þökk í huga“. Fyrir nokkru var kirkjan öll máluð utan og um leið var ákveð- ið að mála hana að innan. Þá var girðing umhverfis kirkjugarðinn endurreist að há'lfu og vandlega máluð. Upphaflega var girðingin veikbyggð grannir járnstólpar með þéttriðnu neti áfestu, en horn- stólpar steyptir og vandað til vinnu við þá. Tréslá var milli stólpanna á efri enda, og í garðshliði tré- grind, anjpg haglega gerð af kirkju smiðnum, Torfa Hermannssyni frá Fremstuhúsum. Jón Guðmundsson frá Arnarnúpi annaðist alla stein- smíðavinnu við kirkjuna. Prestum og söfnuði þótti miður, hversu fljótt girðingin umhverfis grafreitinn sýndist hrörna. Virtist flestum, að innan fárra ára þyrfti að endurreisa hana að öðru en horn'stóilpunum. . í sambandi við þetta er frá því að segja, að skömmu eftir jarðarför séra Sig- tryggs afhenti ekkja hans, frú Hjaltlína, formanni sóknarnefnd- ar Sæbólssafnaðar tvö þúsund og fimm hundruð krónur með þeim fyrirmælum hins látna, er hann ákvað legstað sinn í Sæbólskirkju- garði: „Eg vil engan legstein á leiði mitt, en láta heOdur kirkju- garðinn njóta þess“. „Samkvæmt þessu læt ég þessa upphæð ganga til varðveizlu og fegrunar kirkjugarðinum“, segir frú Hjaltlína. Þannig nær hugur séra Sig- tryggs til þeissarar kirkju og graf- reits langt inn í ókomna tíð. Var gjöf frú Hjaltlínu innilega þökk- uð af öllum söfnuðinum. Þegar biskupinn, herra Sigur- björn Einarsson, kom á Ingjalds- sand og athugaði kirkju og graf- reit, spurði hann: „Hver hefur skipulagt grafreit- lnn, ráðið afstöðu og gerð leið- anna og þessari fögru, látlausu, grasigrónu umgerð um þau“ Svarið var á reiðum höndum: „Það gerði séra Sigtryggur“. Hann teiknaði öll leiði, sem hugs uð voru í grafreitnum, með götur milli hverra tíu leiða og beinar lítt- ur frá hliðum og gafli kirkjunnar. Hann kom Mka og vann með að- standéndum þeirra, sem hrepptu, fyrstu leiðin í hinum nýja graf- reit. Hin grasigróna umgerð mynd- ar bekk, sem er um tuttugu og fimm sentimetrar á hæð frá jörðu,' og álka breiður rammi er um leið- in sjálf. Ofan á leiðunum myndast reit- ur, sem aðstandendum er í sjálifs- vald sett, hvernig þeir prýða. Flest ir hafa valið blóm, ýmissa tegunda, í líkingu við skreytingar hinnar vökulu náttúru á jarðarsverðinum, sem við stöndum og störfum á. Þegar séra Sigtryggur teiknaði grafreitinn, gerði hann ráð fyrir, að nafn hins látna væri skráð, þar sem gröf hans yrði, ásamt fæðing- arári og dánardægri .Þessi teikn- ing og skrá um hina látnu menn er vandlega geymd hjá formanni sóknarnefndar. Þessi frásaga um grafreitinn er rituð til þes>s að sýna og sanna, hve Sigtryggur var mjög á undan samtíð sinni í hugsun og athöfn, svo að verk hans uppfylla þær kröfur, sem nú eru gerðar. Bless- uð sé minning þeirra manna, er með framkomu sinni hafa fyrr og síðar vakíð þá trú og hrifningu í brjósti samtíðarfólks síns, er því er ævarandi ei'gn og leiðarljós til æviloka. Séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 533

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.