Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 9
SMIÐUR AF GUÐS NÁÐ Rætt við Sigurh Jónsson, líkanasimð í Landsmiðjunni Á fynstu áratugum þessarar ald- ar önnuðust dönsk varðskip land- helgisgæzlu við ísland: Fylla, ís- Iands Falk og Hvidbjörnen. Þóttu þau ekki sérlega kappsöm við þetta starf og vildu helzt liggja aðgerðalaus inni á höfnum. Eirík- ur Kristófersson skipherra hefur sagt frá því, að eitt sinn hafi Fylla legið þrjár vikur í Reyikjavíkur- höfn, þegar íslenzk yfirvöld báru fram svo harðorða kvörtun, að Danir þorðu ekki annað en drauja sér af stað. En þeir fóru bara beint upp í Hvalfjörð, og lögðust þar við akkeri á ný! Vestmannaeyingar urðu ekiki hvað sízt fyrir barðinu á erlendum veiði- þjófum. Þeir áttu reyndar við fleira mótlæti að stríða sem þeir jusu upp gulili hafsins,- því slys voru óvenju tíð á hinum mörgu smábátum verstöðvarinnar. Það mim verið hafa Eldeyjar- Hjalti, sem fyrstur stafck upp á því, áð keypt yrði eftirlitsskip, sem aðstoðað gæti smábátaflotann. Ýmsir góðir menn stofnuðu upp úr þessu Björgunarfélag Vest- mannaeyja og keyptu hafrannsókn arskipið Thor af danska landbún- aðarráðuneytinu. Kom skipið hing- að 26. marz 1920. Þór fór strax að koma að miklu gagni, þótrt ekki hefðu erlendir togarar beyg af honum, fyrr en hann fékk falibyssu, fáum árum síðar. Hanr. gat samt varnað því, að þeir iegðu beint ofan í net smáíbátanna. Fiskmerkingar voru hafnar á Þór, og hann er því fyrsta innlenda björgunar-, strandvörzlu og rannsóknaskipið. Svo merkilega vill til, að hann hafði, áður en Dan- ir eignuðuot hann, verið fyrsti tog- ari landsins, gerður út frá Patreks- firði um aldamótin. En Björgunarfélag Vestmanna- eyja réði ekki til lengdar við rekst- ur Þórs, því kostnaður var mikilLL Ríkið varð að taka við, brátt bætt- ust við fleiri skip, og Landhelgis- gæzlan varð sjálfstæð stofnun. Saga hennar er orðin allvið- burðariik. Hún greinir frá eltinga- leikjum og jafnvel mannránum. hámarlki nær hún þó í tólf milna stríðinu við brezka sjóherinn 1958. Þar börðust slendingar við of- urefli með ýmsum ráðum og meira að segja biblíunni, sem frægt er orðið. Eiríkur skipherra sendi brezka flotaforingjanum tilvitnan- ir í fcapítula og vers, þar sem tal- að er um lamb fátælka mannsins og TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.