Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Síða 11
Óðinn III, til skamms tíma forystuskip landhelgisgæzlunnar. Ofan á glerkassanum eru’ þyrlur úr plasti, enda er þyrluþllfar á skipinu. <Tímamynd-GE). bræddur, en dregst saman, þegar hann storknar. Við þessu verður smiðurinn að sjá. — Manstu hvert var fyrsta rnó- delsmíði þitt hjá Landssmiðjunni? Sigurður glaðnar við. Já, það man ég vel, segir hann, því ég var ánægður að vera loks kominn í það starf, sem mig langaði mest til. Þetta var almenningssímakassi lianda bæjarsímanum, steyptur úr áli. Þá kostaði símtal 2x5 aura. Síðan eru liðin þrjátíu og fimm ár og allan þann tíma hefur Sig- urður verið hjá Landssmiðjunni og leyst af hendi fjölda verkefna, sem nærri má geta. Það stærsta mun hafa verið skrúfan í gamla Óðni. — En hvenær gerðirðu fyrsta skipslíkanið? Sigurður segir, að það hafi ver- ið vegna sjávarútvegssýningar, sem hér var haldin' rétt eftir stríð. Þá var Landssmiðjan beðin að láta í té líkan af Fanney, og smíðin Ibom í hlut Sigurðar. Fanney var eign Fiskimálasjóðs og Síldarverksmiðja ríkisins. Hún var fyrst riotuð til að gera tilraun- ir með veiðar í hringnót, án nóta- báta, og síðan til síldarleitar. Nú er hún nýlega sokkin, lenti í ís fyrir norðan þann 1. maí í vor. En líkamð er vel geymt á skrif- stofu Fiskimálasjóðs. Eftir Fanney bárust Sigurði fleiri beiðnir. Eitt líkan lenti í sjó- minjasafni í New York sem sýnis- horn af nútíma fiskibát íslenzkum. Það var fyrir milligöngu Páls Pálmasonar ráðuneytisstjóra, en báturinn, sem þetta líkan var gert eftir, hét Barði, og var smíðaður í Landssmiðjunni handa Vestfirð- ingum. En langflest líkön hefur Sigurð- ur gert fyrir Landhelgisgæzluna. Það er íyrst Albert. Svo er það Vestmannaeyja-Þór, Mið-Þór og Nýi-Þór. Og Óðinn, fyrsti, annar og þriðji. María Júlia, Ægir eldri. — Og nú er ég með síðasta lík- anið, segir Sigurður. Ægi nýja. Það verður Víst síðasta varðskipið oklkar i bráð. Nú taka flugvélarn- ar meir og meir að sér landhelgis- gæzluna. — Hefurðu siglt mikið með varðskipunum? Nei, hann hefur ekki gefið sér tíma til þess frá vinnunni, en hins vegar hefur hann oft farið um borð í þau — með tommustokk- inn með sér. Hvert iíkan er að stærð 1/50 partur af íyrirmyndinni. Sigurður þarf þó ekki að klifra upp möstrin eða kafa niður undir kjöl skipsins, því hann styðst við teikningar frá skipasmíðastöðinni, sem skipið kemur frá. En ofan- þilja eru ótal hlutir, sem engar teikningar eru að, og þá er ekki annað að gera en mæla sjáifur. — Hvað ertu lengi með eitt lík- an? — Það geíur skipt mánuðum. Um að gera að vera nógu þolin- móður. — En þegar þú ert búinn með skipin, ætlarðu þá ekki að taka flugvélarnar? Sigurður fer hjá sér, segir að það sé kannski hægt að fá líkön hjá verksmiðjunum, en það er auð séð á honum, að hann hefði ekki nema gaman af því. Enda hefur hann oftar en einu sinni skropp- ið með þeim upp í háloftin og séð dýrð lands og sjávar. Fyrr á árum voru það aðallega erlend skip, sem tekin voru að veiðum innan landhelgi. En síðan þonskastríðið, sem fyrr var vikið að, leystist svo farsællega, hefur hlutMlið snúizt Við, og nú á síð- ari árum er meiri hluti landhelg- is'brota framin af íslendingum, Framhald á 550. siðu Siguröur' gerði líkan af stórhýsi, sem Jónas Þorbergsson vildi reisa handa út- varpinu, Myndin birtist í dönsku blaði, sem tákn um stórhug íslendinga, en þegar til átti að taka var allur gjald- eyrir uppurinn, og stofnunin er enn í leiguhúsnæði. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 539

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.