Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 13
lWVWWWWWVWWVWVWVWVWWWWVWWW(VWWVWWVWVVWWMWWWWWMVMWWWVWWWVWVWyV«/WVWWVMVWWWWWVVWWWW«W*A^ r* > i Byggt er leikhús í brekkuskjóli. Stendur ráðherra í ræðustóli. Sýnd er fegurð úr fimleikasölum, en íslandsklukkan ómar af fjölum. Fögur er nótt um Fljótshlíð alla og um jökul Eyjafjaifa. Næst er þingað á nýjum degi, hópast bífar á hátíðavegi. Sýnir prestur sögumyndir: Drjúpa af bergi drottins lindir, meðan tállaust til sín dregur vaxandi manns meðalvegur. Streyma ræður sterkar og heitar, ásamt léttum leik lúðrasveitar. En Gunnarshólma hendingar kunnar flytja varir Fjallkonunnar. Margt er eftir enn, mikil gleði, hlýnar í iofti, hlýnar í geði. — Beri svo hver til byggðar sinnar hátíðarhug hátíðarinnar. Suðurland Þú víða byggð með bjartan yfirlit og báruhljóð við fornan Eyjasand. Af norðurslóð ég nýja kveðju flyt, þú Njáluheimur, tigna Suðurland. Úr sögum þínum sindrar kjark og þrek frá súlnaieit hins fyrsta landnámsmanns. Og hvernig Torfi í Klofa Lénharð lék, er Ijósast dæmi um varnir Suðurlands. Þótt nú sé gerð í friði sérhver för, í fornan málm er sótt þitt búmannsþol. Á Hlíðarenda blikar enn þin ör, og öxi þín er reidd við Bergþórshvol. Áshildarmýrarsamþykkt sýnir enn, hve sveitir þínar vörðu kjör og rétt. Þann skilning og þá einurð áttu menn, sem einkennt hefur þína bændastétt. Sú menntaþrá, sem aldrei, aldrei deyr, í unglingshugsun glæddi landsins trú. Um Odda og Skálholt léku Ijómar þeir, sem Laugarvatn og Skógar eiga nú. í þeirri trú var mörgu marki náð, því menning lands og gróður treysti hún, og því er góðu sæði í afrétt sáð og söndum þínum breytt í gjöful tún. Þótt efri sveitum ógni Heklugos og eldaþursinn teygi rauðan skolt, vér treystum á hið bjarfa gróðurbros, sem breiðir sig um Land og Næfurholt. Á hátíð þinni hér vér stöndum nú og hyllum þína vegi, tún og sand, og játum vora fögru, föstu trú á framtíð þína, bjarta Suðurland. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 541

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.