Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1968, Blaðsíða 15
Rök grjótsins: Súffragetturnar hafa farið um verzlunarhverfi Lundúnaborgar og brotið rúður. við, að súffragetturnar náðu á sitt vald dælum og vatnsslöngum slökkviliðs, sem kvatt hafði verið á vettvang, og margt fleira bar til tíðinda, er aðdráttarafl hafði. Meðal þeirra, sem gistu fangels- in þetta sumar, voru Sylvía Pank- hurst og Anna Kenney, er mest voru til forystu, er Emmelínu naut ekki við. Georg Lanshury hafði einnig verið fangelsaður og sa'k- sóttur fyrir ræðuhöld á fundum súffragett.a. Fram að þessu höfðu fangarn- ir látið sér nægja að svelta sig i fangelsinu. En þegar tekið var að framkvæma hin nýju lög, sem heimiluðu að sleppa föngum, þeg- ar þeir voru orðnir ískyggilega máttfarnir, en hremma þá síðan aftur að fáum dögum liðnum, var gripið til nýrra ráða Emmelína reið á vaðið, Sylvía fór þegar að dæmi hennar og aðrar gerðu slíkt hið sama. Þær hættu nú einnig að neyta drykkjar og hvílast í fanga- klefanum. Linnulaust þrömmuðu þær fram bg aftur um klefa sína, án þess að neyta nokkurs, unz þær hnigu niður örmagna og gátu ekki brölt aftur á fætur. Þetta leiddi til þess, að nú var ekki unnt að halda þeim í fangelsunum nema örfáa daga í senn, enda þótt þær væru ekki fluttar burtu fyrr en þær lágu .r.eðvitundarlausar á gólf inu. Leynilögregíumenn voru síð- an látnir halda vörð um húsin, þar sem þær dvöldust, og þegar úti Var sá frestur, sem þeim hafði verið veittur, voru þær gripnar á ný. Liðlangt sumarið voru þær Emmelína og Sylvía látnar laus- ar og handteknar til skiptis, og tókst með þeim hætti að halda Emmelínu fjörútíu og tvo daga í fangelsi í tíu atrennum, en Sylvía, sem var^iraustari og þolnari, gisti klefa sinn i sextíu og fimm daga í niu atrennum. Ætíð var reynt að fara sem háðulegast með þær. Til dæmis voru þær klæddar úr hverri spjör, þegar þær voru hand teknar og rannsakaðar nákvæm- lega. Þannig iéku kettirnir sér að músunum. Við bar þó, að þeim mæðgum tókst að leika á lögregluna. Einu sinni kom á fund Emmelínu hóp- ur málsmetandi Skota, sem vildu votta henni samúð sína. Varðmenn ina grunaði, að nú ætti að nema hana á brott. Þeir kölluðu því á iiðsauka. Litlu síðar kom út úr húsinu kona, hjúpuð slæðum, og / fylgdu henni allmargir karlmenn. Lögreglumennirnir létu til skarar skríða, en þegar þeir höfðu hand tekið konuna, uppgötvuðu þeir, að þeir höfðu verið ginntir. Sjálf forðaði Emmelína sér brott á með an öll athyglin beindist að kon unni með slæðuna. Mesta athygli og ókyrrð vakti þó, er Emmelína Wilding Davison ruddist inn á veðhlaupabraut í Ep- som, í augsýn mörg þúsund manna þar á meðal konungshjónanna, og þreif í beizli hests, sem sjálfur konungurinn átti. Hesturinn stevpt ist um koll og knapinn kastaðist langar leiðir, en Emilía varð und- ir hestinum Hún var borin burt meðvitundarlaus og andaðist á fjórða degi. Hún hafði áður sagt vinum sínum og jafnvel vikið að því í skrifum sínum. að ,.ein nógu Sendinefnd á leið til þinghússins á föstudaginn myrka. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.