Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 4
swíWWS-W-wm-:*:-:::::1;-: . . : ‘ * "7' \/ ’-Sx' | ■ -■ .• V Kross i Landeyjum. Mynd frá 1925- Haraidur Guðnason bókavöröur: SÉRA LOFTUR RAFN- KELSSON Á KROSSI Á átjándu öld voru sumk klerk- ar í Krossþiing'um kyniegir kvistiir — sem víðar um sóknir. Einn þeirra var séra Loftur Rafnkels- son, er kom til kallsins árið 1735. Loftur var prestur á Krossi í 15 ár. Hann var dæmdur frá kjóli og kalli á miðju ári 1750. Á undan honum var sóra Sigurður Árnason prtetur á Krossi. Var Jón biskup Vídalín móðuirbröðir hans. Séra Sjjgurður Ámason var og dæmduir tfrá prestekap fyrir embættisglöp. Þótti Ihonum sopinn of góður. Á jólanótt 1734 ætlaði séra Sigurður að haida guðsþjónustu í Vomúla- staðakirkju. Var hann þá svo ! drukkinn, að hann féll firá altar- inu fram á gólfið. Klerkur var þá færður úr messuskrúða og lagður upp á bekk, en eigi gat hann sung- ! ið messu daginn eftir. Sagt er, að meðhjálparinn hafi þá farið á móti ; fólkinu, sem var á leið heim að i istaðnum, og sagði við það: : „Fari hver heim til sín. Prestur- i inn liggur dauðveikur uppi á { Vomúlastöðum“. ■ Á undan Sigurði og Lofti voru ! ýmsir sómaklerkar á Krossi, til j dæmis þeir feðgar Eirikur Þor- i ! 914 ^ steinsson og Gísli Eiríksson, er sátu að Krossi lungann úr sey- tjándu öldinni, frá 1634 til 1690. Þeir fengu báðir viðurnefnið „for- maður“ vegna þess, að báðir voru formenn vdð Landeyjasand. Loftur Rafnkelsson fæddist manntalsárið 1703. Hann var son Rafnkels bónda Þorlákssonar í Mið bæli undir Eyjafjöllum, Jónssonar á Geirlandi á Síðu. Kona Rafnkels og móðir séra Lofts var Ragnhild- ur Tómasdóttir. Hún átti síðar Bjarna Eiríksson á Geiirlandi. Árið 1703 var tvíibýli að Miðbæli. Rafnlkell bóndi var þá einu ári bet- ur en fertugur, en Ragnhildur röskleiga þrítug. Börnin voru fjög- ur: Þóra 13 ára, Nikulás 10 ára, Hildur tveggja ára og Loftur yngst ur, 10 vikna. Árið 1709 var Rafnkell talinn eigandi átta hundraða í Miðbæli, en alls var torfan talin þrjátíu hundiruð með Gíslakoti. Séra Ein- ar Magnússon í Guttormshaga átti part í jörðinni, er RafnkeU hafði til afnota. Miðbæli mun hafa verið með betri jörðum sveitarinnar. Miðbæli hið forna var þó mun stærra. Þar var nú sandur er bærinn stóð fyrr. Útræði var úr Miðbælisvörum um langan aldur. Kirkja var í Miðbæli, er hér var komið, og „framliðinna gröftur“, embættað þá fólk kom til altaris, lika stundum á bænadögum um föstu af prestinum í Hólum. Rafnkell undiirritaði hluta af jarðabók sveitarinnar, ásamt öðr- um bónda. Var hún samanskrifuð í Miðbæli „eftir tilsögn og undir- réttingu almúgans“. Rafnkell bóndi hafði tólf nautgripi í fjósL Til hlunninda er talinn reki gagn- legur. Tvær ár, spilltu högum og engjum og báru fram grjót og leir yfir slægjur í vatnavöxtum, svo heyskapar naut þá ekki. Fén- aði var hætt vegna lækjar í land- areigninni. Fjörusandur spillti túni í stórviðrum og engjavegur torveldur. Jörðin var landþröng upp á haga, þótt ahstór væri. Um útræðið segir, að það sé mjög hættusamt, sökum brimasamrar lendingar. Þó sæki hingað menn til róðra „fyrir austan vatn, svo og nokkrir úr Pljótshlíð, Hvolhreppi og Rangárvöllum, líka austan yfir Mýrdailissand“. Kirfcjan átti fjörurra skógarteiga beit í Langanesi, en hún var ör eydd, er hér var komið. Loftur bóndason frá Miðbæli var kominn í Skálholtsskóla árið 1720 og útskrifast 1726 af Bjarna skóla- meiistara Halldórssyni. Um hann varð sagt, að hann hefði „vel þént skólanum“, en átti þar fremur skamma dvöl. Á fyrstu skólaárum T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.