Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 19
lega að sannfæra mig um það, að ekkent væri að mér, og að ég mundi flytja erindi mitt á réttum tíma við góðar undirtektir. Doktor Erik er góður meðalmað ur á hæð, herðabreiður og þrek- legur, enda hafði hann marga hildi háð. Hafði hann þrátt fyrir langt nám orðið að gegna herskyldu fyr- ir land sitt og þjóð. Var hann liðs- foringi í stríðinu við Rússa vetur- inn 1939—1940 og lét þá hvorki spara púður eða blý. Hann var mjög líkur Mýramönnum, afkom endum Egils Skallagrímssonar, og í mesta bróðerni benti ég hon- um á, að hanm gæti vel verið af- komandi hans, jafnvel í beinan karUegg. Þeir, sem kunnugir eru Egilssögu, minnast þess, að Egill fór á unga aldri vítt og breitt um Noreg og Svíaríki. Höfundur sög- unnar er orðvar. Hann grednir ekk- ert frá kvennafari Egils. Það var ekki tízka þess tíma. Ungur og glæsilegur, stórskáld með heitar tilfinningar, leggur Egill land und ir fót. Hann er ekki alltaf að berja á óvinum sínum. Hann leggst ekki alltaf einn undir röggvarfeld á síð- kvöldum. Dætur norðursins voru þá eins og nú hýrar og elskulegar með mjúka arma og hvelfd brjóst. Gat ungt skáld frá íslandi látið þær með öllu afskiptalausar? Það er vægast sagt fremur ósennilegt. Nei, Erik vinur minö, afkomandi sænskra aðalsmanna, sem lögðu undir sig stór svæði í Finnlandi á sínum tíma, gat vel verið afkom- andi Egils. Þegar ég hafði sagt honum af ferðum Egils og liug- myndum mínum varð hann æ sannfærðari um það, að ég færi með rétt mál. Daginn eftir varð ég að afla mér vegabréfs til Finnlands, áritað í finnska sendiráðinu. íslenzka vega- bréfið var ekki tekið gilf nema sem fylgiskjal. Farþegaferjan milli Stokkhólms og Helsingsfors fór þá tvær ferðir á viku, og var ákveðið, að ég tæki mér far með henni næsta dag klukkan tvö eftir há- degi. Þá var sólskin og næstum þrjátíu stiga hitd í Stokkhólmi. Far þegar voru það margir, að ekki gat nema nokkur hluti þess fjölda fengið svefnklefa yfir nóttina, aðr- ir urðu að búa um sig á þilfari skipsins, sölum og göngum. Gert var ráð fyrir, að skipið kæmi til Helsingfors árla morguns daginn eftir. Þegar þetta gerðist koru aðeins tvö ár frá styrjald>rlokum. Nóg var þá af öllum vörum í Stokk- hólmi, en Finnland var ilia leikið. Þar var óskaplegur vöruskortur, sórsítaklega í Helsingfors og kem ég að því síðar. Flestir þeir, sem með skipinu voru í þessari ferð, fóru með fullar töskur af alls kon- ar vöru til vina og kunningja í Finnlandi. Sagt var, að tollvfir- völd mundu láta alla slíka vöru af- skiptalausa, þegar vitað var, að um gjafir var að ræða, enda varð sú reyndin, er til Finnlands kom. Farþegar með skipinu voru af ýmsu þjóðerni, en þó langsamlega flestiir Finnair búsettir í Sviþjóð, aðallega Stokkhólmi. Nokkrir, sem ég vissi um voru frá baltnesku löndunum, og var erindi þeirra að hitta vini og kunningja í Finn 1-andi. Eins og flestum er kunnugt höfðu Rússar þá innlimað öll balt nesku löndin (Eistland, Lettland , og Litháen) í ríki siítt og urðu allir . að sitja og standa eins og þeir vi-ldu. Vegna hitans þennan sólríka sumardag voru flestir léttklæddir, sérstaklega dömurnar á þilfari skipsins, en sumar lágu þær í sól-, baði allt til kvölds. Veitingar voru bæði miklar og góðar og verðinu í hóf stilit eins og venja er á slík- uim skipum utan iandhelgi ailra landa. Var glaumur og gleði allan daginn og næsbum alla nóttina, enda margir, sem engan ákveðinn svefnstað áttu, en sumir sváfu í stólum eða lágu flötum beinum á þilfari, sveipaðir þykkum teppum. Siglingaleið þessi er öllum ó- gleymanleg um hásumar í sól-skini og hita. Fyrst skógivaxnar eyjar við strönd Svíþjóðar. þá Álandsey ar í Eystrasalti, og að lokum löng sigling við strendur Finnlands milli eyja og hólma Eins og að líkum lætur gafst góður tími til þess að tala við fólk. Einn að þeim mörnnum, sem ég komst í kvnni við, var landflótta Eistlendingur, sem búsettur var í Stokkhólmi Við getum kallað hann Pál. Páll var að heimsækja vinafólk, er búsett var í Suðux-Finnlandi, nokkuð langt frá Ilelsingfors. Faðir Páls liafði verið stórbóndi á vestursbrönd Eist lands .Fyrir mörgum öldum hafði forfaðir hans, sem var sænskur, setzt að á Dagey, en_á þeim tíma voru allar eyjar við vesturströnd- ina byggðar norrænum mönnum, aðáltega sænskum. Systkini Páls Mannerheimgata í Helsingfors. T f M 1 N N — SUNNUDAGSI5LAÐ 929

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.