Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 7
málskostnað, alls sjð rikisdali til mótparta sinna. Þann tuttugasta og sjötta júní 1750 á Krossi hafði séra Ingimund- ur haldið rannsókn í málinu. Var séra Lofti þá meðal annars fund- ið til áfellis ,að hann hefði hindr að embæt'tisgerð séra Páls Högna- sonar í Krosskirkju tuttugasta og fyrsta september 1748, svo séra Páll hefði orðið að brjóta upp kirkjuna. Þá hefði séra Loftur og hellt niður vatni úr skírnarskál- inni fyrir séra Páli þá er liann ætlaði að skira barn. í synódódalrétti sextánda júlí 1750 var dómur Sdgurðar prófasts staðfestur og séra Loftur dæmdur frá kallinu, og mætti hann ekki prestsamíbætti þjóna, nema hann fengi uppreisn hjá konungi. Þá skyldi hann greiða prófasti átta ríkisdaU í kost og tæring og auk þess einn ríkisdal til fátækra prestsekkna fyrir „óskikkanleg- heit fyrir synódalréttinum við dóm endurna sama dag og dómurinn var upp kveðinn. í synódalrétti tólfta júlí 1751 sættust þeir Sigurður prófastur og séra Loftur um alla misklíð þeirra á milli, sektalaust á báðar hliðar, en séra Loftur hafði stefnt prófasti fyrir synódum til að verja aðgerðarleysi sitt í því að taka af honum synjunarreið fyrir orðrómíinn um sauðaþjófnaðiinn og fyrir dóm á Krossi tuttugasta og sjöunda júní 1750. Þann tuttugasta og fjórða októ- ber 1748 á Meðalfelli í Kjós gerðu þeir samning sín á milM séra Loft ur og séra Magnúls Þórhallson, þess efnis, að séra Loftur lofaði séra Magnúsi fæðá og húsnæði og nauðsynlegri þjónustu, ókeypis hesti um sóknirnar og tveim hundr uðuim í kaup árlega fyrir prests- verk í Krossþingum, utan kirkju og innan, sem aðstoðarpresti, með an mál séra Lofts stæðu yfir, svo lengi sem þeim um semdist. Átti séra Magnús að fara austur þang að í næstu viku. Var þetta eftir ráðstöfun og tilhlutan Ólafs bisk ups. En eftir skipan amtmannsins tólfta ágúst 1748 hafði Sigurður prófastur í Holti boðið nágranna prestunum, séra Gísla Snorrasyni í Odda og séra Páli Högnasyni, að þjóna prestakalli séra Lofts í úti stöðum hans. Vildi því prófastur ekki hleypa séra Magnúsi að prests- þjónustu þar, enda þótti honum vanta áreiðanlegt samþykki blsk ups. Þann sjöunda oktöber hafði Ól- afur foiskup sefit tséra Loft fró emb ætti eftir aðfarir hans við presta- sttfnuna á Krossi fyrsta ágúst, þeg ar rétturinn hafði orðið að flýja úr kirkjunni út í kirkjugaxð og ioks að bverfa á brofit vegna at- hæfis hans. Séra Loftur hafði orðið veikur vorið 1747, svo að hann upp frá því gat lítt sinnt prestverkum. Virð ist harnn hafa sturlazt á geðsmun um því að hann varð miklu van- stilltari í skapi en áður. Bái'u með hjálparar hans, að hann hefði hag- að sér vel í embæfiti sánu fiil þess tíma, er hann veiktist þá um vor- ið. En síðan hafi hann ekkd gefiað þjónáð eins og vera ætti, þótt hann hafi oft sýnilega neytt sig til þess. Auk þess sé hann öðru vi-si á geðs- munum en áður, en ef hann nái heilsu sinni og fyrra skapferli og yfirvöldin telji hann saklausan af orðrómi þeim, er I vetur hafi um hann heyrzt (um sauðatökuna), þá viiji þeir hafa hann sem sinn prest sem áður. Hafði biskup skrifað prófasti að grennslast eftir hátt- erni séra Lofts hjá sóknar- mönnum hans, trúlega áð mestu vegna þessa orðróms. En fyrir þetta vottorð meðhjálp aranna stefndi séra Loftur fjórum meðhjálparanna af fimm, þeim Birni Ólafssyni á Vomúlastöðum, syni Ólafs sýslumanns ,klaka“, Einari Sveinssyni á Skíðbakka, sem prestur taldi forgöngumann málsins gegn sér, Vigfúsi Illuga- syni í Seli og Magnúsi Magnússyni á Úifsstöðum. Var hinn síðar- nefndi talinn all'gott allþýðuskáld og mörg ijóða hans eru í Lands- bókasafni. Krafðist prestur skýr inga á því hvers vegna þeir vildu fá sér annan prest og hvaða orð rómur það væri, er þeir ættu við. En þeir fengu séra Magnús Ein- arsson í Butru fyrir málsvara sinn. Eftir prestastefnuna á Krossi fyrsta ágúst, þar sem séra Loftur hafði valdið spjöllum, rituðu þess ir fjórir meðhjálparar Pingel amt- manni þriðja ágúst 1748, skýrðu honum frá atferli séra Lofts á prestastefnunni, og hvers þeir megi vænta af honnm. Segjast peir ekki lengur geta þolað hann. Á prestastefnunni á Krossi ann- an og þriðja október lýstu með- hjálpararnir yfir að þeir hefðu átt við sauðaþjófnaðarorðróminn í vottorði sínu fjórða júní. Og sSra Loftuir gat sannað þar á einn þeirra, Einar Sveinsson, að hann hefði sagt, að sér væri engin æra í því að vera meðhjálpari sauða- þjófsms. Samt sem áður dæmdi prófastur séra Loft í fjörutíu álna sekt til meðhjálpara fyrir óþarfa málsýfingu. En aðalvitnaleiðsl- an skyldi fara fram á Vomúlastöð- um ellefta október. Þann sjötta febrúar hafði Þor steinm Magnússon sýslumaður halldið þinig á Krossi út af svört- um hrút, er Erlendur Jónsson hafði hirt úr fé séra Lofts haustið áður. Var gefin skýrsla um þetta fyrir réttinpm, og lýsti Erlendur yfir, að hanin teldi séra Loft sak lausan af óleyfilegri töku á þess- um hrút, og svo var þvi lokið. En út af þessu hefur orðrómurinn hafizt, og bættist síðar við um óheimild séra Lofts á fleiri kindum. En svo bauð biskup prófasti að rannsaka þetta sjöunda maí 1748. Við vitnaleiðsluna í prófastsrétt- inum á Vomúlastöðum ellefta til sextánda október, sem fyrr getur, var meðal annars vitnað um, að prestuir htfði verið grunaður, um óheimild eða töku á fjórum til fimm (sumir' segja sjö) kindum og eina þeirra hefði eigandinn þekkt sem sína eigin og tekið hana í sauðarétt, en hún hefði þá verið með niarki prestsins, og það ekki fuUgróið. Hafði vitnið sýnt séra Lofti kind þessa og hann sagt, að hann skyldi fara með hana, því að prestur kvaðst ekki vilja eiga hana. Einnig var vitnað, að séra Loftur befði tekið hrosishá eða látið flá húð af hesti í heimildar leysi, en skálað henni þó síðar. Þá er honum þótti komu fólks seinka til kirkjunnar, hefði hann sagt: „Kannski djöfullinn hafi sett gleraugu á nefin á því, úr því það kemur svo seint“. Vottað var og að þá er hann þjónustaði kvenmann í heimahús- um, var hann svo drukkinn, að vininumaður bóndans vairð að hafa upp innsetningarorðin fyrir presti og teyma hestinn undi-r honum, er hann fór, og hefði sú þjónustan ekki verið sjúkum manni til hugg unar eða trúarstyrkingar. Sitthvað fleira var vitnað presti til áfellis. Árið 1751 áfrýjaði sóra Loftur afsetningardómi alþingispresta- stefnunnar til hæstaréttar, sbr. bréf Ólafs biskups ti'l Rantzau stift amtmanns tuttúgasta og sjöunda T 1 M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 917

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.