Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 14
Georg Búason, stúdent, lézt fyrsta námsveturinn í Kaupmannahöfn. tvær silfurskeiðar, skreyttar fögru hörpudiskamynztri. Skeiðarnar voru upphaflega tölf, og voru boðnar tvær krónur í þær altar Sá, sem bauð, gaf ekkiunni k'OKt á að kaupa þær aftur á sama verði, en hún só sér það ekki fært, slíkt var féleysi hennar, að taka nema tvær. Eru þær enn í eigu niðia hennar. Hún átti nú ekki annars kost en ferðast aftur yfir fjötl og heið- ar heim í Hrútafjörð Tvö stjúp- börn hennar ílentust í Skaftafells sýslu, en fjögur fóru m,eð henni, Guðrún og Jón, sem verið höfðu í kláfunum. og tvö vngri, fædd að Ásum. Guðrún var átján ára, þegar hún kom í Hrútafjörð aftur, yndis- leg stúlka. Ljóst hárið liðaðist nið- ur um fingerðan líkamann. í grá- um augunum speglaðist enn bjarmi skaftfeliskra gleðistunda, fram á elliár birti. yfir svip hennar, þegar minnzt var á það byggðariag. En hafi hana í kláfnum forð um dreymt, þar sem hún fór um sveitir, að lífið yrði heillandi ævin týri. þá var það tál eitt og blekk- ing- Fv^r en varði stóð hún í strangri lifsbaráttu, snauð hús- móðir í harðbýlu landi á erfiðum tímurn. Bróðir hennar og bezti vinur gekk menntaveginn og varð pró- fastur. Sjálf var hún mjög bók- hneigð, en fátækar sveitastúlkuir Sólveig Sigríður, dóttir þeirra hjóna, dó á fermingaraldri úr barnaveikl. í lok nítjándu aldar fóru ekki til náms. Hún giftist nófrænda sín um, Búa Jónssyni á Kollsiá, og þau fóru að búa móti föður hans. Þau voru ólík í skapi, frændsyst- kinin. Búi var mjög örlyndur, hún stiil'lt, og ýmislegt varð til að gera sambúð þeirra erfiða, eink- um framan af. Hann var dugnað- armaður, en búnaðist ekki vel og þau voru jafnan mjög fátæk. Þau voru ekki ein um það. í Bæjarhreppi, þar sem þau bjuggu, var harðbýlt, og nú eru þar niu bæir í eyði. Þá voru engar trygg ingar, engin lán, engar skemmtan- ir og yfirleitt ekkert um að gera nema berjast við að lenda ekki á sveitiinni. Danskur kaupmaður á Borðeyri annaðist allan útfl-utning. Hann var einráður um kaupverð afurða. Hann réði líka hvað hann seldi kramvöru sína dýrt. Riis hét haun og var einkennilega vinsæll, þótti orðheldinn í viðskiptum. En hversu hátt verð, sem hann bauð fyrir saltkjöt Strandamanna, þá hrökk það oftast skammt til kaupa á nauðisynjiavörum úr verzlun hans. Hann hafði góðar gætur á reikningum fátækari bænda og neitaði þeim alveg um úttekt frá réttum til jóla, ef þeir skulduðu, sem oftast var. Fyrir jólin fékkst eitthvað smávegis, en meiri háttar viðskipti urðu að bíða fram yfir áramót. Valgerður Tómasdóttir, systir séra Brands, átti fjórtán börn og missti öll. Tíu pottar af olíu urðu að end- ast fram á aðventu. Svo það var sparað og sparað. Sárast var að geta ekki haft ljós að vild í lágri, kaldri baðstofunni, þar sem bókin var einasti unað- urinn, eina gleymsikulyfið. Guðrún átti fjarsba bágt með að hætta lestri, en um anrnð var ekki að ræða en siökkva snemma. Hin löngu rökkur var líka slökkt. Þá leiddiist krökkunum. Þau voru hrædd við myrkrið og dreymdi, að tröllskessur væru að reyna að krækja í þau í göngun- um. Og það dýrðlegasta við jóla- hátíðina var í þeirra augum afar einfatt atriði: Að fá að sofna við ljós og vakna við það aftur. Kuldinn var jafnvel skárri en myrkirið. Á vetrum var glugginn loðinn innan af þykku hrími. Börn in skófu það mieð skeið niður í vaskafat og báru út á hlað, kysstu síðan á glerið, til að gera það gagnsætt. Eina hitunin var ofnrör, sem lá úr eldhúsinu að neð- an og upp í gegnum þekjuna. Til hlýinda sváfu elztu dremg- irnir tveir í rúminu hjá ömmu sinni, maddömu Valgerði. Alls urðu börnin fimm, fjórir drengir og eim stúllka. Yngsti sonurinn, Ásgeir, var lík- amlega bráðþroska, en vangefinin. Hann lifði langt fraim á fimmtugs- aldur, og móðir hans skdtdi hamn aldrei við sig, fór með hann til 924 lÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.