Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 15
Kollafjarðarnesi. Þau GuSrún voru á barnsaldri flutt i kláfum á sama hest- inum austur í Skaftártungu, og alla tíS var mjög kaert meS þeim systkinum Reykjavíkur, þegar hún var orö- in ekkja eftir langan búskap, og bað til guðs, að hún mætti lifa hann, svo hann stæði ekki uppi ei-nn í heiminum. Enginn gladdi hana betur með öðru en því að veira góður við „Geira“, og hana tók sárt, ef menm gerðu gys að homum. Einkadóttirin, Sólveig Sigríður, var falileg telpa og líktist móður sinni, hafði ljóst og sítt hár. Hún óx og dafnaði, þangað til snemma vorið áður en hún átti að fermast. Þá smitaðist hún af barnaveiki. Það var snjóþungt og ill færð, en faðir hennar fór kringum Hrúta- fjörð og sótti lækni á Hvamms- tanga. Hann greindi sjúkdóminn, sendi eftir öðrum' lækni í Búðar dal, og saman gerðu þeir barka- skurð á barninu, sem var komið að köfmun. Þetta virtist ætla að takast, telpunni létti um nóttina. Þá biláði hjartað. Dauði einkadótturimnar var ef- laust sárasta atvikið i lífi Guðrún- ar Brandsdóttur. En jafnvel það, að örmagnast af harmi, eru for réttimdi hirnna auðugu. Húsfreyj- an hafði læknana tvo að annast, og þurfti áð auki að ferðbúa mann sinn, svo að hann gæti fylgt þeim til síns heima. Hún fór snemma á fætur morgunimn eftir að gera honum skó. Sonuir hennar, Hermamn, nú ætt faðir í Borgarnesi, en þá smásnáði, tók eftir því, að tárin hrundu í sífeMu niður á hendurnar á ii fnnh Hann var of ungur til að skilja Þegar séra Brandur iézt áriS 1891, var búiS boSiS upp. AS því loknu átti ekkjan ekki nema börn sín og föt — og þessa silfurteskeið og aSra eins. Einar Jónsson á TannstaSabakka í HrútafirSi smíSaSi þær. það, sem skeð bafði, og spurði: og virtist h-afa sigrað örðugasta ■ „Mamma, ætlarðu alltaf að gráta svona?“ En hún svaraði: „Ég veit það ekki, vin.ur min-n.“ Dagarnir urðu þungir og óbæri- leigir. Þá drey-mir hana eina nótt, að hún sé komin austur að Ásum í SkaftafeH'ssýsl-u og allt sé eins og í gamla daga. Slíkur draumur spáði góðu, og um daginn fékk hún frá systur sinni bók, sem átti eftir að verða henni kærust rita. Það var „Árin og eiiífðin“, eftir Haraid Níelsson. Skrif hans um framhaldslíf gáfu he-nn-i nýjan líf-slþrótt. Trú hennar á þau skrif var enn ekkl fullireynd. Elzti sonur þeirra hjóna hét Georg og líktist mjög móður sinm. Hann hafði erf-t bókfýsi hennar og næmi, viljaþrek og dagfarsprýði. Honum datt í hug að verða verk- fræðingur, og lét ekki féleysi telja sér hughvarf. Frændi han-s lánaði honum fyr- ir fæði og húsnæði einn vetur í ga-gnfræðasikóla, síða-n fék'kst hann ýmist við kenmsiu eða síldar- bræðslu og tókst með ýtrustu sjálf-safnieitun að ljúka fjórða og fim-mta bekk menntaskólans. Að haustinu greiddi hann húsnæði og fæði fyrirfram og keypti sér bæk- ur. Síðan urðu guð og lukkan að ráða, hvort han-n ætti kol í ofn- inn. B-róðir hans, Brandur, bjó með honum um tíma og minnist þess, að einu sin-ni gátu þeir ekki kynt í heila viku. Georg las með vettlin-ga á höndum. Það var mikil gleði, þegar Brandur fékk loks greidd vi-nn-u'ltauin fyrir uppskipun og ko-m he-im með kolapoka á bak imu. Sumarið eftir fimmta bekk ætl- aðd Georg enn að vinna fyrir sér við síldarbræðsiu, en afli brást og um ha-ustið var hann gersam-lega féla-us. En ekki datt honum i hug að gefast upy Itaa. las sjötta bekk heiina, n-áCi próffim og fékk í han-s augum óhemju té. Um h-áustið fór hann utan hjalann. Þrem mánuðum síðar var hann liðið lík. Hann hafðd fengið • spönsku veikina og upp úr henni ; lu-ngnabólgu og ekki á-tt nóg mót- • stöðuþrek. Móðir hans lét ekiki bugast og sótti sér styrk í rit Haralds Níels- ’ sonar sem fyrr. Hún átti eftir tvo heilbrigða syni, Brand og Her- mamn, og eru þeir en-n á lífi. Sum- a-r frændkonur hennar höfðu misst meira. Harðast leiki-n var Valgerð ur, föðursystir hennar. Valgerður giftis-t efnuðum dannebrogsmanni í Húnavatns- ’ sýslu, sem síðar tapaði öllu fé sínu, með því hann hafði gengið í ábyrgðir fyrir men-n. sem ékki stóðu í skilum. Þau eignuðust fjórtá-n börn, og misstu öll. Yngst- ur var Jón, og komst hann yfir tvítugt. Þá var han-n á leið heim frá Reykjavík, þegar hann ve-ikt- ist í Bor-gamesi, og fréttist ekki af honum norður, fyrr en búið var að jarða han-n. Má nærri geta, hví- lík tíðindi það hafa orðið fyrir foreldra hans. Og margt varð Valgerður Tóm- asdóttir að reyna á sinni ævi, sem áður er frá sagt. En það, sem gerði Guðrúnu Brandsdót-tur óvenjulega, var henn ar þjálfaða lu-nd. Hún agaði hana svo, að hver taóisti hefði verið fuli- sæmdur af. Mestu synd mannMfsins, ef til vill að morðum og ránum undan- skildum, taldi hún vera mannlast. Hún talaði aldrei illa um aðra, og væri hún þar, sem menn höfðu uppi bakmælgi, kom þjáningasvip ur á a-ndlit hennar, og venjulega þurfti ekki meira til aþ breytt væri um umræðuefni Hún leitaðist við að sjá það bezta í fari an-narra og vitnaði í því sambandi gjarna til orða Har- alds Níels'sonar um fossinn á Kleifum í Gilsfirði. Þegar hvasst er, feýkir vi-ndurinn fossinum út í buskan-n, svo han-n sést ekki, en neðar í ái'vegin-um kemur vatnið T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 925

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.