Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 20
voru þrjú, en hann var nú einn á lífi. Systir hans dó á unga aldri, en bræðuir hans tveir, sem voru eldri, féllu báðir í styrjöldinni. Saga Eistlands er saga blóðsúthell- inga frá fyrstu tíð. Siðasti þáttur þeirrar sögu er yfirgangur Rússa og alger innlimun baltnesku land- anna í Ráðstjórnarríkin. Faðir Páls var mikiil ættjarðarvinur og barðist gegn yfirgangi erlendra stórvelda og vonaði í lengstu lög, að þjóðin fengi að halda sjálfstæði sínu, sem hún fékk í lok fyrri heimstyrjaidar. Þetta vissu Rússar. Kvöld eitt var hann tekinn á heim- ili sínu og fluttur til Reval, ásamt mörgum helztu mönnum byggðar- innar. Saga þeirra varð ekki lengri. Þeir voru taldir fjandmenn ríkj andi valdhafa og skotnir eftir tvo eða þrjá daga. Páll var ekki heima þetta kvöld, en hann vissi að röðin mundi koma að sér fyrr eða síðar. Nokkrum dögum síðar afréð hann, ásamt vini sínum, að flýja á litilli trillu, sem hann átti, og skyldu þeir í fyrsta áfanga reyna að komast til Finnlands. Sú ferð varð bæði erfið og hættuleg. í skjóli náttmyrkurs komust þeir frá ströndinni út í skerjagarðinn fyrir utan, en þá varð að fara variega, því að rúss- neskir fallbyssubátar voru alls stað ar á sveimi og beindu leitarljós- um í allar áttir. En lánið var með þeim. Þeir urðu ekki fyrir nein- um sérlegum óhöppum á þessari leið, og þegar komið var inn í finnska skerjagarðinn, voru þeir úr allri hættu. Frá Finnlandi komst Páll nokkru siðar yfir til Svíþjóð- ar. Þessi saga Páls er lík sögum miargra annarra flóttamanna, sem komust til Svíþjóðar á þessum ár- um, fengu þar atvinnu og una vel hag sínum. Nú var ferðinni yfir Eystrasalt lokið og skipið komið í höfn í Helsingfors. Þar var tekið á móti mér og fleiri, sem ætluðum á kenn araþingið. Þar var Johan L. Birck, faðir Eriks. Ég hef aldrei þekkt gestrisnara fólk, en þessa elsku- legu Finna. Áætlaðan dvalarkostnað fékk ég strax greiddan, nokkur þúsund mörk, en búið var að útvega mér dvalarstað á ágætu gistihúsi. Ég var með ágætt kort af Helsingfors, og sá ég fljótlega, að gistihús þetta var skammt írá aðalgötu borgar- innar, Mannerheimgötu, eða eins og hún heitir á finnsku: Manner- heimenkatu. Allar götur í Helsingfoirs heita tveimur nöfnum, sæniskum og f'innskum, en eins og flestum er kunnugt eru bæði málin ríkismál í Finniandi. Kennaraþingið stóð dagana 1. til 5 júlí, og flutti ég minn fyrir lestur þann 3. júlí, eins og ákveð- ið var. Var þess getið í Helsing- fors Dagblad. Farið var í ýmsar kynnisferðir alla daga þingsins, síð ari hluta dags og á kvöldin, en þessar ferðir voru skipulagðar og fyrirfram ákveðnar. Eftir að þingi lauk, þann 6. og 7. júlí, var far ið í ýmsar ferðir út úr borginui. Gátu alldr þingfulltrúar, sem vildu tekið þátt í þessum ferðum. Lengsta ferðin var til Borga, í austur frá Helsingfors, skammt frá Finnskaflóa. Borgin er ein af allra elztu borgum Finnlands. Þar eru margar fagrar bygging- ar, byggðar á sautjándu og átj- ándu öld. Dómkirkjan er þó mun eldri, byggð um 1400, fræg fyrir málaralist þess tíma. Þá má nefna Ihús skáldkonungsins, þ.e. húis stórská'ldsins Runeberg. Hús þetta átti Runeberg og bjó í því öll sín síðu-stu æviár, dáinn 1877. Hús gögn, bækur, myndir á veggjum og aðrir munir eru eins og þeir voru og á sama stað í húsinu eins og Ruinebe-rg skildi við þá fyrir tæpri öld. Vegn-a þess, hve mikið er þar af gömlum listaverkum og bókasöfnum frá fyrri öldum, er Borgá oft nefnd borg borganna. Rússair gerðu miklar loftárásir á Bor-gá, en garnli borgarhlutinn slapp algjörlega óskemmdur. Ég ma-n eftir einu hverfi í útjaðri Borgá, þar sem ekki stóð steinn yfir steini. Þar voru flest hús úr timbri, sem u-rðu eldinum að bráð. Ekki var búið að endu-rbyggja þetta hverfi 1947. Undir kvöld héldum við aftur til Helsingfors, borgarinnar hvítu við Finnskaflóa. Mestur hluti borg arimuar er byggður á töngum og hólmum. Þar va-r smáþorp um 1550, og saga Helsingfors kemur lítið við sögu þjóðiarinnar, fyrr en 1813, þegar yfirstjórn landsins sezt að í Helsingfors. Hin gamla höfuðborg landsins er Ábo, sem á merkilega sögu. Sá sem ferðast um götur Helsin-gfors, sér strax, að þar er ekkert af gömlum hús- um. Flest húsin eru ný eða ný- leg, stíllirein og fögur. Finnar hafa átt miarga anjala verkfræð in-ga og li-stamienn, sem hafa gert T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ Gamalt hverfl í Borgá, lítil hús og þröngóttar, krókóttar götur. En byggingar eigi a8 síður fallegar. 930 '

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.