Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 2
Þíítur í skjönum Pálmi Hannesson var ungur að árum skipaður rektor menntaskólans í Reykjavik. Að líkindum væru þeir vandfundn- ir nú, er treystu sér til þess að draga í efa, að þá hafi vel tekizt rektorsvalið, en hinir munu ófáir, er það ætla, að aldrei hafi maður honum fremri ráðið ríkjum í gamla skólahúsinu við Lækjargötu. Pálmi var að eðli og þjálfun frábær drengskaparmaður, ár- vakur, skyldurækinn og stjórn- samur skólamður, ágætlega menntaður og mikill hugsuður, bar hag skóla síns og nemenda fyrir brjósti svo sem frekast mátti verða, sjálfstæður í skoð- unum og einbeittur í hverri raun, góður og natinn kennari, gæddur fölskvalausri ást á landi og þjóð, tungu og mennt- um, íslenzkumaður einn hinn allra bezti um sína daga. Eigi 9Íður var frá fyrsta degi kappsamlega að því róið að vekja á honum óvild, og svo fast var róðurinn sóttur, að hann varð árum saman að eyða ekki svo litlu af orku sinni og þreki til þess að verja skólann áföllum. Orsökin var sú, að þeim, sem þessari ófrægilegu herför stýrðu, gazt ekki að stjórnmálaskoðunum hans og hötuðust við þann sem valið hafði hann til embættisins. Ekkert v,ar um þaS skeytt, þótt hann væri einmitt réttur maður á réttum stað, er ekki verður sagt um alla embættismenn, hvorki fyrr né nú, og ekki var heldur um það hirt, hvað í húfi var, þar sem var skólinn og starf hans. Það var þreki, mannkostum og hæfileikum Pálm-a að þakka, að tjónið varð miklum mun minna en til var stofnað. Æsingarnar gegn hon- um e'ru dæmi þess, sem lakast hefur verið sprottið af póli- tísku ofstæki í landinu. Þetta er rifjáð hér upp af nokkru tilefni. Nú í haust birt- ist í nemendablaði í HamrS- hlíðarskóla grein, þar sem far- ið var ómildum orðum um lög- reglu landsins og hlutverk hennar. Þetta var ungæðisleg grein og öfgakennd um sumt, og er það ekki óþekkt, að skap- heitir menn á reki höfundar skjóti yfirmarkið. Þeir, sem eldri eru og ættu að vera reynd ari og gætnari. falla meira að segja ósjaldan 1 pá gildru. Þó eru málsbætur þær, að varla verður því hnekkt til fulln- ustu, að lögreglu landsins er misjafnlega beitt í skærum, eftir því við hverja er að eiga og gegn hverju og hverjum mót- mæli eru höfð uppi. Þá afsök- un aðra hafa einnig ungir menn, sem hvatskeytlega skrifa og tala og harkalega mótmæla, að ráðsmennska valdamanna eldri kynslóðarinnar í heimin- um yfirleitt, og þar með for- sjá þeirra hérlendis, er með miklum lýtum. Á það er einn- ig að líta, ef menn vilja skilja, hvað býr bak við skrif af þessu tagi, og mættu þá þeir, sem hneykslast, stundum hugsa til sjálfra sín. Af þessu hefði þó orðið lítil saga, ef útbreiddasta blað landsins hefði ekki tekið sig til og endurprentað greinina og látið fylgja þau eftirmál, sem viljandi eða óviljandi eru ti] þess eins fallin að vekja úlfúð í garð hins unga skóla, er þó hefur þegar fengið á sig það orð, vonandi með réttu, að þar sé borin meiri umhyggja fyrir nemendum en gengur og gerist og alúð lögð við að leita ráða til þess, að námið beri æskileg- an ávöxt. Ekki stóð þá heldur á því, að ofstopafullt fólk, sem ekki skirrist við að skara eldi að glæðum, hlýddi kalli: Hnút- urnar í garð skó'lans komu eins og bergmál, án þess að hót væri um það skeytt, hvaða dilk það drægi á eftir sér, ef af þessu risi alda, er afl hefði. Réttlæt- inguna ætla ég af sama toga og oft áður, þegar til pess er grip- ið, er síður skyldi: Grun eða vissu um, að í skólanum séu einhverjir menn með stjórnmála skoðanir, sem þessu fólki er í iiui nöp við. Þá er gleymt, hvað er kjarni og aðall lýðræðis: Að menn eiga jafnan rétt til emb- ætta og starfa og náms og starfsfriðar, hvaða stjórnmála skoðanir sem þeir aðhyllast, og ef sú regla er ekki í heiðri, er lýðræði dauð og marklaus nafn- gift. En sep betur fer þykist ég hafa sannfrétt ag fólkið, sem við skólann á að skipta, hafi ekki látið þessar árásir eitra hug sinn. Óbilgjörn tú'lkun eins pilts á skoðunum sínum veitir engum manni siðferðilegan rétt til þess að blása í herlúðra gegn heilum skóla, sem landi og þjóð, jafnt sem einstaklingum, rið- ur á, að fái að starfa í friði. Slíkt er ekki nein átylla til þess að magna róg og fjandskap gegn stofnun eða einstaklingum. Hyggnum mönnum ætti hún aft ur á móti að vera hvatning til þess að hugsa um það af góð- vild og einlægni, hvað farið hef- ur svo afskeiðis í mannfélaginu, að ungt fólk getur ekki hamið reiði sína, og reyna að gera þar á leiðréttingu, þegar brotalam- irnar finnast, áður en of marg- ir verða of reiðir Þeir mis- brestir eru sjálfsagt að sumu leyti pólitísks eðlis og sumu leyti af öðrum toga. Upptök sán eiga þeir áreiðanlega ekki í Hamrahlíðarskóla né neinum öðrum skóla lhndsins. Ég hef nú um ársskeið skrif- að þessa þætti hér á aðra síðu Sunnudagsblaðsins í ýmsum tóntegnundum, stundum spýtt galli, stöku sinnum talað í hálf- kæringi og við og við leitazt við að rökræða mál Ég hef orð- ið þess var, að þeir hafa verið lesnir í- seinni tíð. Nú býst ég samt við að láta þessu Iokið, og þá hæfir, að ég þakki þeim, sem hripað hafa mér þægilegar lín- ur eða hýrgað mig og eytt ama mínum með vingjarniegum orð- um. Og raunar líka hinum, sem styggzt hafa í bili. J- H. T I IW I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.