Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 11
Ifísnaspjall Gamk í svartasta skammdeginu ver'ður stundum bæSi hugur og himinn eins og kolsvartur ketil- botn. Ekki þarf þó endilega a3 hafa verið skammdegi, þegar Gunnlaugur Sigurbjörnsson orti: Æskan horfin, gleðin gleymd, gullin fögru brotin, undir grónar, örin geymd, ofkeypt reynsla hlotin. Við eigum til að hafa allt á hornum okkar og finnast séra Helgi Sveinsson hafa- haft lög að mæla, þegar hann kvað: Til að öðlast þjóðarþögn þegar þeir aðra véla, gefa sumir agnarögn af því, sem þeir stela. Þeir, sem kunnir voru hús- dýrahaldi og baðstofulifi fyrir svona 70 árum, munu trúa því, að þessi vísa, sem ekki er ör- uggt um höfundinn að, sé göm- ul, en alls ekki ort nýlega: Hann er þeirra styrkust stoð við stjórn, þá skipt er orðum, enda fær hann ugga og roð undan þeirra borðum. í skammdeginu sækir okkur suma heim andvakan, en aðra þungur svefn. Eitt af sérkenn- um íslenzkrar vísnagerðar eru hinar mörgu draumvísur. Stundum mun vera um raun- verulega drauma að ræða. Hitt er þó til, að höfundur leiki sjón- hverfingaleik með því að kalla draumvísu það, sem hann orti sér til hugarhægðar. Hér koma tvær sitt af hverju landshorni: Ég er þreyttur, svíða sár, sem ei neitt er undur. 11. þáttur Hefur beittur harmaljár hjartað sneitt í sundur. Þessi mun vera af ætt Theó- dóru: Lifs og dauða er ráðin rún, röðull á öllum tindum, dýrðin sjálf við brá og brún brosir í glæstum myndum. Er hér ekki innan fjögra veggja ferskeytlunnar lýst mannsins innstu þrá, að þegar loks ráðizt gáta lífs og dauða, brosi dýrðin við? Magnús Gíslason hefur sann- arlega mikið til síns máls, þeg- ar hann segir:. Talaðu ekki um tóman kulda, tíð sem neyð og sorgum veldur. Ei það léttir skelfing skulda, skýjum dreifir ekki heldur. Áreiðanlega þykir mörgum nóg um allt, sem á hefur geng- ið í veröldinni á síðustu tímum. Sumir reyna að halda dauða- haldi í þá trú, seij) lýsir sér í þessari visu séra Helga Sveins- sonar: Rístu og sýndu sæmd og rögg. N Sól er brátt í hlíðum. Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í smíðum. Er þá ekki að undra, þótt nokkuð gangi á. Helgi segir líka: Á þitt mark þú mæna skalt, mörg pótt verði raunin. Þegar hið fagra þér er allt, það eru stærstu launin. Til að sigra skammdegið gríp um við stundum gamla bók, kannski Sigurð Breiðfjörð- Þá skilst okkur ef til vill, hvað Guðmundur Böðvarsson er að fara með þessum vísum: Inn í heima æslr,u minnar, yfir mikið þröngan hag, geislaði hreimur gígju þinnar gulinu blikv nótt sem dag. „Móðurjörð, hvar maður fæðist", man ég sönginn hvar sem fer, þó í hörðu hjartað mæðist hann mun lengi fylgja mér. Ekki þyrfti það endilega að vera gömul bók, sem gripin væri, gæti til dæmis verið Fer- henda Kristjáns Ólasonar, þess snjalla hagyrðings. En hann kvað einu sinni að haustlagi: Hallar degi, haustar að, hliðum vindar strjúka. Viðir sölna, visíiað blað verður að fjúka — fjúka. Þú, sem strýkur stoita brá, stæltur af ríkum dáðum, verður líka að víkja frá, visnar og fýkur bráðum. Heyrt hef ég því haldið fram f römmustu alvöru, að sárust væri iðrunin vegna ódrýgðra synda. Hvað sem um það er, leitar oft harkalega á hugann það, sem hefði getað orðið, en aldrei varð. Kristján Ólason kannast við það: Minninganna að ganga garð: gleður okkur flesta, en oft er það, sem aldrei varð, eftirsjáin mesta. En Kristján veit þó annað enn nöturlegra: Finnst mér örlög fari þá fyrst til stáls að sverfa, þegar orðið áttu frá ekki neinu að liverfa. Margt fleira er gert sér til afþreyingar í skammdeginu. Meðal annars lagt á gæðinginn undir húmið. Björn S. Blöndal kvað: Þegar glettin bölsins brek byrgja þétt að vonum, fótaléttan fák ég tek, fæ mér sprett á honum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 995

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.