Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 18
V skýfall af regni. Það rigndi 64 millimetra, mest á tuttugu til þrjá- tíu minútum. Vatnið fossaði um göturnar, sem sums staðar voru brattar, því að víða er mishæðótt, og ef ekki hefði verið svo hart undirlagið, hefðu myndazt þarna ljótar rásir, til dæmis í lausa mal- arveginum hér. Niðurföllin fylltust og urðu að goshrunnum, frárennsl- ispípur sprungu og vatn og skólp í kjöííurum varð sums staðar metradjúpt. Blessaðar dömurnar óðu vatn í kálfa á götuskóm og silkisokkum. Hætt er við, að fagur blóma- og ávaxtamarkaður úti, sem við skoðuðum á leið okkar í matinn, hafi farið illa Blöðin sögðu daginn eftir að tjónið af völdum skýfallsins hefði numið milljónum norskra króna í Stafangri. Þeir Pétur Ottesen, Sæmundur og Agnar Guðnason fóru úr gisti- húsinu rétt áður en ósköpin dundu yfir. Þeir flúðu holdvotir inn í fisk- búð og biðu þar af sér slagið. Stafangur er fögur borg. Lands- lag er klettótt, og sem dæmi um það er, að K.N.A.- gistihúsið hefur veizlusal á efstu, sjöundu hæðinni, en þar var kveðjuhófið haldið, en ekið var samt beint af götu að anddyri veizlusalarins, þótt aðal- inngangurinn væri á jarðhæð Víða um borgina 'vaxa falleg lauftré, sem eru tO mikillar prýði, og sýndust þau sums staðar spretta beint upp úr granítklöppinni. Daginn eftir að fundinum lauk, var fundarmönnum boðið í ferð um Jaðarinn og nágrennið. Komið var á tvö sveitabú. Var annað geitabú 1 þröngum dal, og voru geiturnar reknar í hús, svo að gestirnir gætu skoðað þær. Voru þær 45 að tölu, að mig minnir. Mjólkuðu þúsund potta hver um árið. Mjólkaðar með mjaltavélum. Mjólkin fer í geita- ost, sem er mjög verðmætur, og ber þetta bú sig sjálfsagt vel. Hitt búið var niðri á flatlendi Jaðarsins, og voru þar flestar bú- greinar stundaðar. Meðai annars sá- um við þar allstórt minkabú. íbúð- arhúsið var allstórt timburhús, ein lyft og upphaflega byggt af kvek- urum eða öðrum sértrúarflokki, og voru þar þá samkomur. Hlöður voru aðallega fyrir vothey, og voru þær fullar og fergðar með vatns- fylltum plastbelgjum. Sáum við þar nokkur falleg naut, en kýrnar voru úti. Svínunum hafði verið slátrað vegna pestar, en kaupa átti önnur í staðinn. Mjög myndarlega var þar byggt yfir fóðurfénað og búsáhöld. Veðrið var leiðinlegt þennan dag, þokuloft og rigning og útsýni tít- ið. Jaðarinn er mjög láglendur og flatur. Þar er mikill og góður bú- skapur, en bændumir þar hafa sannarlega orðið að taka til hend- inni við að grjótnema landið, sem allt virðist hafa verið grýtt, og sá- ust þess merki, þar sem grjótinu hefur verið hlaðið í garða kring- um túnskákirnar. Ekki var þar stórgrýti, heldur vel meðfærilegir hnullungar, ísnúnir, en svo mikið var grjótið og vel hreinsað, svo að full plógdýpt næðist, að talið er, að landið hafi lækkað um tvo þriðju út metra, er búið var að grjóthreinsa það. Þessi ræktun þarna er' hreint afrek, mest unn- in með handverkfærum, áður en vélaöldin hófst. Hefðu þeir ríkir þótzt, bændur þar, ef þeir hefðu átt jörð sambærilega við góðhéruð okk ar lands. En að Jaðarbændur hafa orkað þessu, er því að þakka, að þarna eru vetur yfirleitt snjólaus- ir og jörð frýs varla, enda er grjótnámið aðallega vetrarvinna. Þennan ferðadag á Jaðrinum borðuðum við hádegisverð í ráð- húsi smábæjar, er Bryne heitir, í boði mjólkursamvinnufélaga þeirra í Rogalandsfylki. Þetta var nýtt hús, myndarlegt, smekklegt og vel búið. Datt mér í hug ráðhúsmál Reykjavíkurborgar, er ég steig inn í þetta veglega hús í smáhéraði, og seinna er ég sá og skoðaði önn- ur norsk ráðhús. Daginn eftir, 4. ágúst, vorum við lausir við fundina, og Norðmenn höfðu sleppt af okkur hendinni. En handleiðsla þeirra þessa daga og móttökur allar höfðu verið ágætar og þeim til mikils sóma. Nú vorum við flest í íslendinga- hópnum, sem ekki lá á að komast heim og langaði okkur til að sjá meira af Noregi. Sumir höfðu ekki komið þar áður, en hinir vildu gjarna sjá eitthvað af þessu fagra landi aftur. Varð það að ráði, að flest okkar ákváðu að fara í smá- ferðalag norður á bóginn og síðan til Oslóar og freista þess að sjá og skoða annað en Rogaland í þoku og súld. Sneru fyrirmenn okkar sér til ferðaskrifstofu Bennetts, sem er heimsþekkt fyrirtæki og hefur útibú víða í Noregl Báðum þá að skipuleggja ferð norður til Björgvinjar og áfram norður i Sognsfjörð, upp á Vors og þáðan til Björgvinjar aftur, því að þaðan áttum við að fljúga til Oslóar. Gekk þetta allt eins og bezt varð á kosið, þótt fyrirvarinn væri enginn. Ferðin hófst að kvöldi föstudags- ins 4. ágúst, og hafði nú hópur- inn þynnzt allmikið. Sveinn Tryggvason og fjölskylda hans varð eftir og ætlaði strax heim. Agnar Tryggvason ætlaði að snúa sér að því að selja Norðmönnum og Færeyingum íslenzkt dilkakjöt. Agnar Guðnason ætlaði beint til Kaupmannahafnar og þaðan heim. Lárus fór til Svíþjóðar. Við hin níu, sem eftir vorum, stigum á náttmálum um borð í skip alhnik- ið, og sigldi það um nóttina norð- ur með ströndinni innan skerja- garðsins til Björgvinjar, en þar átti að taka annað skip norður á bóginn. Góð var vistin í skipi þessu, og fengum við svefnklefa ofan þilja, svo að unnt var að sjá úr klef unum til lands. Ekki sváfu allir óslitið, því að mikil forvitni var mér og fleiri að sjá sem mest af þessari fögru, rómuðu strönd. Ég var því uppi seinni hluta nætur, er birta tók. Reyndar voru vita- ljósin og ljósin í óteljandi manna- bústöðum á bæði borð vel þess verð, að horft væri á þau í húmi sumarnæturinnar. Veðrið var gott og þurrt oft þröngt siglt milli eyja og lands, og sýndist viða stefnt á land upp. En svo greiddist allt sundur, og sund opnaðist á síðustu stundu. En alls staðar virtist mjög aðdjúpt. Alis staðar sáust byggð ból á bæði borð, en ekki virtust afkomumögu- leikarnir ríflegir: Klettar fremur en eyjar með strjálum trjágróðri og hús sums staðar eins og hang- andi utan í bratta, en tún eða önnur ræktun sýndist víða lítil eða engin. Granítið norska er hörð berg- tegund, sem veðrast seint. Er því jarðvegur viða af skornum skammti í Noregi, en barrtré og einstaka lauftré virtust alls stað- ar geta tyllt tánum. Gott á ísland, að bergtegundir þess eru ekki granít eða annað forngrýti og feiknaauð eigum við í okkar mold, jörð og grasi. Aðeins ef veðráttan hér væri ofurlítið stöðugri og hlýrri. Þegar allt kemur til alls, þá eru Norðmenn ekki öfunds- verðir af sínu landi. Land þeirra 1002 I t M i N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.