Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 16
en »/ið athugun á staðháttum sá ég strax, að slíkt kom ekki til greina. Fyrsta daginn á Hernum séttist ég niður og skrifaði lánsbeiðni til Páima Jósefssonar, bekkjarbróður míns. Rétt fyrir brottförina úr Reykjavík hafði ég sannfrétt, að hann hefði fengið stöðu við Mið- bæjarskólann. Ég efaðist ekki um, að Pálmi hefði vilja til að leysa vanda minn, og þar sem hann var nú orðinn stórkennari í sjálfum höfuðstaðnum, voru nokkrar líkur á, að efnahagurinn leyfði það. Þegar ég kom í pósthúsið, frétti ég, að engar póstferðir yrðu til Reykjavíkur fyrr en eftir nokkra daga. Var því tilgangslaust að póst- leggja bréfið, svo að ég stakk því á mig og hóf röltið á nýjan leik, djúplega hugsandi um minn hag. Ekki vildi ég gefa hugmyndina upp á bátinn, og var nú sá kostur að ná í Pálma í 9Íma Eins og á stóð, var þó einn slæmur ann- marki á því fyrirtæki- Kostnaðar- hliðin. Sem ég nú geng eftir Strandgöt- unni, sé ég hvar stórt skip liggur við hafnarbryggjuna, og var það- an að heyra skruðninga mikla og vinduskrölt. Sný ég nú þangað göngunni og spyr verkamann einn, hvað skipa það sé og á hvaða leið. Hann svarar og segir, að þetta sé norskur fiskflutningadallur og muni fara áleiðis til Reykjavíkur í kvöld eða nótt, þegar útskipun sé lokið. Þótti mér nú bera vel í veiði og ræðst þegar til uppgöngu á drekann. Þar stóð við lestarop- ið maður einn vasklegur í duggara peysu, með kaskeiti á höfði og hafði í höndum vasabók og blýant. Virtist mér.hann hafa glöggar gæt ur á fiskböggum þeim, sem ofan í lestina sigu og færa til bókar jafnóðum. Efalítið er þessum manni trú- andi fyrir litlu erindi, hugsaði ég og vík mér að honum, er færi gafst', og segi gúmoren — Greinir hér ekki frekar frá orðaskiptum, en svo lauk okkar fundi, að Norð- maðurinn tók við bréfinu og stakk því í húfu sína með þeim ummæl um, að mér skildist að hann mundi koma því í póst í Reykja- vík. Mér fannst þetta allgóð erind- islok eftir atvikum og fylgdist méð, þegar skipið lét úr höfn seint um kvöldið. í bréfinu hafði ég beðið Pálma að senda mér peninga í símaávís- un og gat því átt þeirra von eft- ir einn eða tvo daga. En þeir liðu, án þess nokkuð gerðist, og gat það allt verið eðlilegt. En þegar fleiri bættust við, og allt stóð við sama, fóru magnaðar áhyggjur að sækja að mér á nýjan leik. Skyldi Norð- maðurinn hafa brugðist mér, eða hafði hann gleymt öllu saman og bréfið setið fast í kaskeitinu? Auð vitað hlaut maðurinn að ve-ra bú- inn að taka ofan húfuna oft og mörgum sinnum, og bréfaskömm- in gat þá líka hafa fokið út í véð- ur eða vind eða hver veit hvað. Þessa daga ráfaði ég um í eirð- arleysi, og varð mér tíðfarið á sím- stöðina. Þar var alltaf sama svar- ið: Ekkert skeyti, engin ávísun. Að faranótt síðasta dvalardagsins varð mér heldur svefnfátt, en glímdi við vandamálin. Fram undan voru á næsta leiti skuldaskilin við gest- gjafann. Þau gat ég innt af hendi að mestum hluta, en lengra náði ekki gjaldgetan. Ef til vill feng- ist gjaldfrestur á eftirstöðvunum. En þá var eftir fargjaldið með Djúpbátnum. Ekki taldi ég þó úti- lokað, að far fengist upp á þær spýtur, að ég yrði keyptur út á Melgraseyri. Já, þetta voru hugsanlegir mögu leikar. En ég vísaði þeim algerlega á bug: Slík andskotans smán skyldi aldrei um mig spyrjast, að vera fluttur hreppaflutningi um ísafjarðardjúp og inn í sjálft kennaraembættiö. Sóma mínum og sjálfsvirðingu skyldi ég þó reyna að halda í lengstu lög. Og áður en ég festi blund, að áliðinni nóttu hafði ég hugsað mér úrræði, sem reyna mætti daginn eftir, ef ekk- ert heyrðist frá Pálma Ég lét ekki á mér standa, þeg- ar símstöðin var opnuð um morg- uninn, en fékk sama svar og áður: Því miður, ekkert skeyti. Var þá komið að lokaúrræðinu. Við heila- brotin um nóttina rifjaðist það upp fyrir mér, að á kennaraþingi í Reykjavík síðastliðið vor hafði verið kennari frá ísafirði. Gestur Gestss-on að nafni (síðar skólastjóri í Flatey). Enginn kynni höfðu þó tekizt með okkur, og trúlega hafði hann enga hugmynd um mina til- veru. En framkoma hans og fas hafði vakið traust mitt á mannin- um. Kom mér því í hug, ef allt um þryti, að leita liðsinnis hans. Greiðvikinn vegfarandi vísaði mér á bústað Gests Ég kvaddi dyra og gerði boð fyrir húsráð- anda. Gestur kom út en ég kynnti JÓN H. FJALLDAL — gerði íbúðarhús sitt að heima- vistarskóla sveitarinnar og beittl sér fyrir því, að kerinaranum var borgað hærra kaup en annars stað ar tíðkaðist og nægjanlegt þótti. mína virðulegu persónu og gat jafnframt setu minnar. ásamt hon- um, á kennaraþingi. ,,Og þótti víst engum mikið“, hefur Gestur lík- lega hugsað með sér. En ekkert slíkt lét hann í ljós, en hlýddi með spurn í augum á mál mitt. Að inn- gangi loknum vék ég að sjálfu er- indinu, sem alltaf veittist mér jafn torflutt, þrátt fyrir undangengna þjálfun. Gestur kvaðst skilja vand- ræði mín, en svaraði því til, eins og afsakandi, að því miður stæði svo á fyrir sér, að hann gætj ekki lánað peninga. En áður en ég gæti áttað mig til fulls á slíku áfalli bætti hann við: „En annað get ég gert. Ég skal skrifa á víxil fyrir þig. Ég vona, að þeir kaupi hann hérna í bank- anum, það er opið hjá þeim núna“. Og Gestur snaraðist í yfirhöfn og við skunduðum í bankann. Að stundarkorni liðnu kvaddi ég hann á bankatröppunum, þrjátí-u krónum ríkari og þrjátíu k-rónum skuldugri. Þennan greiða man ég Gesti æ síðan og fæ ekki fuliþakk að. Nú komst heldur en ekki skrið- ur á atburðarásina: Þegar ég kem 1000 T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.