Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 21
og gott að vera, gestir fáir, en þjónustufólkið skemmtilegt og gott. Síma- og snúningastúlkan var dæmigerður norskur unglingur: Hraustleg, hjálpsöm, glaðleg og viðmótsþýð. Mat þurfti að panta að morgni, nema morgunverð. Vor- um við aila daga niðri í borginni og neyttum matar þar. Við Pétur vorum saman um svefnherbergi eins og áður. Fylgdi því dálítil setustofa með svölum. Þessa þrjá daga í Osló voru veðurguðirnir okkur hliðhollir. Við skoðuðum hið merkasta í borg- inni, eftir því sem tími vannst til, iitum inn í verzlanir og keyptum smávegis utan á okkur og skyld- menni okkar. Við liturn fyrsta daginn inn í skrifstofu Flugfélags íslands, sem er í miðborginni, skammt frá aðal götunni, Karl Johan. Þar fengum við að líta í íslenzku blöðin frá síðus'tu dögum. Afgreiðslustúlkan, kennaraskólanemi, Margrét að nafni, vildi allt fyrir okkur gera, og var gaman að heyra, hve hún talaði fallega norskuna með syngj- andi hreimi, þegar hún anzaði í símann. Að sjálfsögðu gafst ekki tími til að sjá allt, sem markvert er að skoða, enda fórum við mest á fæti, en við Pétur erum nú ekki lengur fráir til gangs, þótt við seiglumst furðanlega. Við skoðuðum meðal annars Vigelandsgarðinn, sem Jónasi Jónssyni þótti svo merkileg- ur, að hann kenndi borgina sjálfa við hann. Þar eru 191 högg- og lág mynd eftir Gustav Vigeland og vann hann að þessu í sextán ár, 1926—1942, ásamt fjölda aðstoðar- manna. Listaverkasafn þetta er 6- viðjafnanilegt og mun óvíða eiga sinn líka, og þýðir ekki fyrir leik mann að reyna að lýsa því í fáum oröum. Þegar við vorum að enda við að skoða garðinn, kom eina rigningar- skúrin þessa Oslóardaga okkar, og fórum við þá inn á útiveitinga- stað og borðuðum þar undir tjald- himni. Helztu byggingar skoðuðum við tilsýndar og litum inn i hið mikia og fagra ráðhús borgarinnar, en timi var aðeins til að skoða aðai salinn, sem er skreyttur af færustu listamönnum þjóðarinnar. Út á Byggðey fórum við, en það ©r mikið og fagurt nes, sem geng ur suður í Oslófjörðinn frá vestri. Það er sérstakur borgarhluti, og er milkM byggð þar, en þó eru þax inn á milli víðlendir akrar og tún. Þar er svo margt að skoða, að ein dagstund nægir ekki til að líta vfir það gerla. Við litum inn í norska þjóðminjasafnið, skoðuðum víkinga skipin þrjú, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi, og fornan haug sáum við þar, rofinn að nokkru. Var sem maður væri kominn aft ur í fornöldina. Þá skoðuðum við Fram, íshafsskip Nansens, Sverd rups og Amundsens, sem er til sýnis með rá og reiða í Framhús inu. Er það með siglum og öllum útbúnaði og tækjum, meðal ann ars einkennisbúninTgum og skjól fötum yfirmanna. Furðaði ég mig mjög á því, hve skipssúðin lítur vel út, eftir margra ára glímu við ísinn. Þá skoðuðum við Kontiki safnið og fleka Thors Heyerdalhs, er hann sigldi á yfir Kyrrahafið árið 1947. Ólíkari farkosti getur varla en fleka þennan og Fram. Merkilegt er, hve marga fræga landkönnuði og afreksmenn Norð- menn hafa átt, ekki fjölmennari þjóð, og er gott til þess að vita, að ekki gildir fjöldinn og höfða talan alltaf mest. Þá viil ég geta tveggja staða, sem við þremenningarnir létum ekki undir höfuð leggjast að sjá, en það eru Frognersæteren og Holm enkollen. Við dvöldumst sitt kvöld ið á hvorum staðnum. Þangað ligg ur rafmagnsjárnbraut frá opnu svæði við þjóðleikhúsið, og er hún niðri í jörðinni fyrsta sprettinn Frognersæteren er í 473 metra hæð yfir sjó og er útsýnið þaðan mikið og fagurt yfir borgina og langt út á fjörð, því að staðurinn er svo hátt uppi, að vel sést ylu skóginn. Þar voru mikil veitinga hús og danssalir, enda var lestin, sem við fórum með upp eftir, troð full af ungu fólki. Sannaðist þar, að víðar er þröng í danssölum en á íslandi. Holmenkollen er ennþá mikil fenglegri og fegurri staður. Hann er að vísu ekki alveg eins hátt yfir sjó, en því meira að siá af mannaverkum, auk náttúrufeg- urðar. Þar er hin heimskunna skíðastökkbraut og skíðasafn. Norski herinn hefur bækistöð inni í kollinum á Holmenkollen. .4 Holmenkollen er gamalt timbur- hús, mjög fögur bygging, þar sem nú munu vera eingönga f!;efn herbergi og setustofur. Framar, nær borginni, er nýtízkulegt stór hýsi úr steini og gleri.' Þar eru miklir veitingasalir og setustofur. Þriðja byggingin var þar í smíð- um og sýndist nær fullgerð. Norð menn gera mikið til að taka vel á móti gestum, enda margt um manninn þarna, bæði vetur og sumar. Við ferðafélagarnir borð- uðum kvöldverð og vorum svo heppnir að ná í borð við glervegg sem vissi að borginni. Var ógleym Kontiki, balsafleki Heyerdahls, á siglingu á Kyrrahafi áriS 1947. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1005

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.