Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 10
Monfec^TSÍnó-klaust ið fræga heldur enn velii. HIIGRÚN: Svipmyndir frá Itaííu Þegar ekið er um þjóðveginn fná Napólí til Rómar. blasir við, íhátt uppi í fjalli fögur bygging, sem dregur að sér athygli ferða- mannsins. Það' er klaustrið Abba- siía dí Montecassinó. Það á sína merku sögu og harla óvenjulega. í síðasta stríði var það lagt í rústir af Þjóðverjum, en er nú risið aftur á sama grunni og byggt eftir gömlum teikningum. Það Iheldur sinni fornu reisn og stíl. Vegurinn þangað upp eftir frá þjóðveginum er níu kilómetra lang ur alla leið að klaustrinu, en á leið inni er braut út að pólskum her- mannakirkjugarði. Nokkru ofar stendúr pólskt minnismerki, en það voru Pólverjar, sem náðu klaustrinu af Þjóðverjum eða rétt- ara sagt rústunum, og björguðu mörgum dýrmætum listaverkum ] og öðrum verðmætum, svo þau yrðu ekki flutt úr landi. Það var heilagur Benedikt, sem stofnaði samnefnda reglu árið 529, og það var hún, sem átti klaustrið. Kjönorð þeirrar reglu voru og eru . víst enn í dag: Miskunnsemi, hlýðni, fátækt. 994 Það hvílir alltaf nokkur helgi o.g tilbeiðsluandi yfir þessum öldnu stofnunum. Þess gætti svo greini- lega á sérstakan hátt, er ég kom inn í munkaklaustur í Toskanahér- aði. Það klaustur var byggt á tólftu old, og stendur enn mikill hluti þess, eins og það var fná upp- hafi. Þar sést nú ekki lengur neinn munkur. Aðalbyggingin er notuð ti’l greiðasölu. Þegar ég kom þang- að, var orðið skuggsýnt, en tungl- ið varpaði töfraljóma yfir gráar, fornlegar byggingarnar, og stjörn- ur tindruðu eins og árvökul augu á bláum kVöldhimninum á meðan ferðafólkið reikaði um steinlagðan klausturgarðinn og steig hellurn- ar, sem skósólar kynslóðanna hafa slitið öld fram af öld. ’Þegar inn í anddyrið var komið, logaði þar eldur á arni, og ilmur af steiktum kjúklingum og skógar- viði fyllti vitin. Inni í stofunni stóðu dúkuð borð með mataráhöld- um og biðu kræsinganna. Það var nýstárlegt að virða fyrir sér þessa gráu, þykku steinveggi og hvelf- ingarnar, sem voru í mínum aug- um og eyrum svo talandi, að mér fannst ég geta greint óminn af niði bænamálsins frá hjörtum og vörum þeirra, er hér höfðu eytt sínum ævidögum, fjarri lystisemd- um og glaumi heimsins. Andi þeirra sveif yfir þessum stað: Hinn ódauð legi kraftur bænar, vonar og trú- ar. Nú voru það ungir hvítklæddir, glæsilegir menn, sem gengu hér um með bjart bros og reyndu að gera gestum sínum allt til þægð- ar. ftölsku munkakuflarnir voru horfnir með eigendum sínum. Víða á veggjum héngu gamlir lampar, ekki ólíkir í lögun gömlu lýsis- lömpunum, og sendu daufa birtu inn í hálfrökkrið, sem lá í hverj- um kima og gaf umhverfinu við- eigandi töfra. Þarna hefði ég viljað dveljast nokkrum klukkutímum lengur. En tíminn beið ekki. Við áttum ennþá langa leið fyrir hönd- um, alla leið norður til Písa, þar sem skakki turninn dregur að sér athygli ferðamannsins. Þetta hvíta marmarabákn er á hægri leið með að falla til jarðar. Það er sagt, að hallinn nemi einum millimetra á ári. „Safnast þegar saman kemur“, Það þykir ef til vill ekki mikill skaði, þótt einn turn falli til jairð- ar, ef hann veldur engum tjóni, nema á sjálfum sér. Þó myndi þess verða getið í heimsfréttunum, svo furðulegt þykir þetta fyrir- bæri. T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.