Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 4
„EF ÞAU ERU EKKI HETJUR.." í æfingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra koma að jafnaði hundrað og tuttugu manns á viku í þeim hópi eru ævinlega mörg börn Þess'i strákur, Reynir Sveinsson, hefur ekki vissu, aðeins von, um að einhvern tíma stigl hann I fæturna. Tll þess oð það megi verða,, þarf hann að æfa sig á hverjum degi. Móðir hans er óþreytandi að fyigja honum i æfingastöð- ina, og þar er myndin tekin. Barnið reynlr að þvinga máttlitla fæturna til hlýðnl. Ég þekki Tnann, sem lifði alla sína bernsku á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Hann var lagður inn tveggja vetra gamall og var ekki útskrif- áður, fyrr en hann var korninn undir fermingu. Allt og sumt, sem hann sá af heiminum á meðan, var sjúkrastof- an og götuspotti fyrir utan glugg- ann. Þá var honum gefinn spegill. Nú sá hann lengra niður og upp eftir götunni. Og ár eftir ár lá barnið í rúm- inu sínu og fylgdist í speglinum með ferðum fólksins, sem gekk hjá. Sumir sáust aðeins einu sinni og svo aldrei meir. Aðrir komu aftur og aftur: menn með skjalatöskur að fara í vinnuna, konur metí náp- tuðrur að sækja mjólk. Drengur- inn velti fyrir sér hverjum drætti í andliti þeirra, þekkti það langar leiðir að á göngulaginu, vissi hver átti hvern hatt. Hann fléttaði heilar sögúr um líf þess, og lang- aði fjarska mikið til að geta talað við það. Þegar hann loks útskrif- aðist, stóðst hann ekki freisting- una að hitta eitthvað af þessum fornvinum. Hann hringdi dyra- bjöllu hjá einni konunni. Dyrnar voru opnaðar og i gætt- inni stóð skvapmikil jússa, sem hvessti á hann augun Honum var öllum lokið. Hann snerist á hæli og flýði eins hratt og hans veiku fætur gátu borið hann .. Hér á landi er dálítill hópur barna, sem sakir ýmissa veikinda getur varla stigið í fæturna, eru aðeins áhorfendur að heiminum. Eitt þeirra er Reynir Sveinsson, sjö ára, á heima í Bólstaðarhlíðinni 988 1 I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.