Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Blaðsíða 20
langferðabílinn, er hann hafði rennt sér upp úr ferjunni í botni Lýsufjarðar. Ekið var inn í dal, sem allvatnsmikil á rann eftir í botni fjarðarspenans. Þarna var sannarlega þröngt á milli hárra brattra fjaila. Elfan rann strítt á stórgrýttum botni, en tún voru beggja vegna árinnar þótt mjóar væru skákirnar. Hey var allt á hesjum eins og víðar. Þennan dag sáum við síðar fyrst hirt hev í hiöðu af hesjum. enda þurrkur góður. Ekið var vestanvert við ána spölkorn suður eftir dalnum, en síðan í mjúkum sneiðingum upp snarbratta fiallshlíðina. Fyrir miðjum dalbotninum, ' um það bil þrjá fjórðu af hæð fjallanna, skagaðf upþ lóðréttur klettur eins og ógurlegt skipstofni. kallaður Prédikunarstóllinn Þaðan er ægifagurt útsýni út vfir dal inn og fjörðinn. en oetra að vera ekki lofthræddur í stólnmn þeim. Þar skammt inn frá kiettabrúninni er nýreist gistihús eitt mikið úr steinj, og íórimr; við út úi bílnum og litum þar ínn. Þar voru hundr uð manna í mikium salarkvnnum, og har mest á Könum, kliðurinn eins og í fuglabjargj og lítt gam- an þar að vera. Þarna var áður gístihús úr timbri, sem brann árið 1958. og fórust þar margir menn. Þarna var steinsteypt brjóst vörn á klettabrúninni, og virtist fuil þörf á því. Ekið var enn áfram moð sömu elfinni og rann hún sums staðar þröngt, svo að líktist skuggasæl- um trjágöngum. Brátt fór þó daln- um að halla til suðurs, og opnað ist nú viðfeðmari dalur hálendur, sem Vorsvatnið er i Eru þar víð lendar byggðir og nær samfelldar og þar í bænum Vors vfirgáfum við bílinn. Þarna er náttúrufegurð mikil, búsældarlegt og staðarlegt. í Vors hafa margir stundað nám í lýðháskólanum og fleiri skólum, þeirra á meðal Þorsteinn Sigurðs- son á Vatnsleysu 1920 Ilafði hann ekki komið þar síðan Ekki var neinn tími tii að skoða bæinn, því að áliðið var dagsins. og nú skyldi stigið upp í járnbraiit- arlest og ekið eftir hinni frægu Björgvinjarbraut áleiðis til Björg- vinjar. Þar var víða fagurt um að litast í sumarblíðunni en lands- lagið víða hrikalegt. En Norðmenn fara þá bara í gegnum hæðirnar og fjöllin og létu það ekki nægja sér fyrir 60—70 árum, þegar jáihbrautin var lögð og verktækn- in önnur þá en nú. Þegar komið var vestur að Björg vinjarfirðinum, var landslagið svip- að og við Sognsæ. Því miður töld um við ekki jarðgöngin á þessari leið, en áætluðum þau um sextíu. Lengst voru þau síðustu, og er þau þraut, rann lestin fljótlega inn á brautarstöðina í Björgvin. Var þá komið til sama lands og farið var frá fyrir hálfum öðrum sólarhring og þessari skemmtilegu hringferð lokið. Þetta, sem við höfðum séð, var að vísu ekki mikið af hinum víðáttumikla Noregi, en þó betur farið en ekki. Úr járnbrautarstöðinni fórum við beint í Tomsgistihús til nátt- verðar og gistingar, enda áliðið kvölds og nær aldimmt. Var ágætt að matast, þvi ekki höfðum við neins neytt síðan um hádegi i Bala- strönd. Árdegis næsta daga skyldi flogið til Oslóar, og fór mikið af tímanum um morguninn í það að fá farseðlunum breytt, en þeir giltu frá Stafangri til Oslóar. Tókst það að lokum eftir nokkurt þjark. Enginn tími gafst til að skoða þennan forna og sögufræga bæ, sem kemur svo mjög við sögu okkar íslendinga vegna hinna miklu samskipta, sem þjóðin átti við Norðmenn, þar til sambandið við Noreg rofnaði eftir siðaskipt- in. Þarna um morguninn í flugaf- greiðslunni hittum við aftur Agnar Tryggvason, og hafði honum ekki gefið að fljúga til Færeyja fyrr en þennan dag. Þegar farseðlunum hafði fengizt breytt, var ekið út á flugvöllinn, og var nú bjartara yfir en við komuna í byrjun ferð- arinnar. í Björgvin urðu þau eftir, Hall- dór Pálsson og Sigríður. Ætlaði Halldór að hitta félaga sína og verða á fundi með þeim síðar. Eftir stundarflug var lent á Fornebuflugvelli í Osló í ágætu veðri. Osló er mikil borg og fög ur á Norðurlandamælikvai'ða. Borg arstæðið nær yfir 455 ferkílómetra, en nokkuð af því er skóglendi. Það er borgarbúum mikilsverður heilsu brunnur, hve vel landslag er par failið til útiíþrótta vetur og sumar og gönguferða í fögru umhverfi. Mikið bar á trjágróðri inni í sjálfri borginni auk gróðursins i hinum mörgu og fögru skemmtigörðum og á opnum svæðum, sem almenn- ingi eru heimil. Fyrstu nóttina í Osló fengum við inni á Ambassadeur, sem er með íburðarmestu og dýrustu gistihús- um borgarinnar, en vegna þrengsla og stutts fyrirvara urðum við að sæta þessu. Þetta gístihús mun upp haflega hafa verið ætlað sendi- mönnum erlendra ríkja, eins og nafnið bendir til. Húsið var byggt á öldinni sem leið, áður en raf magn kom til sögunnar, og báru ljósakrónurnar vitni um það, líkt- ust fegurstu kertahjálmum i kirkj- um. Við Pétur Ottesen deildum þar herbergi, og náði það þvert yfir húsið og var að nokkru mótað sem þrjár stórar stofur, allt þiljað harð- viði. Tuttugu og fimm málverk og myndir voru á veggjunum, spegl- ar og dýrindis ljósakrónur og hús- búnaður þar eftir. Þá var þar kæli- borð, er í voru tuttugu og fimm flöskur af víni, öli og gosdrykkj um og sódavatni. Verðskrá var und ir lokinu og virtust veigar þessar ekki hæfa pyngju íslenzkra búand- manna, enda snerti enginn íslenzku gestanna það. sem þar var á boð- stólum. Á göngum og setustofum var íburðurinn tilsvarandi, en um íburð í mat er okkur ókunnugt. Næsta dag þynntist hópurinn enn. Heim fóru þau Þorsteinn og Ágústa, en Stefán og Inga fóru til Svíþjóðar og Danmerkur í erindum Mjólkursamsölun-nar. Næstu þrjá dagana vorum við þremenningarnir, Sæmundur Frið- riksson, Pétur Ottesen og ég, ein- ir eftir í Osló. Gengum við þar um götur og garða og nutum lífsins í sumarblíðunni. Við gistum í Vetta- kollengistihúsi, sem er tvílyft timb- urhús með 40 gestaherbergjum. Þangað er um tuttugu mínútna ferð með járnbraut frá miðborg inni. Gistihús þetta er i 75Ö feta hæð í fögru skógarumhverfi, og má segja, að skógurinn lyki um það á alla vegu. Þar í nágrenninu voru mörg hús á dreif, en sáust vart fyrir skóginum. Niður að næstu járnbrautarstöð var fjögurra eða fimm mínútna gangur eftir mal- bikuðum vegi. en mjór var hann. Meðan við dvöldumst þarna, var verið að gera við leiðslUr frá hús- inu, utan við veginn. Virtist mér leiðslan liggja í um tveggja metra dýpi, en ofan á pípunum sá ég ekkert annað en smágrjót, ekki að tala um mold eða aur. Þætti slíkt lítill jarðvegur á íslandi. Þarna á Vettakollen var rólegt 1004 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.